Fleiri fréttir

Páll Baldvin og Björgvin ráðnir ritstjórar DV

Páll Baldvin Baldvinsson, menningarritstjóri DV, og Björgvin Guðmundsson, blaðamaður á Markaðinum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, hafa verið ráðnir ritstjórar DV í stað Jónasar Kristjánssonar og Mikaels Torfasonar sem sögðu upp í morgun.

Ritstjórar DV segja upp

Ritstjórar DV, þeir Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason, hafa sagt upp störfum. Þeir segjast gera það til að skapa að nýju ró um blaðið og koma á vinnufriði hjá því dugandi starfsfólki sem unnið hefur á ýmsum sviðum þess, segir í tilkynningu frá þeim.

Mikill snjór víða á Suðvesturlandi

Talsverður snjór féll víða á Suðvesturlandi í nótt og má búast við talsverðum umferðartöfum í morgunsárið á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn borgarinnar byrjuðu fyrir allar aldir að hreinsa og saltbera aðar umferðaræðarnar en á hliðargötum er sumstaðar þæfingur og auðvitað hálka.

Tveir meintir fíkniefnasalar handteknir

Tveir meintir fíkniefnasalar voru handteknir í gær og í nótt. Fyrst handtók Selfosslögreglan karl og konu í bíl á Eyrarbakkavegi eftir að fíkniefni fundust í fórum þeirra sem leiddi til handtöku sölumanna í Þorlákshöfn.

Kannaðir kostir þess að sameina KHÍ og HÍ

Menntamálaráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna kosti þess að sameina Háskóla Íslands og Kennaraháskólann. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þetta sé gert í samráði við rektora beggja skólanna. Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri mun leiða starf nefndarinnar og er henni ætlað að skila niðurstöðu fyrir lok febrúarmánaðar.

Norðmenn vilja smíða varðskip fyrir Íslendinga

Norðmenn hafa mikinn áhuga á að smíða nýtt varðskip fyrir Íslendinga því þeir eiga þrjár umsóknir af fimmtán, um að fá að taka þátt í lokuðu útboði um smíðina. Annars komu umsóknirnar úr öllum heimshornum, frá Chile, Danmörku, Kína, Póllandi, Spáni og Ítalíu, svo nokkrir séu nefndir. Stefnt er að því að umsækjendur fái útboðsgögn í febrúar og að undirritaður samningur liggi fyrir í sumar byrjun. Upp úr því ætti smíðin að geta hafist

Ellefu bíla árekstur í Ártúnsbrekkunni í gær

Ellefu bílar lentu í árekstri í Ártúnsbrekkunni um tíu leitið í gærkvöldi, en engin slasaðist. Þunguð kona var þó flutt í sjúkrabíl til skoðunar, en mun ekki hafa orðið meint af hnjaskinu. Ekki liggur ljóst fyrir hvað olli þeirri keðjuverkun að fyrst skullu tveir bílar saman

Lækkanir vegna verðstríðs gengnar til baka

Verðbólga nú í janúar mælist 4,4% sem er meira en spáð hafði verið. Hagfræðingur hjá ASÍ segir ljóst að áhrif verðstríðs síðasta vor á matvöruverð sé gengið til baka og sér ekki forsendur fyrir þeim hækkunum sem orðið hafa.

Tólf í tveimur árekstrum

Lögreglan er enn að störfum í Ártúnsbrekkunni þar sem tíu bílar hið minnsta lentu í árekstri um klukkan tíu. Skömmu ofar lentu tveir bílar í árekstri. Tveir bílar að minnsta kosti lentu út af veginum í fjöldaárekstrinum en þrátt fyrir að margir bílar lentu í árekstrinum virtist ekki sem skemmdir á bílum væru miklar. Ekki er vitað til þess að meiðsl hafi verið á fólki.

Bílar fuku út af veginum

Tveir bílar fuku út af veginum á Fjarðarheiði snemma í kvöld. Engin teljandi meiðsl urðu á fólki en annar bíllinn er mikið skemmdur.

Margra bíla árekstur í Ártúnsbrekku

Þrettán bílar hafa lent í tveimur árekstrum í Ártúnsbrekkunni um klukkan tíu. Ellefu bílar lentu saman í árekstri neðarlega í Ártúnsbrekkunni og er þar allt stopp. Skömmu ofar lentu tveir bílar í árekstri og því hafa alls þrettán bílar lent í árekstri þarna á fáeinum mínútum að því er fréttamaður NFS á staðnum segir frá.

Bensínhækkanir ekki í samræmi við heimsmarkaðsverð

Undanfarna daga hafa öll olíufyrirtækin hækkað verð á bensíni. Félag íslenskra bifreiðaeigenda er ósátt við hækkanirnar og bendir á að félögin hækki verð sitt á sama tíma og heimsmarkaðsverð lækki.

Umfjöllun DV gagnast ekki þolendum

Thelma Ásdísardóttir sem sagði sögu sína í bókinni Myndin af pabba sem kom út fyrir jólin segir umfjöllun DV um kynferðisglæpi ekki þjóna hagsmunum þolenda í slíkum málum. Mál þeirra systra hafi lent á síðum blaðanna þegar þau voru til meðferðar í réttarkerfinu og það hafi aukið á vanlíðan þeirra og stuðlað að einelti. Fara verði varlega í allri umfjöllun um þessi mál.

Styðja formann og framkvæmdastjórn

Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands lýsir fullum stuðningi við formann og framkvæmdastjórn félagsins. Aðalstjórnin kom saman til fundar í kvöld og ræddi þar meðal annars uppsögn Arnþórs Helgasonar fyrrum framkvæmdastjóra ÖBÍ.

Misskilningur hjá umboðsmanni Alþingis

Forstjóri Náttúrufræðistofnunar segir álit umboðsmanns Alþingis um úthlutun úr svokölluðum veiðikortastjóði byggt á misskilningi. Hann segir engan sjóð til heldur sé um að ræða greiðslur fyrir veiðikort.

Rektor segist ekki vera að forðast málssókn

Háskólarektor hafnar því að hann sé að forðast málssókn með því að bjóða Steinunni Kristjánsdóttur fornleifafræðingi starf. Atvinnutilboðið kom stuttu eftir að Steinunn tilkynnti að hún myndi leita réttar síns gagnvart skólanum vegna ráðningar í aðra stöðu.

Kvarta undan hærra raforkuverði

Iðnfyrirtæki kvarta sáran undan auknum raforkukostnaði og segja hann fæla framleiðslu úr landi. Iðnaðarráðherra vill þó meina að samkeppni á raforkumarkaði sé farin að skila sér í lægra raforkuverði.

Útbreidd reiði vegna skrifa DV

Eigendur Bónusverslananna fjarlægðu auglýsingar um DV úr verslunum í dag vegna umræðu um sjálfsvíg manns sem var til umfjöllunar á forsíðu og í fréttum blaðsins. Þá hvetja Samtök auglýsenda alla auglýsendur til að sniðganga blaðið og þingmaður Sjálfstæðisflokksins undirbýr frumvarp um bætta réttarstöðu þolenda í meiðyrðamálum og aukna vernd fyrir friðhelgi einkalífsins.

Reyndu tvisvar að kaupa DV

Björgólfsfeðgar hafa í tvígang falast eftir því að kaupa DV, út úr fjölmiðlasamsteypu 365, í því skyni að leggja blaðið niður. Feðgunum líkaði ekki umfjöllun blaðsins um þeirra nánustu.

Lokar í fyrsta sinn yfir 6.000 stigum

Úrvalsvísitalan stóð í 6.009 stigum þegar Kauphöllin lokaði í dag og er það í fyrsta skipti í sögunni sem hún lokar í yfir 6.000 stigum. Hækkun á verði hlutabréfa í úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands fyrstu tólf daga ársins er svo mikil að ef hún héldist yfir allt árið myndi verðmæti hlutabréfa hækka um 1.100 prósent til ársloka.

Keyrt á mann

Maður slasaðist á höfði og fótbrotnaði þegar ekið var á hann á Rauðarárstíg laust fyrir hádegi. Maðurinn, starfsmaður Orkuveitunnar, var að loka götunni vegna framkvæmda þegar keyrt var á hann. Hann var fluttur á sjúkrahús. Þá hafa sautján árekstrar verið tilkynntir til lögreglu í dag.

Nýr formaður almannavarnaráðs

Björn Bjarnason hefur skipað Þorstein Geirsson formann almannavarnaráðs. Þorsteinn, sem er ráðuneytisstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, er formaður ráðsins frá síðustu áramótum að telja og varaformaður hans verður Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.

Afhenti embættisbréf í Liechtenstein

Stefán Haukur Jóhannesson afhenti Alois, erfðaprinsi af Liechtenstein, í dag embættisbréf sitt sem sendiherra Íslands í landinu með aðsetur í Brussel.

Fimmtán vilja smíða varðskip

Fimmtán skiluðu inn umsóknum um þátttöku í lokuðu útboði á smíði nýs varðskips fyrir Landhelgisgæsluna og eru það í öllum tilvikum erlend skipasmíðafélög. Flest eru félögin frá Evrópu en þau fjarlægustu eru í Síle og Kína.

Nær 26.000 hafa undirritað áskorun á DV

Tæplega 26 þúsund manns höfðu klukkan fjögur í dag ritað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem skorað er á blaðamenn og ritstjóra DV að endurskoða ritstjórnarstefnu blaðsins og eigendur blaðsins minntir á þeirra ábyrgð á útgáfunni.

Ekki heil brú í fullyrðingum Jónasar

Þorbjörn Broddason, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir ekki heila brú í fullyrðingum Jónasar Kristjánssonar, ritstjóra DV, um að sannleikur og tillitssemi sé andstæðir pólar í siðareglum blaðamanna.

Auglýsendur sniðgangi DV

Stjórn Samtaka auglýsenda hvetur auglýsendur til að sniðganga DV þar til stjórnendur þess hafa fært siðareglur blaðsins til samræmis við siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Þetta gerir stjórnin þar sem hún telur það skaðlegt fyrir ímynd auglýsenda að auglýsa í blaðinu.

Ófært um Eyrarfjall

Ófært er um Eyrarfjall samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni og víða gerir hálka og skafrenningur ökumönnum erfitt fyrir.

Stefán Jón og Dagur vinsælastir

Stefán Jón Hafstein og Dagur B. Eggertsson njóta mest trausts af þeim sem hafa gefið kost á sér í 1. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningar samkvæmt nýrri könnun Frjálsrar verslunar fyrir vefsvæðið heimur.is. Hvor um sig nýtur stuðnings um 40 prósenta aðspurðra en Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri nýtur stuðnings fjórðungs aðspurðra.

Auglýsingaskilti með forsíðu DV tekin niður

Auglýsingaskilti sem hingað til hafa borið forsíðu DV hafa verið tekin niður í verslunum Bónus. Ákvörðun um þetta var tekin eftir myndbirtingu DV á meintum kynferðisbrotamanni og umræðum vegna málsins.

Of lágt boðið í hlut borgarinnar.

Borgarfulltrúar allra flokka í borgarstjórn Reykjavíkur eru ósáttir við það verð sem ríkisvaldið er reiðubúið að greiða fyrir hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Stjórnvöld eru reiðubúin að greiða 56 milljarða króna en það eru fulltrúar R-lista, Sjálfstæðisflokks og Frjálslynda flokksins sammála um að sé of lágt.

"Við viljum göng!"

Baráttufundur um bættar samgöngur á norðanverðum Vestfjörðum verður haldinn í Víkurbæ, Bolungarvík á laugardaginn næstkomandi klukkan tvö. Undirskriftarlistar verða látnir ganga manna á milli og er yfirskrift þeirra "Við viljum göng!"

Loðnan komin í leitirnar?

Svanur RE-45 kom til hafnar í Vopnafirði í morgun með 250 tonn af loðnu til frystingar. Þetta er fyrsta loðnan sem berst á land í þessari vertíð og var hún átulaus og sæmilega stór.

Búist við átökum hjá ÖBÍ

Búist er við átökum á fundi aðalstjórnar Öryrkjabandalagsins nú síðdegis vegna starfsloka framkvæmdastjórans. Arnþór Helgason hefur ráðið sér lögfræðinginn Gunnar Guðmundsson til að aðstoða sig við eftirmál vegna starfsloka sinna hjá Öryrkjabandalaginu.

Íslensk skúta á Skipper's d'Islande

Áhöfnin á seglskútunni Besta hefur skráð sig í alþjóðlegu siglingakeppnina Skippers d'Islande. Áhöfnin vann Íslandsbikarinn síðast liðið sumar, vann Reykjavíkurmeistaramótið og varð Íslandsmeistari í siglingum.

Vísitala neysluverðs hækkar

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,32 prósent frá fyrra mánuði samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Hækkun á húsnæðisverði og ýmsum liðum, tengdum húsnæði, eins og meðalvöxtum og lóðaleigu, vegur hvað þyngst í hækkuninni auk hækkunar á bensínverði. Vetrarútsölur og lækkun leikskólagjalda ná að slá aðeins á hækkunina. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um hálft prósent, sem jafngildir rétt liðlega tveggja prósenta verðbólgu á ári.

Víða ófært

Klukkan tíu var víða ófært eða illfært á vegum landsins. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að ófært sé fyrir fólksbíla um Holtavörðuheiði, Fróðárheiði og um Klettaháls. Þá er þungfært um Breiðdalsheiði, Ennishálsi og og ófært um Eyrarfjall. .

40 grömm af hassi fundust í bíl og íbúð manns

Lögreglan í Kópavogi handtók mann í nótt eftir að talsvert af fíkniefnum fundust í bíl hans og er hann grunaður um að hafa ætlað að selja efnin. Í framhaldinu var gerð húsleit heima hjá honum og fundust samtals rösklega 40 grömm af hassi.

111% verðmunur á rauðsprettu

Mikill verðmunur er á fiski milli verslana samkvæmt verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði síðastliðinn þriðjudag. Mestur er munurinn 111% á heilli hausaðri rauðsprettu sem kostaði frá 375 krónum upp í 790 krónur.

4 mánuðir skilorðsbundnir fyrir vörslu barnakláms

Karlmaður á þrítugsaldri var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tæplega 800 ljósmyndir af barnaklámi og 60 hreyfimyndir með samskonar efni í fórum sínum, og að veita öðrum aðgang að því.

Sjá næstu 50 fréttir