Innlent

Um tuttugu árekstrar í dag

Það urðu fjölmargir árekstrar í höfuðborginni í dag vegna ófærðar og mikill erill var hjá lögreglu. Þetta er mesti snjór í Reykjavík í nokkurn tíma, en hætta er á að ekkert ferðaveður verði á vestanverðu landinu í kvöld.

Þegar íbúar höfuðborgarinnar vöknuðu í morgun var hvít jörð og nokkuð þykkt snjóalag. Umferðin gekk hægt fyrir sig og viðbúið að ýmsir hafi komið of seint til vinnu eða skóla.

Að sögn lögreglunnar í Reykjavíkur hefur verið mikill erill í dag og síðdegis voru árekstrarnir orðnir um tuttugu, en enginn þeirra alvarlegur, fyrir utan banaslysið sem í morgun.

Innanlandsflug hefur gengið nánast samkvæmt áætlun. Reyndar var það aðeins seinna í gang í morgun en áætlað var þar sem nokkurn tíma tók að ryðja flugbrautir, en það hefur gengið vel. Þá höfðu ökumenn snjóruðningstækja nóg að gera við að ryðja götur og halda samgönguleiðum vel greiðfærum. Þrátt fyrir að Íslendingar séu þaulvanir miklum snjó, er þetta engu að síður mesti snjór í Reykjavík í þó nokkuð langan tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×