Innlent

Ríkisskattstjóri fellst á að einkennisklæðnaður ákveðinna stétta sé skattfrjáls

Ríkisskattstjóri fellst á að einkennisklæðnaður sé skattfrjáls

Ríkisskattstjóri hefur tekið til greina ábendingar BSRB varðandi skattlagningu einkennisfatnaðar sem ákveðnar stéttir þurfa að klæðast vegna starfs síns.

Áður voru einkennisklæðin metin starfsmanni til tekna 25.000 kr. eða meira. Átti þetta við t.d. tollverði og lögregluþjóna. Í nýjum reglum um skattmat fyrir árið 2006 kemur fram að "ef lög eða stjórnvaldsfyrirmæli kveða á um að launþegi skuli klæðast ákveðnum einkennisfatnaði við störf sín skulu slík afnot ekki metin launþega til tekna," eins og segir orðrétt í reglunum á heimasíðu Ríkisskattstjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×