Innlent

Átök um réttmæti Núpsvirkjunar

Innansveitarátök eru hafin í Gnúpverjahreppi um réttmæti Núpsvirkjunar.  Aðalsteinn Guðmundsson, oddviti Gnúpverjahrepps, segir að slík virkjun í sveitinni sé ekkert meira en stór fjósbygging. Aðrir segja virkjunina óverjandi ósóma.

Með Núpsvirkjun yrði Þjórsá stífluð á móts við kirkjustaðinn Stóra-Núp, skammt frá félagsheimilinu Árnesi. Þar yrði til um fjögurra ferkílómetra virkjunarlón og allt að 15 metra djúpt. Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færi á kaf undir vatn á um þriggja kílómetra kafla og yrði væntanlega færður upp í hlíðina.

Aðalsteinn bendir á að mjög fáar athugasemdir hafi komið við Núpsvirkjun þegar hún fór í umhverfismat.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×