Fleiri fréttir Ólíklegt að Íslandsbanki sameinist öðrum Hugmyndir um að Íslandsbanki sameinist öðrum banka hafa verið lagðar á hilluna með sölu á fjórðungshlut Straums-Burðaráss í gær, að mati stjórnarformanns bankans. Hann telur að meiri friður skapist nú um eignarhald í bankanum. 9.1.2006 21:00 Álver á Norðurlandi fjórða í röðinni Álver á Norðurlandi stefnir í að verða númer fjögur í röð framkvæmda við frekari álversuppbyggingu hérlendis. Nýtt álver í Helguvík og meiri stækkun í Straumsvík og á Grundartanga verður líklega ofar á listanum en álver á Norðurlandi. 9.1.2006 20:35 Þáttaskil í Baugsmálinu Staðfesting Hæstaréttar á að þeir átta ákæruliðir Baugsmálsins sem eftir standa séu tækir til efnislegrar meðferðar markar þáttaskil segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. 9.1.2006 19:48 Unglingar mótmæltu stóriðjustefnu Ég vil nauðga náttúrunni, ég vil vinna í álveri, ég vil menga umhverfið! Þessi slagorð og fleiri glumdu af vörum ungmenna sem söfnuðust saman síðdegis í dag í móttöku iðnaðarráðuneytisins til að mótmæla stefnu stjórnvalda í virkjunarmálum. Ungmennunum var heitt í hamsi og atgangurinn slíkur að ráðuneytið óskaði eftir aðstoð lögreglu. 9.1.2006 19:45 Fazmofélagi kýldi Sveppa Ofbeldismaður, sem oft hefur verið kærður fyrir líkamlegt ofbeldi, kýldi Sverri Þór Sverrisson úr Strákunum í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Á heimasíðunni tveir.is tekur hann á móti áskorunum eins og Strákarnir á Stöð 2. Þeir sem standa að síðunni eru úr fazmo-genginu svokallaða en á síðunni mæla þeir gegn ofbeldi. 9.1.2006 19:09 Ekki hægt að lækka laun forseta Allt bendir til þess að laun forseta Íslands hækki mest launa ráðamanna og æðstu embættismanna þjóðarinnar. Ástæðan er sú að stjórnarskráin heimilar ekki að laun forseta séu skert á kjörtímabili hans. 9.1.2006 19:05 Vilja leggja Kjaradóm niður Ungir jafnaðarmenn vilja að Kjaradómur verði lagður niður og að laun stjórnmálamanna og annarra þeirra sem Kjaradómur hefur ákveðið breytist hér eftir í takt við almenna launavísitölu. 9.1.2006 18:17 Vilja hækka laun til samræmis við Reykavík Verkalýðsfélag Akraness hefur óskað eftir fundi með bæjarráði Akraness til að ræða launamun hjá starfsmönnum Akranessbæjar annars vegar starfsmönnum Reykjavíkurborgar hins vegar. Í bréfi Verkalýðsfélagsins til bæjaryfirvalda segir að munað geti þrettán til sextán prósentum á launum manna eftir því hvort þeir vinni sömu vinnu í Reykjavík eða á Akranesi. 9.1.2006 18:04 Bíll valt í Bakkaselsbrekku Bíll valt í Bakkaselsbrekku í Öxnadal fyrir nokkrum mínútum. Lögregla er á leið á vettvang til að kanna aðstæður en ekki er talið að slys hafi orðið á fólki. 9.1.2006 17:54 Átján ára sætir gæsluvarðhaldi Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir sextán ára pilti sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nema annan pilt á brott af vinnustað hans og neyða hann til að taka pening út úr hraðbanka til að greiða skuld við þá. 9.1.2006 17:33 Þrettándabrennurnar verða annað kvöld Engar þrettándabrennur eða skemmtanir verða haldnar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld en annað kvöld verður ýmislegt um að vera. Þetta er samkvæmt ákvörðun ábyrgðarmanna brennanna, fulltrúa heilbrigðiseftirlitsins, Veðurstofu, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og löreglunnar. 9.1.2006 17:22 Víða hálka eða hálkublettir Hálka, él og skafrenningur gerir vart við sig á nokkrum stöðum í kringum landið en færð er best á Norðaustur- og Suðausturlandi. Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði, í Þrengslum og á Sandskeiði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. 9.1.2006 16:58 Arnþór hættur hjá ÖBÍ Arnþór Helgason hefur hætt störfum sem framkvæmdarstjóri Öryrkjabandalags Íslands. Engar skýringar hafa verið gefnar á uppsögn Arnþórs og hvorki hann né formaður Öryrkjabandalagins, Sigursteinn Másson vildu tjá sig um málið við fjölmiðla. 9.1.2006 16:46 Verð Actavis hækkaði um fimm prósent Hlutabréf í Actavis hafa hækkað um 5,06 prósent í dag en um miðjan dag var tilkynnt um rúmlega hundrað milljarða lántöku fyrirtækisins hjá sex erlendum bönkum. Alls hafa bréf í félaginu hækkað um 12,65 prósent frá áramótum. 9.1.2006 16:37 Mótmæltu í iðnaðarráðuneytinu Um fimmtán til tuttugu ungmenni tóku sér stöðu í iðnaðarráðuneytinu á fjórða tímanum til að mótmæla stóriðjustefnu stjórnvalda. Lögregla var kölluð til en þurfti ekki af hafa afskipti af unga fólkinu sem yfirgaf ráðuneytið þegar klukkan sló fjögur og dyrum þess var lokað. 9.1.2006 16:19 Kröfu verjenda í Baugsmáli hafnað Hæstiréttur hafnaði í dag beiðni verjenda í Baugsmálinu um að þeim átta ákæruliðum sem eftir standa í málinu yrði vísað frá dómi. Verjendur höfðu krafist þess að málinu yrði vísað frá þar sem enginn hæfur saksóknari hefði verið mættur í dómssal þegar það var tekið fyrir á síðasta ári. 9.1.2006 15:45 Flosi gefur kost á sér í fjórða sætið í Kópavogi Flosi Eiríksson, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs til tveggja kjörtímabila, hyggst gefa kost á sér í fjórða sæti á lista flokksins í prófkjöri fyrir bæjarstjórnarkosningar sem fram fer 4. febrúar næstkomandi. Flosi sagði í samtali við NFS að ástæðan fyrir því að hann gæfi kost á sér í fjórða sætið nú væri sú að Samfylkingin ætti nú þrjá menn í bæjarstjórn og hann vildi með þessu reyna að fjölga fullrúunum. 9.1.2006 15:38 Engin viðbrögð hérlendis ákveðin Engin viðbrögð af hálfu íslenskra heilbrigðisyfirvalda hafa verið ákveðin í ljósi nýjustu frétta af fugleflensuveirunni. Flensan breiðist út í Tyrklandi og gæti því tekið sig upp í Vestur-Evrópu á næstunni. 9.1.2006 15:12 300 þúsundasti landsmaðurinn er piltur Drengur sem fæddist á fæðingardeild Landspítala - Háskólasjúkrahúss á sjöunda tímanum í morgun varð 300 þúsundasti landsmaðurinn. Foreldrar hans eru Erla María Andrésdóttir og Haraldur Arnarson en þau búa í Reykjanesbæ. 9.1.2006 15:04 Vill hætta við framkvæmdur við Þjórsárver Samfylkingin vill að hætt verði við öll áform um orkuframkvæmdir á Þjórsárverasvæðinu og vill að friðland Þjórsárvera verði stækkað verulega. Þetta kemur fram í yfirlýsingu þingflokks Samfylkingar sem telur áætlanir um framkvæmdir við Norðlingaöldu og víðar í nágrenni Þjórsárvera komnar í öngstræti. 9.1.2006 14:56 Tóku 100 milljarða að láni Actavis hefur tekið lán upp á rúmlega 100 milljarða króna. Sex erlendir bankar veita lánið sem er tekið í bandarískum dollurum og að upphæð 1,27 milljarðar í þeim gjaldmiðli. 9.1.2006 14:45 Borgarbúar hvattir til að senda inn hugmyndir varðandi umhverfismál Reykjavíkurborg óskar nú eftir hugmyndum frá borgarbúum varðandi umhverfismál. Allar hugmyndir, stórar sem smáar, gætu orðið að veruleika þegar fram líða stundir. 9.1.2006 13:58 Mikill verðmunur á nikótínlyfjum Algengur verðmunur á nikótínlyfjum er 25-30 prósent. Þetta kemur fram í verðkönnun neytendasamtakanna. Mestur var munurinn 45% á munnsogstöflumfrá Nicotinell. Hæsta verð var lang oftast hjá Lyfjum og heilsu eða í 22 tilvikum. Lægsta verð var oftast í Skipholtsapóteki eða í 16 tilvikum og hjá Lyfjaveri í 14 tilvikum. 9.1.2006 12:55 Enn lýst eftir árásarmanni Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir hugsanlegum vitnum að því þegar ráðist var á unga stúlku á Sogavegi á föstudagskvöld. Maðurinn var á rauðum, eða dökkrauðum fólksbíl, sem líkist Subarau Impresa, en gæti þó verið stærri bíll. 9.1.2006 12:44 Níutíu kærðir fyrir smygl Um níutíu kæruskýrslur voru gerðar hjá embætti sýslumannsins á Seyðisfirði um helgina, flestar vegna smygltilrauna. Óvenju mikil umferð var um Egilsstaðaflugvöll um helgina. 9.1.2006 12:26 Innflutningur jókst um þriðjung á síðasta ári Innflutningur til landsins jókst um þriðjung á nýliðnu ári miðað við árið 2004. Ástæðuna má að miklu leyti rekja til stóriðjuframkvæmda og stóraukins bílainnflutnings. 9.1.2006 12:23 Andri Snær valinn á fyrirlestraröð í Columbiu-háskóla Andri Snær Magnason rithöfundur hefur verið valinn einn af fimm fyrirlesurum til að ávarpa nemendur í Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. Fyrirlestraröð vorannar er undir yfirskriftinni „Orð og gjörðir" en aðrir fyrirlesarar verða m.a. George Bizos, lögfræðingur Nelsons Mandela. Columbiu-háskóli er einn virtasti háskóli í heimi. 9.1.2006 10:54 Sterling vill flytja flugmenn nauðungarflutningum Sterling-flugfélagið, sem er í eigu Íslendinga, vill flytja danska flugmenn nauðungarflutningum til annarra landa á Norðurlöndunum að sögn Jótlandspóstsins. Skýringin er sú að Sterling hefur nú starfsstöðvar í Osló, Stokkhólmi og Gautaborg og vill að hluti flugmannanna verði framvegis búsettur þar í sparnaðarskyni. 9.1.2006 08:38 Nokkrir höfnuðu utan vegar á Hellisheiði Nokkrir ökumenn misstu stjórn á bílum sínum sem höfnuðu utan vegar þegar óveður gerði á Hellisheiði í gærkvöldi. Enga í bílunum sakaði og heldur ekki í pallbíl sem valt þar út af veginum fyrr um kvöldið. 9.1.2006 08:33 Verið er að hreinsa vegi á Vestfjörðum Verið er að hreinsa vegi á sunnanverðum Vestfjörðum en flughált og snjóþekja er í Ísafjarðardjúpi. Þæfingur er á Steingrímsfjarðarheiði. Á Vesturlandi er hálka og hálkublettir og hálkublettir eru sömuleiðis á Norðurlandi. Greiðfært er um Norðaustur-, Austur- og Suðausturlandi. Þá eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrenglsum en aðrar leiðir á Suðurlandi eru greiðfærar. 9.1.2006 07:42 Þrjú hundruð þúsundasti Íslendingurinn er fæddur Þrjú hundruð þúsundasti Íslendingurinn er fæddur samkvæmt vefsíðu Hagstofunnar fyrir stundu. Ekki liggur fyrir hvar hann fæddist, eða neitt nánar, að svo stöddu. Þetta gerðist heldur fyrr en reiknað hafði verið með því spár bentu til þess að áfanganum yrði náð undir lok mánaðarins eða snemma í febrúar. 9.1.2006 07:34 Leiðindaveður á Hellisheiði í gærkvöldi Nokkrir ökumenn misstu stjórn á bílum sínum, sem höfnuðu utan vegar, þegar óveður gerði á Hellisheiði í gærkvöldi. Enga í bílunum sakaði og heldur ekki í pallbíl, sem valt þar út af veginum fyrr um kvöldið. Lögregla kom ökumönnum til aðstoðar, en ekki kom til þess að kalla þyrfti út björgunarsveitir. 9.1.2006 09:24 Samfylkingin í Kópavogi fundar um leikskólamálin Samfylkingin í Kópavogi boðar til opins fundar um leikskólamálin í Kópavogi annað kvöld. Á fundinum verður rætt um starfsmannamál, stöðu barna og foreldra og hvernig leysa megi vandann sem skapast hefur í leikskólamálum í sveitafélaginu. 8.1.2006 16:21 Hringvegurinn gæti styttst um 13 kílómetra Verið er að kanna möguleika á að leggja nýjan veg norðan Svínavatns í Austur-Húnavatnssýslu. Það er Leið ehf. félag um einkafjarmögnun vegamannvirkja sem fékk rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri til að gera skýrslu um fjárhagslega arðsemi tæplega 16 kílómetra langs vegakafla sem myndi stytta þjóðveginn um 13 kílómetra. 8.1.2006 16:11 Breskir hundar of feitir Eins og eigendur þeirra verða breskir hundar sífellt feitari og afleiðingin er alls kyns sjúkdómar sem fylgja offtitu. Líkt og of feitt mannfólk þjást æ fleiri hundar af hjartasjúkdómum, sykursýki og gigt sem er bein afleiðing offtitu. Könnun í Bretlandi leiddi í ljós að rúmlega þrjátíu prósent hunda voru of feitir en þrátt fyrir það eru þeir ekki settir í megrun af eigendum sínum frekar á lyf. 8.1.2006 15:00 Enginn morgunmatur ávísun á offitu Börn sem sleppa morgunmat eru mun líklegri til að verða of feit en þau sem nærast vel á morgnana. Þetta kemur fram í nýlegri ítalskri rannsókn sem framkvæmd var á stóru úrtaki barna á aldrinum sex til fjórtán ára. Þar kom fram að einn þriðji þeirra barna sem ekki borðuðu morgunmat átti við offituvandamál að stríða og tíu prósent voru í feitara lagi. 8.1.2006 15:00 Nýr frystitogari til Eskifjarðar Aðalsteinn Jónsson, eða Alli ríki fyrrverandi athafnamaður á Eskifirði, er á farinn úr plássinu þar sem ekki er rúm fyrir hann á elliheimilinu. Staðgengill hans, Aðalsteinn Jónsson SU 11, frystitogari í eigu Eskju, sem mun í framtíðinni gera út frá þorpinu, var hinsvegar vígður við hátíðlega athöfn í gær. 8.1.2006 14:00 Hollendingar í Pakistan kvarta undan áfengisbanni Hollenskar hersveitir sem vinna að björugnarstörfum í Pakistan kvarta undan áfengisbanni og segja björgunarmönnum mismunað eftir þjóðernum. Á sama síma og þeim sé meinað að drekka sitji spænskar og breskar herdeildir að sumbli við varðeldana. Þeir segja Spánverja keyra um með heilu hlössin af bjór og að Bretar hæðist að því að þeir séu allsgáðir alla daga. 8.1.2006 13:52 Fimm þúsund í Laugardalshöllinni í gærkvöldi Rúmlega 5000 manns mættu til styrktar verndun íslenskrar náttúru í Laugardalshöllinni í gærkvöld enda ekki á hverjum degi sem Björk, Sigur Rós, Mugison, hinir bresku Damien Rice og Damon Albarn koma saman á Íslandi og telja í - allt í nafni náttúruverndar og gegn stóriðjuframkvæmdum og öðru raski á hálendinu. 8.1.2006 13:28 Fuglaflensa greinist í mönnum í höfuðborg Tyrklands Tvö tilfelli fuglaflensu greindust í mönnum í Ankara höfuðborg Tyrklands í dag. Einnig greindust tvö tilfelli í dauðum kjúklingum í tveimur þorpum í austurhluta landsins. Ekki er vitað hvort um hinn banvæna stofn H5N1 er að ræða eða hvort veiran hafi borist í menn. Þorpin eru bæði í einangrun. 8.1.2006 13:24 Félagsmálaráðherra í leyfi næstu vikurnar Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, verður í leyfi frá störfum næstu vikur vegna veikinda eiginkonu sinnar. Áætlað er að ráðherrann taki aftur til starfa í byrjun febrúar. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, gegnir embætti félagsmálaráðherra í fjarveru Árna en Sæunn Stefánsdóttir varaþingmaður tekur sæti Árna á Alþingi. 8.1.2006 12:30 Búið að moka vegi víða á Vestfjörðum Búið er að moka Kleifarheiði, Hálfdán og Gemlufallsheiði á Vestfjörðum. Verið er að moka Klettsháls, Steingrímsfjarðarheiði og Ísafjarðardjúp, þó ekki Eyrarfjall. Það eru hálkublettir á Ströndum og í Húnavatnssýslum og eins á Lágheiði, Öxnadalsheiði og í Víkurskarði en þar fyrir austan er greiðfært um Norðausturland og Austurland. 8.1.2006 11:58 Enn leitað vitna að árás á stúlku sem beið í strætóbiðskýli Rannsóknarlögreglan leitar enn vitna að árás karlmanns á 16 ára gamalli stúlku í strætóskýli við Miklubraut á föstudagskvöldið. Stúlkan var að bíða eftir strætosvagni í biðskýli milli hálf-níu og níu og lenti í átökum við karlmann. Átökin bárust að Sogavegi þar sem stúlkunni tókst að losa sig frá manninum. 8.1.2006 11:51 Nefnd um flutning heilbrigðisþjónustu bíður enn svara Nefnd um flutning heilbrigðisþjónustu til sveitarfélaga skilaði áliti sínu fyrir rúmu ári síðan og bíður enn viðbragða. Ástæðan fyrir biðinni er tregða sveitarfélaga til sameiningar, segir heilbrigðisráðherra. 8.1.2006 11:47 Gefur ekki kost á sér í sameiginlegu prófkjöri fyrir sveitastjórnarkosningarnar Bryndís Friðgeirsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Ísafirði mun ekki gefa kost á sér í sameiginlegu prófkjöri minnihlutaflokkanna fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor. Bryndís hefur verið í bæjarstjórn á Ísafirði og í Ísafjarðarbæ meira og minna í um 15 ár. 8.1.2006 11:16 Sjá næstu 50 fréttir
Ólíklegt að Íslandsbanki sameinist öðrum Hugmyndir um að Íslandsbanki sameinist öðrum banka hafa verið lagðar á hilluna með sölu á fjórðungshlut Straums-Burðaráss í gær, að mati stjórnarformanns bankans. Hann telur að meiri friður skapist nú um eignarhald í bankanum. 9.1.2006 21:00
Álver á Norðurlandi fjórða í röðinni Álver á Norðurlandi stefnir í að verða númer fjögur í röð framkvæmda við frekari álversuppbyggingu hérlendis. Nýtt álver í Helguvík og meiri stækkun í Straumsvík og á Grundartanga verður líklega ofar á listanum en álver á Norðurlandi. 9.1.2006 20:35
Þáttaskil í Baugsmálinu Staðfesting Hæstaréttar á að þeir átta ákæruliðir Baugsmálsins sem eftir standa séu tækir til efnislegrar meðferðar markar þáttaskil segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. 9.1.2006 19:48
Unglingar mótmæltu stóriðjustefnu Ég vil nauðga náttúrunni, ég vil vinna í álveri, ég vil menga umhverfið! Þessi slagorð og fleiri glumdu af vörum ungmenna sem söfnuðust saman síðdegis í dag í móttöku iðnaðarráðuneytisins til að mótmæla stefnu stjórnvalda í virkjunarmálum. Ungmennunum var heitt í hamsi og atgangurinn slíkur að ráðuneytið óskaði eftir aðstoð lögreglu. 9.1.2006 19:45
Fazmofélagi kýldi Sveppa Ofbeldismaður, sem oft hefur verið kærður fyrir líkamlegt ofbeldi, kýldi Sverri Þór Sverrisson úr Strákunum í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Á heimasíðunni tveir.is tekur hann á móti áskorunum eins og Strákarnir á Stöð 2. Þeir sem standa að síðunni eru úr fazmo-genginu svokallaða en á síðunni mæla þeir gegn ofbeldi. 9.1.2006 19:09
Ekki hægt að lækka laun forseta Allt bendir til þess að laun forseta Íslands hækki mest launa ráðamanna og æðstu embættismanna þjóðarinnar. Ástæðan er sú að stjórnarskráin heimilar ekki að laun forseta séu skert á kjörtímabili hans. 9.1.2006 19:05
Vilja leggja Kjaradóm niður Ungir jafnaðarmenn vilja að Kjaradómur verði lagður niður og að laun stjórnmálamanna og annarra þeirra sem Kjaradómur hefur ákveðið breytist hér eftir í takt við almenna launavísitölu. 9.1.2006 18:17
Vilja hækka laun til samræmis við Reykavík Verkalýðsfélag Akraness hefur óskað eftir fundi með bæjarráði Akraness til að ræða launamun hjá starfsmönnum Akranessbæjar annars vegar starfsmönnum Reykjavíkurborgar hins vegar. Í bréfi Verkalýðsfélagsins til bæjaryfirvalda segir að munað geti þrettán til sextán prósentum á launum manna eftir því hvort þeir vinni sömu vinnu í Reykjavík eða á Akranesi. 9.1.2006 18:04
Bíll valt í Bakkaselsbrekku Bíll valt í Bakkaselsbrekku í Öxnadal fyrir nokkrum mínútum. Lögregla er á leið á vettvang til að kanna aðstæður en ekki er talið að slys hafi orðið á fólki. 9.1.2006 17:54
Átján ára sætir gæsluvarðhaldi Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir sextán ára pilti sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nema annan pilt á brott af vinnustað hans og neyða hann til að taka pening út úr hraðbanka til að greiða skuld við þá. 9.1.2006 17:33
Þrettándabrennurnar verða annað kvöld Engar þrettándabrennur eða skemmtanir verða haldnar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld en annað kvöld verður ýmislegt um að vera. Þetta er samkvæmt ákvörðun ábyrgðarmanna brennanna, fulltrúa heilbrigðiseftirlitsins, Veðurstofu, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og löreglunnar. 9.1.2006 17:22
Víða hálka eða hálkublettir Hálka, él og skafrenningur gerir vart við sig á nokkrum stöðum í kringum landið en færð er best á Norðaustur- og Suðausturlandi. Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði, í Þrengslum og á Sandskeiði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. 9.1.2006 16:58
Arnþór hættur hjá ÖBÍ Arnþór Helgason hefur hætt störfum sem framkvæmdarstjóri Öryrkjabandalags Íslands. Engar skýringar hafa verið gefnar á uppsögn Arnþórs og hvorki hann né formaður Öryrkjabandalagins, Sigursteinn Másson vildu tjá sig um málið við fjölmiðla. 9.1.2006 16:46
Verð Actavis hækkaði um fimm prósent Hlutabréf í Actavis hafa hækkað um 5,06 prósent í dag en um miðjan dag var tilkynnt um rúmlega hundrað milljarða lántöku fyrirtækisins hjá sex erlendum bönkum. Alls hafa bréf í félaginu hækkað um 12,65 prósent frá áramótum. 9.1.2006 16:37
Mótmæltu í iðnaðarráðuneytinu Um fimmtán til tuttugu ungmenni tóku sér stöðu í iðnaðarráðuneytinu á fjórða tímanum til að mótmæla stóriðjustefnu stjórnvalda. Lögregla var kölluð til en þurfti ekki af hafa afskipti af unga fólkinu sem yfirgaf ráðuneytið þegar klukkan sló fjögur og dyrum þess var lokað. 9.1.2006 16:19
Kröfu verjenda í Baugsmáli hafnað Hæstiréttur hafnaði í dag beiðni verjenda í Baugsmálinu um að þeim átta ákæruliðum sem eftir standa í málinu yrði vísað frá dómi. Verjendur höfðu krafist þess að málinu yrði vísað frá þar sem enginn hæfur saksóknari hefði verið mættur í dómssal þegar það var tekið fyrir á síðasta ári. 9.1.2006 15:45
Flosi gefur kost á sér í fjórða sætið í Kópavogi Flosi Eiríksson, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs til tveggja kjörtímabila, hyggst gefa kost á sér í fjórða sæti á lista flokksins í prófkjöri fyrir bæjarstjórnarkosningar sem fram fer 4. febrúar næstkomandi. Flosi sagði í samtali við NFS að ástæðan fyrir því að hann gæfi kost á sér í fjórða sætið nú væri sú að Samfylkingin ætti nú þrjá menn í bæjarstjórn og hann vildi með þessu reyna að fjölga fullrúunum. 9.1.2006 15:38
Engin viðbrögð hérlendis ákveðin Engin viðbrögð af hálfu íslenskra heilbrigðisyfirvalda hafa verið ákveðin í ljósi nýjustu frétta af fugleflensuveirunni. Flensan breiðist út í Tyrklandi og gæti því tekið sig upp í Vestur-Evrópu á næstunni. 9.1.2006 15:12
300 þúsundasti landsmaðurinn er piltur Drengur sem fæddist á fæðingardeild Landspítala - Háskólasjúkrahúss á sjöunda tímanum í morgun varð 300 þúsundasti landsmaðurinn. Foreldrar hans eru Erla María Andrésdóttir og Haraldur Arnarson en þau búa í Reykjanesbæ. 9.1.2006 15:04
Vill hætta við framkvæmdur við Þjórsárver Samfylkingin vill að hætt verði við öll áform um orkuframkvæmdir á Þjórsárverasvæðinu og vill að friðland Þjórsárvera verði stækkað verulega. Þetta kemur fram í yfirlýsingu þingflokks Samfylkingar sem telur áætlanir um framkvæmdir við Norðlingaöldu og víðar í nágrenni Þjórsárvera komnar í öngstræti. 9.1.2006 14:56
Tóku 100 milljarða að láni Actavis hefur tekið lán upp á rúmlega 100 milljarða króna. Sex erlendir bankar veita lánið sem er tekið í bandarískum dollurum og að upphæð 1,27 milljarðar í þeim gjaldmiðli. 9.1.2006 14:45
Borgarbúar hvattir til að senda inn hugmyndir varðandi umhverfismál Reykjavíkurborg óskar nú eftir hugmyndum frá borgarbúum varðandi umhverfismál. Allar hugmyndir, stórar sem smáar, gætu orðið að veruleika þegar fram líða stundir. 9.1.2006 13:58
Mikill verðmunur á nikótínlyfjum Algengur verðmunur á nikótínlyfjum er 25-30 prósent. Þetta kemur fram í verðkönnun neytendasamtakanna. Mestur var munurinn 45% á munnsogstöflumfrá Nicotinell. Hæsta verð var lang oftast hjá Lyfjum og heilsu eða í 22 tilvikum. Lægsta verð var oftast í Skipholtsapóteki eða í 16 tilvikum og hjá Lyfjaveri í 14 tilvikum. 9.1.2006 12:55
Enn lýst eftir árásarmanni Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir hugsanlegum vitnum að því þegar ráðist var á unga stúlku á Sogavegi á föstudagskvöld. Maðurinn var á rauðum, eða dökkrauðum fólksbíl, sem líkist Subarau Impresa, en gæti þó verið stærri bíll. 9.1.2006 12:44
Níutíu kærðir fyrir smygl Um níutíu kæruskýrslur voru gerðar hjá embætti sýslumannsins á Seyðisfirði um helgina, flestar vegna smygltilrauna. Óvenju mikil umferð var um Egilsstaðaflugvöll um helgina. 9.1.2006 12:26
Innflutningur jókst um þriðjung á síðasta ári Innflutningur til landsins jókst um þriðjung á nýliðnu ári miðað við árið 2004. Ástæðuna má að miklu leyti rekja til stóriðjuframkvæmda og stóraukins bílainnflutnings. 9.1.2006 12:23
Andri Snær valinn á fyrirlestraröð í Columbiu-háskóla Andri Snær Magnason rithöfundur hefur verið valinn einn af fimm fyrirlesurum til að ávarpa nemendur í Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. Fyrirlestraröð vorannar er undir yfirskriftinni „Orð og gjörðir" en aðrir fyrirlesarar verða m.a. George Bizos, lögfræðingur Nelsons Mandela. Columbiu-háskóli er einn virtasti háskóli í heimi. 9.1.2006 10:54
Sterling vill flytja flugmenn nauðungarflutningum Sterling-flugfélagið, sem er í eigu Íslendinga, vill flytja danska flugmenn nauðungarflutningum til annarra landa á Norðurlöndunum að sögn Jótlandspóstsins. Skýringin er sú að Sterling hefur nú starfsstöðvar í Osló, Stokkhólmi og Gautaborg og vill að hluti flugmannanna verði framvegis búsettur þar í sparnaðarskyni. 9.1.2006 08:38
Nokkrir höfnuðu utan vegar á Hellisheiði Nokkrir ökumenn misstu stjórn á bílum sínum sem höfnuðu utan vegar þegar óveður gerði á Hellisheiði í gærkvöldi. Enga í bílunum sakaði og heldur ekki í pallbíl sem valt þar út af veginum fyrr um kvöldið. 9.1.2006 08:33
Verið er að hreinsa vegi á Vestfjörðum Verið er að hreinsa vegi á sunnanverðum Vestfjörðum en flughált og snjóþekja er í Ísafjarðardjúpi. Þæfingur er á Steingrímsfjarðarheiði. Á Vesturlandi er hálka og hálkublettir og hálkublettir eru sömuleiðis á Norðurlandi. Greiðfært er um Norðaustur-, Austur- og Suðausturlandi. Þá eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrenglsum en aðrar leiðir á Suðurlandi eru greiðfærar. 9.1.2006 07:42
Þrjú hundruð þúsundasti Íslendingurinn er fæddur Þrjú hundruð þúsundasti Íslendingurinn er fæddur samkvæmt vefsíðu Hagstofunnar fyrir stundu. Ekki liggur fyrir hvar hann fæddist, eða neitt nánar, að svo stöddu. Þetta gerðist heldur fyrr en reiknað hafði verið með því spár bentu til þess að áfanganum yrði náð undir lok mánaðarins eða snemma í febrúar. 9.1.2006 07:34
Leiðindaveður á Hellisheiði í gærkvöldi Nokkrir ökumenn misstu stjórn á bílum sínum, sem höfnuðu utan vegar, þegar óveður gerði á Hellisheiði í gærkvöldi. Enga í bílunum sakaði og heldur ekki í pallbíl, sem valt þar út af veginum fyrr um kvöldið. Lögregla kom ökumönnum til aðstoðar, en ekki kom til þess að kalla þyrfti út björgunarsveitir. 9.1.2006 09:24
Samfylkingin í Kópavogi fundar um leikskólamálin Samfylkingin í Kópavogi boðar til opins fundar um leikskólamálin í Kópavogi annað kvöld. Á fundinum verður rætt um starfsmannamál, stöðu barna og foreldra og hvernig leysa megi vandann sem skapast hefur í leikskólamálum í sveitafélaginu. 8.1.2006 16:21
Hringvegurinn gæti styttst um 13 kílómetra Verið er að kanna möguleika á að leggja nýjan veg norðan Svínavatns í Austur-Húnavatnssýslu. Það er Leið ehf. félag um einkafjarmögnun vegamannvirkja sem fékk rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri til að gera skýrslu um fjárhagslega arðsemi tæplega 16 kílómetra langs vegakafla sem myndi stytta þjóðveginn um 13 kílómetra. 8.1.2006 16:11
Breskir hundar of feitir Eins og eigendur þeirra verða breskir hundar sífellt feitari og afleiðingin er alls kyns sjúkdómar sem fylgja offtitu. Líkt og of feitt mannfólk þjást æ fleiri hundar af hjartasjúkdómum, sykursýki og gigt sem er bein afleiðing offtitu. Könnun í Bretlandi leiddi í ljós að rúmlega þrjátíu prósent hunda voru of feitir en þrátt fyrir það eru þeir ekki settir í megrun af eigendum sínum frekar á lyf. 8.1.2006 15:00
Enginn morgunmatur ávísun á offitu Börn sem sleppa morgunmat eru mun líklegri til að verða of feit en þau sem nærast vel á morgnana. Þetta kemur fram í nýlegri ítalskri rannsókn sem framkvæmd var á stóru úrtaki barna á aldrinum sex til fjórtán ára. Þar kom fram að einn þriðji þeirra barna sem ekki borðuðu morgunmat átti við offituvandamál að stríða og tíu prósent voru í feitara lagi. 8.1.2006 15:00
Nýr frystitogari til Eskifjarðar Aðalsteinn Jónsson, eða Alli ríki fyrrverandi athafnamaður á Eskifirði, er á farinn úr plássinu þar sem ekki er rúm fyrir hann á elliheimilinu. Staðgengill hans, Aðalsteinn Jónsson SU 11, frystitogari í eigu Eskju, sem mun í framtíðinni gera út frá þorpinu, var hinsvegar vígður við hátíðlega athöfn í gær. 8.1.2006 14:00
Hollendingar í Pakistan kvarta undan áfengisbanni Hollenskar hersveitir sem vinna að björugnarstörfum í Pakistan kvarta undan áfengisbanni og segja björgunarmönnum mismunað eftir þjóðernum. Á sama síma og þeim sé meinað að drekka sitji spænskar og breskar herdeildir að sumbli við varðeldana. Þeir segja Spánverja keyra um með heilu hlössin af bjór og að Bretar hæðist að því að þeir séu allsgáðir alla daga. 8.1.2006 13:52
Fimm þúsund í Laugardalshöllinni í gærkvöldi Rúmlega 5000 manns mættu til styrktar verndun íslenskrar náttúru í Laugardalshöllinni í gærkvöld enda ekki á hverjum degi sem Björk, Sigur Rós, Mugison, hinir bresku Damien Rice og Damon Albarn koma saman á Íslandi og telja í - allt í nafni náttúruverndar og gegn stóriðjuframkvæmdum og öðru raski á hálendinu. 8.1.2006 13:28
Fuglaflensa greinist í mönnum í höfuðborg Tyrklands Tvö tilfelli fuglaflensu greindust í mönnum í Ankara höfuðborg Tyrklands í dag. Einnig greindust tvö tilfelli í dauðum kjúklingum í tveimur þorpum í austurhluta landsins. Ekki er vitað hvort um hinn banvæna stofn H5N1 er að ræða eða hvort veiran hafi borist í menn. Þorpin eru bæði í einangrun. 8.1.2006 13:24
Félagsmálaráðherra í leyfi næstu vikurnar Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, verður í leyfi frá störfum næstu vikur vegna veikinda eiginkonu sinnar. Áætlað er að ráðherrann taki aftur til starfa í byrjun febrúar. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, gegnir embætti félagsmálaráðherra í fjarveru Árna en Sæunn Stefánsdóttir varaþingmaður tekur sæti Árna á Alþingi. 8.1.2006 12:30
Búið að moka vegi víða á Vestfjörðum Búið er að moka Kleifarheiði, Hálfdán og Gemlufallsheiði á Vestfjörðum. Verið er að moka Klettsháls, Steingrímsfjarðarheiði og Ísafjarðardjúp, þó ekki Eyrarfjall. Það eru hálkublettir á Ströndum og í Húnavatnssýslum og eins á Lágheiði, Öxnadalsheiði og í Víkurskarði en þar fyrir austan er greiðfært um Norðausturland og Austurland. 8.1.2006 11:58
Enn leitað vitna að árás á stúlku sem beið í strætóbiðskýli Rannsóknarlögreglan leitar enn vitna að árás karlmanns á 16 ára gamalli stúlku í strætóskýli við Miklubraut á föstudagskvöldið. Stúlkan var að bíða eftir strætosvagni í biðskýli milli hálf-níu og níu og lenti í átökum við karlmann. Átökin bárust að Sogavegi þar sem stúlkunni tókst að losa sig frá manninum. 8.1.2006 11:51
Nefnd um flutning heilbrigðisþjónustu bíður enn svara Nefnd um flutning heilbrigðisþjónustu til sveitarfélaga skilaði áliti sínu fyrir rúmu ári síðan og bíður enn viðbragða. Ástæðan fyrir biðinni er tregða sveitarfélaga til sameiningar, segir heilbrigðisráðherra. 8.1.2006 11:47
Gefur ekki kost á sér í sameiginlegu prófkjöri fyrir sveitastjórnarkosningarnar Bryndís Friðgeirsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Ísafirði mun ekki gefa kost á sér í sameiginlegu prófkjöri minnihlutaflokkanna fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor. Bryndís hefur verið í bæjarstjórn á Ísafirði og í Ísafjarðarbæ meira og minna í um 15 ár. 8.1.2006 11:16