Innlent

Reyna að stytta stöðvunartíma bíla

Á Akureyri er verið að prófa nýja tegund yfirborðsklæðningar, sem stytta á stöðvunartíma bifreiða í hálku. Í hálkuvörninni eru slitþolnir kvarssteinar frá Kína og límefni sem þróað er af framleiðanda límsins sem notað er í Wrigleys-tyggigúmmíi. Tilraun er nú gerð á varasömum vegamótum. Fyrir milligöngu Halldórs Jóhannssonar landslagsarkitekt komu tveir breskir sérfræðingar til Akureyrar. Klæðningin hefur gefið góða raun í Bretlandi en efnin í henni hafa ekki áður verið reynd sem hálkuvörn á Íslandi. "Fyrirtækið Eastman, sem meðal annars hefur þróað límefnið í tyggigúmmí kom í málið í samstarfi við breskt samstarfsfyrirtæki," segir Halldór. "Niðurstaðan úr þeim tilraunum er afar góð og þess vegna afar spennandi að prófa þetta á Íslandi og sjá hvort tyggigúmmísviðloðunin sé nægjanleg til að gefa þessa auka viðloðun sem þarf til að þola okkar veðurfar og ökutækjaáníðslu."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×