Innlent

Sterling vill flytja flugmenn nauðungarflutningum

MYND/Vísir

Sterling-flugfélagið, sem er í eigu Íslendinga, vill flytja danska flugmenn nauðungarflutningum til annarra landa á Norðurlöndunum að sögn Jótlandspóstsins. Skýringin er sú að Sterling hefur nú starfsstöðvar í Osló, Stokkhólmi og Gautaborg og vill að hluti flugmannanna verði framvegis búsettur þar í sparnaðarskyni. 380 flugmenn eru nú í þjónustu félagsins, nær allir búsettir í Danmörku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×