Fleiri fréttir

Félagsmálaráðherra efnir til víðtæks samráðs um framtíð húsnæðislána ríkisins

Félagsmálaráðherra ætlar að efna til víðtæks samráðs um framtíð húsnæðislána ríkisins. Starfshópur á vegum ráðherra telur koma til greina að þróa Íbúðalánasjóð í átt til heildsölubanka. Að mati hópsins kemur tvennt til greina, að Íbúðalánasjóður verði rekin áfram í lítið breyttri mynd eða verði heildsölubanki.

Nefnd um flutning heilbrigðisþjónustunnar til sveitarfélaga bíður svara

Nefnd um flutning verkefna á sviði heilbrigðismála frá ríki til sveitarfélaga skilaði skýrslu sinni til heilbrigðisráðherra fyrir meira en ári en þó hafa enn engin viðbrögð borist frá Ráðuneytinu. Þetta kom fram í viðtali við Dag B. Eggertsson, í þættinum Skaftahlíð 24 á NFS í dag.

Eldur í bílskúr við Safamýri

Mikill eldur varð laus í bílskúr við Safamýri í Reykjavík á fjórða tímanum í dag. Tveir dælubílar voru sendir á staðinn og enn var verið að ráða niðurlögum eldsins klukkan fjögur. Bílskúrinn var áfastur íbúðarhúsi að hluta engin slys urðu á fólki þar sem húsráðendur voru ekki heima við. Ekki er vitað um upptök eldsins.

Skopmyndir af Múhammeð ekki kæruverðar

Saksóknari í Viborg í Danmörku hefur vísað frá kæru ellefu múslimasamtaka á hendur Jótlandspóstinum. Múslimasamtökin kærðu Jótlandspóstinn fyrir birtingu skopmynda af spámanninum Múhammeð. Lögmaðurinn segir birtingu myndanna hvorki brjóta lög um mismunun eftir trú og kynþætt,i né lög um guðlast. Múslimar eru æfir vegna þessa og ætla með málið fyrir hæstarétt.

Ráðist á stúlku í strætóskýli í gærkvöldi

Lögreglan í Reykjavík rannsakar atvik sem átti sér stað í gærkvöldi, föstudaginn 6. janúar um kl: 20.30 til 21.00, í biðskýli Strætó við Miklubraut, gegnt Skeifunni, í akstursleið austur. Þar er talið að veist hafi verið að ungri stúlku sem beið þar eftir strætisvagni.og að til átaka hafi komið milli hennar og árásarmannsins. Átökin munu hafa borist í átt að Sogavegi áður en stúlkan náði að losa sig frá árásarmanninum.

Opinn fundur um Norðlingaölduveitu í Norræna húsinu í dag

Átta félagasamtök sem láta sig varða umhverfisvernd efna í dag til opins fundar um mikilvægi þess að vernda Þjórsárver og koma þannig í veg fyrir Norðlingaölduveitu. Yfirskrift fundarins er "Þjórsárver eru þjóðargersemi sem ekki má spilla" en fundurinn verður haldinn í Norræna húsinu og hefst klukkan hálftvö.

Eyþór Arnalds tilkynnnir viðbrögð við framboðsáskorun Sunnlendinga

Eyþór Arnalds heldur fund í Tryggvaskála á Selfossi klukkan fjögur í dag. Þar ætlar að tilkynna viðbrögð sín við auglýsingu í Sunnlenska fréttablaðinu í vikunni. Þar skoruðu eitthundrað og fimmtíu sunnlendingar á hann að gefa kost á sér í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkin í komandi sveitarstjórnarkosnigum í vor.

Starfshópur um Íbúðalánasjóð vill jafnvel heildsölubanka

Starfshópur á vegum félagsmálaráðuneytisins, sem falið var að leggja mat á stöðu Íbúðalánasjóðs og möguleika sjóðsins við breyttar markaðsaðstæður, telur eðlilegt að kannað verði til hlítar hvort rétt sé að þróa hlutverk Íbúðalánasjóðs í átt til heildsölubanka.

Ber botn og djöfullinn á borðum landsmanna

Ber botn og djöfullinn er eitthvað sem stundum sést á borðum landsmanna og þá sem teikningar aftan á mjólkurfernum. Flestir láta sér þetta í léttu rúmi liggja, en öðrum er ekki skemmt.

Hálka víða um land

Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum en annars eru flestar fleiðir greiðfærar á Suðurlandi. Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði. Á sunnanverðum Vestfjörðum er hálka, snjóþekja og éljagangur.

Eldur á Njálsgötu

Engin slys urðu á fólki þegar eldur kom upp í parhúsi á Njálsgötu um klukkan fjögurleitið í gær. Enginn var heimavið þegar eldurinn kom upp en þegar íbúar komu heim urðu þeir varir við reyk og kölluðu til Slökkvilið Reykjavíkur.

Engin ástæða til að forðast ferðalög til Tyrklands

Tyrknesk yfirvöld rannsaka nú þann möguleika hvort fyrstu dauðsföll af völdum fuglaflensu þar í landi sé um smit manna á millum að ræða. Haraldur Breim, sóttvarnarlækninr segir enga ástæðu til að forðast ferðalög til Tyrklands.

Tvær brennur á höfuðborgasvæðinu í kvöld

Ákveðið hefur verið að kveikja í þrettándabrennum í Mosfellsbæ neðan Holtahverfis við skeiðvöllinn og í Gufunesi í kvöld, en öðrum brennum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið frestað þar til eftir helgi. Brennan í Mosfellsbæ hefst með blysför frá Nóatúni klukkan 17:00 og í Gufunesi verður kveikt í brennunni klukkan 17:30.

Rússar fagna jólum í dag

Rússar halda upp á jólin í dag en rússnesk jólin voru hringd inn eftir miðmætti í nótt víða um heim, meðal annars á Íslandi. Samkvæmt rússneska tímatalinu eru ganga jólin í garð 6.janúar sem samsvarar aðfangadag í kristinni trú.

Starfsfólk leikskóla Kópavogs bíður svara til 20. janúar

Allt útlit er fyrir að ófaglært starfsfólk á leikskólum í Kópavogi dragi uppsagnir sínar til baka, en það er þó háð því að sátt náist í launamálum. Nú þegar hafa fimmtíu og níu starfsmenn sagt upp á leikskólum bæjarins og þar af eru fimmtíu ófaglærðir. Jófríður Sigfúsdóttir, formaður Starfsmannafélags Kópavogs, sagði í samtali í morgun að á næstu dögum væri búist við enn fleiri uppsögnum. Hún reiknaði með að eftir helgi yrði talan líklega komin upp í áttatíu.

Stórtónleikar gegn stóriðju í kvöld

Stórtónleikar gegn stóriðju verða haldnir í Laugardalshöll í kvöld. Tónleikanna hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en fjölmargir íslenskri og erlendir tónlistarmenn munu spila á tónleikunum, meðal annars Björk, Damon Albarn, Damien Rice, Mugison, Sigur Rós, múm, HAM og fleiri og fleri.

Tveir úrskurðaðir í gsæluvarðhald vegna dreifingar á fíkniefnum

Lögreglan á Ísafirði handtók tvo einstaklinga við húsleit sem gerð var á Ísafirði í gær. Lagt var hald á nokkurt magn fíkniefna, áhöld og fjármuni sem ætlað er að tengist sölu fíkniefna. Einstaklingarnir tveir eru grunaðir um dreifingu á fíkniefnum á norðanverðum Vestfjörðum. Héraðsdómur Vestfjarða úrskurðaði þá í gæsluvarðhald til klukkan 16 næstkomandi þriðjudag.

Verið að hreinsa vegi á Vestfjörðum

Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum en flestar leiðir á Suðurlandi eru greiðfærar. Á Snæfellsnesi er víða hálka eða snjóþekja og þæfingur er á Fróðárheiði og þar er verið að moka. Þá er hálka og éljagangur á Holtavörðuheiði. Eins og er er ófært yfir Kleifaheiði en verið er að moka.

Róleg nótt hjá lögreglu víða um land

Nóttin var róleg hjá lögreglu víða um land og má telja líklegt að vont veður hafi sett strik í reikninginn. Vestmannaeyingar létu þó vonskuveður ekki stoppa sig en um sex hundruð manns voru samankomnir á balli í eyjum í gærkvöldi. Slökkvilið Akureyrar var kallað út fjórum sinnum í gærkvöldi vegna sinuelda.

Heilsugæslan Fjörður vígð í Hafnarfirði í dag

Heilsugæslan Fjörður í Hafnarfirði var vígð við hátíðlega athöfn í dag. Um nýja heilsugæslu er að ræða og mun hún þjóna íbúum Álftanes og Hafnarfjarðar. Á heilsugæslunni verður veitt almenn læknis- og hjúkrunarþjónusta, slysa og bráðaþjónusta.

Viðvörun frá Veðurstofu íslands.

Viðvörun frá Veðurstofu íslands. Búist er við stormi víða um land í kvöld og nótt. Sunnan hvassviðri eða stormur um mest allt land. Talsverð rigning er sunnan- og vestantil, en þurrt að mestu norðaustanlands. Veðrið snýst í hægari vestan átt með slyddu og síðar snjókomu um landið vestanvert um og upp úr miðnætti.

Bjóða biskup fræðslu um málefni samkynhneigðra.

Samtökin ´78 hafa boðið Karli Sigurbjörnssyni, biskup Íslands, og biskupsstofu sérstaka fræðslu um málefni samkynhneigðra og fullan aðgang að bókasafni samtakanna. Þetta kemur fram í bréfi sem samtökin sendu biskup í dag.

Forseti Íslands var 66 daga í útlöndum.

Forseti Íslands var sextíu og sex daga í útlöndum á síðasta ári í embættisferðum og heimsótti lönd í þremur heimsálfum í þessum ferðum. Ekki fást upplýsingar um aðrar ferðir forseta til útlanda enda eru þær jafnan farnar á eigin reikning og dagpeningar ekki greiddir fyrir þær.

Bakgrunnur einkaþjálfara misjafn.

Fjöldi fólks hefur einsett sér að komast í betra form á nýju ári og vinsælt er að kaupa þjónustu einkaþjálfara til að halda sér við efnið. er þó misjafn og meðal þeirra má finna allt frá alþjóðlegum kynbótadómurum hrossa til sjúkraþjálfara.

Öllum brennum frestað

Búið er að fresta öllum þrettándabrennum og flugeldasýningum sem áttu að vera á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Eins hefur brennum verið frestað í Grindavík, á Blönduósi og Selfossi.

Biskub Íslands vill ekki hjónaband samkynhneigðra

Varaformaður allsherjarnefndar Alþingis segir að samþykkja eigi breytingu á hjúskaparlögum sem heimili giftingu samkynhneigðra, að því gefnu að slík athöfn verði kölluð annað en hjónaband.

Umræðufundur um fræðslumál

Samtök Ferðaþjónustunnar boða til fundar um fræðslumál fimmtudaginn 19. janúar næstkomandi kl. 13:00 í Borgartúni 35.

Sterling selt til Easy Jet?

Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir að til greina komið að selja breska lággjaldaflugfélaginu Easy Jet, danska flugfélagið Sterling, sem er í eigu FL Group. Í viðtali við danska viðskiptablaðið Börsen segir Hannes að einnig komi til greina að auka mjög samstarf þessara tveggja flugfélaga. Sameinuð yrðu flugfélögin stærsta lággjaldaflugfélag í Evrópu.

Sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá dómi í dag skaðabótakröfu og sýknaði mann sem kona hafði sakað um að hafa sært blygðunarkennd sína þegar hann tók um rass hennar, sleikti andlit hennar og káfaði á kynfærum hennar utan klæða. Í

Hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum.

Hálkublettir eru á Hellisheiði og Þrengslum. Einnig er hálka, hálkublettir og snjóþekja á Vesturlandi. Á Vestfjörðum er hálka, hálkublettir og éljagangur. Eyrarfjall í Ísafjarðardjúpi er ófært og einnig á Hrafnseyrarheiði og þungfært á Dynjandisheiði.

Sterling brýtur samkeppnislög

Dönsk samkeppnisyfirvöld segja lággjaldaflugfélagið Sterling, sem er í eigu Íslendinga, brjóta lög með því að innheimta of há gjöld af flugmiðum sem keyptir eru með greiðslukortum.

Þrettándabrennum frestað á Akranesi og í Borgarbyggð

Þrettándabrennum hefur verið frestað á Akranesi og í Borgarbyggð vegna veðurs og slæmrar veðurspár. Þrettándabrenna verður haldin á Akranesi á morgun og hefst með blysför frá Arnardal klukkan 16. Brennan verður svo á þyrlupallinum við enda knattspyrnuvallarins að Jaðarsbökkum.

Öllum brennum á höfuðborgarsvæðinu frestað

Öllum þrettándabrennum sem halda átti á höfuðborgarsvæðinu í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs. Halda átti átta brennur í á höfuðborgarsvæðinu en eftir fund ábyrgðarmanna brennanna, fulltrúa heilbrigðiseftirlitsins á svæðinu og Veðurstofunnar með slökkviliðsstjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og yfirlögregluþjónum í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði var þetta sameiginleg niðurstaða.

Hálf milljón í sekt fyrir að halda ólöglegt vinnuafl

Karlmaður á sextugsaldri var í dag dæmdur fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga með því að hafa á tímabilinu frá því í september 2002 til september 2003 ráðið til sína sex Litháa í vinnu án þess að hafa aflað þeim atvinnuleyfa. Mennirnir, sex að tölu, voru allir Litháar og störfuðu hjá ákærða í byggingarvinnu. Ákærði var dæmdur til greiðslu hálfrar milljónar í sekt, og einnig gert að greiða málskostnað.

Vatnstjón við Höfn nemur milljónum

Ljóst er að tjónið sem varð þegar Jökulsá í Lóni flæddi yfir þjóðveginn austan við Höfn í fyrakvöld, nemur mörgum milljónum króna. Verulegt magn af efni skolaðist burt úr vegöxlum, svo minnstu munaði að vegurinn rofnaði. Er nú verið að byggja vegkantana aftur upp.

Fundað með starfsfólki leikskóla og foreldrum í Kópavogi

Bæjaryfirvöld í Kópavogi munu í dag og á mánudag funda með starfsmönnum leikskóla og forvarsmönnum foreldrafélaga þeirra vegna þeirrar óánægju með leikskólamál bæjarins. Þá hóta leikskólakennarar á Akureyri uppsögnum ef kjör þeirra verði ekki leiðrétt.

Enn finnst engin loðna við landið

Enn finnst engin loðna við landið og eru loðnuskipin fimm, sem tóku þátt í skipulagðri leit Hafrannsóknastofnunar, búin að leita árangurslaust á sínum svæðum og eru á landleið.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 7,2%

Góðir dagar hafa verið á hlutabréfamarkaði nú í upphafi árs samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 7,2% það sem af er ári. Af þeim 15 félögum sem mynda vísitöluna hafa þrettán hækkað, eitt staðið í stað og eitt lækkað. Mest hefur gengi bréfa í Actavis hækkað eða um 8,4%. Fast á hæla þess fylgja síðan Straumur-Burðarás, Bakkavör, Marel og Íslandsbanki. Hækkanirnar í upphafi vikunnar voru einkum í bönkunum en síðan hafa önnur félög einnig hækkað.

Sjá næstu 50 fréttir