Innlent

Tekist á um aðfarahæfi

MYND/Vísir

Mál Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og Jóns Ólafssonar var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Annars vegar var tekinn fyrir ágreiningur um aðfararhæfni enska dómsins á Íslandi og hins vegar krafa um að fjárnámsgerð sýslumanns yrði felld úr gildi. Lögmaður Hannesar lagði fram gögn þess efnis að Hannes hafi nú þegar farið fram á endurupptöku málsins fyrir dómstólum í Bretlandi. Krafðist hann þess að málinu yrði frestað hér heima þar til ljóst væri hvernig það mál færi. Málflutningur vegna þessa ágreinings verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn kemur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×