Fleiri fréttir Trúfélög fá 40 milljónir aukalega Þjóðkirkjan og önnur trúfélög fá fjörutíu og einni milljón króna meira í sóknargjöld frá ríkinu í ár en gert var ráð fyrir á fjárlögum ársins. Þar var gert ráð fyrir að sóknargjöld næmu sextán hundruð og þrjátíu milljónum króna. 8.10.2005 00:01 Misstu mótorinn í sjóinn Neyðarkall barst frá litlum báti sem staddur var um þrjá kílómetra suður af Gróttu laust eftir hádegið í dag. 8.10.2005 00:01 Ofstopafullar atlögur stjórnar Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, segist í grein á vef Bæjarins besta ekki geta orða bundist vegna yfirlýsingar stjórnar Félags framhaldsskólakennara sem hún kallar „ákæruskjal" gegn sér. 8.10.2005 00:01 Stefnir í verkfall annað kvöld Viðræður um nýjan kjarasamning starfsmanna Akranesbæjar eru á viðkvæmu stigi segir Valdimar Þorvaldsson, formaður Starfsmannafélags Akraness. 8.10.2005 00:01 Fáir hafa kosið í Reykjanesbæ Kjörsókn vegna sameiningarkosninganna á Suðurnesjum hefur verið afar dræm í Reykjanesbæ. Klukkan þrjú höfðu 5,4 prósent íbúa kosið að sögn Ottós Jörgensens, formanns kjörstjórnar. Þá voru sex klukkutímar liðnir síðan kjörstaðir opnuðu. Rétt fyrir fjögur hafði hins vegar rúmur fjórðungur atkvæðabærra manna í Garðinum kosið. 8.10.2005 00:01 Eldur í Smáralind í nótt Eldur kom upp í plastdrasli við veitingastað Pizza Hut í Smáralind laust fyrir klukkan tvö í nótt. Öryggisverðir urðu varir við eldinn og náðu að slökkva hann áður en slökkvilið kom á staðinn. 8.10.2005 00:01 Fáir kjósa í stórum sveitarfélögum Kjósendur fámennari sveitarfélaga eru mun viljugri til að mæta á kjörstað en íbúar stærstu sveitarfélaganna í sameiningarkosningunum. Búið er að loka kjörstað í Mjóafirði, fámennasta sveitarfélagi landsins. Þar höfðu sjötíu og átta prósent kjósenda greitt atkvæði, eða allir þeir sem gátu og vildu kjósa eins og Mjófirðingar orðuðu það. 8.10.2005 00:01 Rauði krossinn í viðbragðsstöðu Rauði krossinn á Íslandi er í viðbragðsstöðu vegna jarðskjálftanna í Pakistan, Afganistan og Indlandi síðustu nótt. Reynist þörf á aðstoð er Rauði kross Íslands reiðubúinn að veita þá aðstoð sem eftir verður leitað. 8.10.2005 00:01 Meiri pening þarf í fæðingarorlof Sex milljarðarnir sem ætlaðir voru til að greiða foreldrum laun í fæðingarorlofi þetta árið duga ekki til. Farið er fram á 350 milljóna króna aukafjárveitingu í frumvarpi til fjáraukalaga og byggir sú beiðni á endurskoðaðri útgjaldaáætlun Fæðingarorlofssjóðs. 8.10.2005 00:01 Ölvaður og keyrði glannalega Lögreglumenn stöðvuðu ökumann eftir að hann tók fram úr bíl á Reykjanesbraut á miklum hraða og glannalegan hátt. Þegar lögreglumenn fóru að tala við ökumanninn kom í ljós að hann keyrði ekki aðeins hratt og glannalega heldur var hann einnig ölvaður. 8.10.2005 00:01 Vilja skattfrjálsan grunnlífeyri Eldri borgarar í Kópavogi krefjast þess af stjórnvöldum að grunnlífeyrir ellilífeyris verði undanþeginn tekjuskatti. Ályktun þessa efnis var samþykkt á félagsfundi í Félagi eldri borgara í Kópavogi í dag. Þar segir að þetta séu sjálfsagðar mannréttindakröfur eldri borgara. 8.10.2005 00:01 Kosningaþáttaka misgóð í Eyjafirði Kosningaþátttaka í sameiningarkosningunum á Eyjafjarðarsvæðinu er misgóð eftir sveitarfélögum. Í stærsta sveitarfélaginu, Akureyri, er þáttakan minni en í sameiningarkosningunum 1993 en þá var hún 36 prósent. 8.10.2005 00:01 Slys á Hellu Kona og maður á sjötugsaldri voru flutt á sjúkrahúsið á Hellu eftir að jeppi með pallhýsi sem þau voru farþegar í keyrði út af veginum á Hvolsvelli upp úr klukkan níu í gærmorgun. Brákaðist konan á fæti. Fengu þau bæði að fara heim að lokinni skoðun.</font /> 8.10.2005 00:01 Gúmmíbátur vélarvana Lítill gúmmíbátur með tveimur mönnum um borð varð vélarvana um þrjá kílómetra suðvestur af Gróttu upp úr klukkan eitt í gær. 8.10.2005 00:01 Rúta út af vegi Kalla þurfti á björgunarsveit þegar rúta með 50 grunnskólabörn frá Höfn í Hornafirði fór út af veginum við Oddsskarð, Eskifjarðarmegin, um tíuleytið í fyrrakvöld. Engin slys urðu á farþegunum. 8.10.2005 00:01 Eldur í Smáralind Allt tiltækt slökkvilið var kallað í Smáralind upp úr klukkan hálftvö í fyrrinótt eftir að tilkynnt var um að eldur hefði komið upp á veitingastaðnum Pizza Hut. 8.10.2005 00:01 1,3 milljónir söfnuðust 1,3 milljónir króna söfnuðust á vel heppnuðum styrktartónleikum sem voru haldnir fyrir strætóbílstjórann Björn Hafsteinsson sem missti báða fætur í alvarlegu bílslysi í lok ágúst. 8.10.2005 00:01 Sameining eina skynsamlega leiðin Alls var kosið um sextán sameiningartillögur í sextíu og einu sveitarfélagi víðs vegar um landið í dag. Þótt líklegt þyki að margar þeirra verði felldar, segir félagsmálaráðherra sameiningar einu skynsamlegu lausnina og aðeins sé tímaspursmál hvenær af þeim verði. 8.10.2005 00:01 Skiptar skoðanir fyrir austan Á Norðausturhorninu verður kosið um sameiningu Skeggjastaðahrepps og Vopnafjarðar, og á MiðAusturlandi um sameiningu Mjóafjarðar, þar sem fæstir eru á kjörskrá eða 38 manns, Fjarðabyggðar, Austurbyggðar og Fáskrúðsfjarðarhrepps. 8.10.2005 00:01 Nýr vegur opnaður Nýi vegurinn um Svínahraun var opnaður í dag. Vegarkaflinn er um fimm kílómetrar að lengd og styttist hringvegurinn um tæpan kílómetra. Með nýja veginum heyra tvær hættulegar beygjur sögunni til. 8.10.2005 00:01 Enginn beigur í friðargæsluliðum Ekki er talin mikil hætta á, að árás verði gerð á íslensku friðargæsluliðana sem hefja störf í Afganistan í vikunni. Hópurinn verður við störf í landinu næstu fjóra mánuði. Íslensku friðargæsluliðarnir fara til Osló á miðvikudag og þaðan með norska hernum til Kabúl í Afganistan. 8.10.2005 00:01 Vill hætta við skattalækkanir Formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, vill hætta við skattalækkanir sem ríkisstjórnin hefur boðað til og nota þá fjármuni til að lækka matarskattinn sem hefði áhrif á vísitölu neysluverðs. 8.10.2005 00:01 Förufálki í Húsdýragarðinum Lítill förufálki er nú til sýnis í Húsdýragarðinum, en förufálkar eru afar sjaldgæfir hér við land. Fálkinn örmagnaðist á hafi úti á leið sinni frá Grænlandi suður um höf, en var svo heppinn að vera bjargað um borð í íslenskt skip í stað þess að hverfa í öldurnar. </font /> 8.10.2005 00:01 Svipting ferðafrelsis ómannúðleg Rauði kross Íslands segir ómannúðlegt að svipta alla hælisleitendur ferðafrelsi, eins og hugmyndir eru uppi um, vegna þess að einhverjir glæpamenn kunni að misnota kerfið. Rauði krossinn mun lýsa áhyggjum sínum af þessu viðhorfi við stjórnvöld.</font /> 8.10.2005 00:01 Fellt í Vestur-Barðastrandarsýslu Ekkert verður af sameiningu Tálknafjarðar og Vesturbyggðar í eitt sveitarfélag. Þetta er ljóst eftir að íbúar beggja sveitarfélaga höfnuðu sameiningartillögunni. 72 prósent kjósenda í Tálknafirði höfnuðu sameiningu og 58 prósent kjósenda í Vesturbyggð. 8.10.2005 00:01 Ekki hjálparsveit til Pakistan Rauði Kross Íslands mun að öllum líkindum ekki senda hjálparsveitir til Pakistans. Þetta er vegna þess að pakistönsk stjórnvöld hafa ákveðið að þiggja hjálp frá þeim þjóðum sem hafa bein stjórnmálatengsl við landið. Hjálparsveitir fara frá Bretland, Japan og Þýskalandi til Pakistan í kvöld. 8.10.2005 00:01 Ein sameiningartillaga samþykkt Kjósendur í fjórum sveitarfélögum á Austfjörðum samþykktu tillögu um að sameina sveitarfélögin og urðu þar með fyrstir, og enn sem komið er einir, til að samþykkja sameiningartillögu. Mjóifjörður, Fjarðarbyggð, Austurbyggð og Fáskrúðsfjarðarhreppur sameinast því í eitt sveitarfélag. Fjórtán sameiningartillögum hefur verið hafnað. 8.10.2005 00:01 Fólk með lífsskrá gefur líffæri Milli fimmtíu og sextíu manns hafa nú lagt inn undirritaða lífsskrá hjá landlæknisembættinu þar sem þeir lýsa yfir hinsta vilja sínum. Flestir þeirra vilja gefa líffæri sín að sér gengnum. 8.10.2005 00:01 Vill upplýsingar um sendiherra Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur lagt fram fyrirspurn til Geirs H. Haarde utanríkisráðherra vegna skipana sendiherra frá árinu 1995. Sigurjón vill vita hversu margir af þeim sendiherrum sem skipaðir hafa verið hafi fengið embættið eftir störf í utanríkisþjónustunni og hversu margir hafi verið skipaðir í stöðu sendiherra eftir störf á öðrum vettvangi. 7.10.2005 00:01 Sluppu ómeidd úr eldsvoða Eldur kom upp í húsi við Hvanneyrarbraut á Siglufirði laust fyrir klukkan fimm í morgun. Eldurinn kviknaði í kjallara en barst fljótlega upp á hæðina fyrir ofan. Tvennt var í húsinu og bæði komust ómeidd út af sjálfsdáðum. 7.10.2005 00:01 Samningar náðust um endurreisn Samningar hafa náðst milli KEA, fjárfestingafélagsins Sjafnar og Sandblásturs og málmhúðunar um að félögin leiti leiða til að endurreisa rekstur Slippstöðvarinnar á Akureyri með samningum við þrotabú og aðra eigendur tækja og húsnæðis. Skiptastjóri búsins segir erfitt að segja til um hvenær samningar náist. 7.10.2005 00:01 178 hluthafar í Skúlason Ltd Hundrað sjötíu og átta hluthafar eru í breska fyrirtækinu Skúlason Limited sem á meirihluta í Skúlason ehf. Það félag sætir nú rannsókn bresku lögreglunnar vegna gruns um peningaþvætti. 7.10.2005 00:01 Kaflaskil í krabbameinsrannsóknum Ef að líkum lætur mun nýtt bóluefni fækka tilfellum leghálskrabbameins um sjötíu prósent. Stærsta rannsóknarstöð verkefnisins, sem þróað hefur bóluefnið, er hér á landi. 7.10.2005 00:01 Trúnaðarmannafundur síðdegis Starfsmannafélag Akraness heldur trúnaðarmannafund eftir hádegi. Þar verður afstaða tekin til áskorunar bæjarráðs Akraness um að starfsmannafélagið fresti boðuðu verkfalli um viku. 7.10.2005 00:01 Mótmæla ráðningu Þorsteins Stjórn Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, mótmælir þeirri ráðstöfun forsætisnefndar Alþingis að ráða sendiherra og fyrrverandi ráðherra, sem enga reynslu hefur af ritun fræðirita, til að rita sögu þingræðis á Íslandi. Sem kunnugt er hefur nefndin falið Þorsteini Pálssyni, fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, ritunina. 7.10.2005 00:01 Hans stendur við umsóknina Lögmaður Hans Markúsar Hafsteinssonar, sem nýverið var veitt lausn úr embætti sóknarprests Garðasóknar, segir að Hans muni una niðurstöðu úrskurðarnefndar sem lagði til að hann yrði færður til í starfi. Hans mun samt standa við umsókn sína um sitt gamla embætti í Garðasókn. 7.10.2005 00:01 Verðlaunaður fyrir hermennsku Ísfirðingurinn Hjalti Ragnarsson fékk nýverið, ásamt félögum sínum í „Bataljong kompani" danska hersins, sérstaka heiðursorðu fyrir að vera í bestu og harðsnúnustu herdeild sem komið hefur til Kosovo. Hjalti hefur búið í Kaupmannahöfn frá sex ára aldri og meðal annars verið konunglegur lífvörður Margrétar Danadrottningar. 7.10.2005 00:01 Írarnir hafa ekki sótt um leyfi Hópur Íra, sem gripinn hefur verið við ólöglega sölu ýmiss varnings hér á landi undanfarið, virðist ekki hafa ráðið bót á sínum málum. Á meðal þess sem mennirnir hafa boðið til sölu eru rafstöðvar, borvélar og háþrýstidælur. 7.10.2005 00:01 Sýknaður af 94 milljóna kröfu Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Atlanta, var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun af skaðabótakröfu upp á 94 milljónir króna. Sækjandi í málinu, sem er norskur athafnamaður, stefndi Arngrími á þeim forsendum að hann hafi skuldbundið sig til að gerast aðili að fyrirtæki stefnanda, Scandinavian Historic Flight, og til að leggja tiltekna fjármuni til félagsins. 7.10.2005 00:01 Einn áfram í haldi lögreglu Lögregla hefur farið fram á að einn þremenninganna, sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald vegna alvarlegrar líkamsárásar í Garðabæ aðfaranótt sunnudags þar sem sveðjum var m.a. beitt, verði áfram í gæsluvarðhaldi. Tveimur félögum mannsins var sleppt úr gæsluvarðahaldi í dag. 7.10.2005 00:01 Uppgreiðslugjald áfram heimilt Lánastofnunum verður áfram heimilt að innheimta uppgreiðslugjald þegar lán eru greidd upp, samkvæmt úrskurði Samkeppnisstofnunar. Í september í fyrra sendu Neytendasamtökinn erindi til Samkeppnisstofnunar og kröfðust úrskurðar því Neytendasamtökin og einnig ASÍ héldu því fram að uppgreiðslugjald stæðist ekki lög um neytendalán. Samkeppnisráð komst þá að því að ekkert í ákvæðum laga um neytendalán gerði bönkum óheimilt að krefjast gjaldsins. 7.10.2005 00:01 Slysavarnarskóli sjómanna 20 ára Slysavarnaskóli sjómanna fagnar í dag tuttugu ára afmæli sínu. Það var Slysavarnarfélag Íslands, sem nú heitir Slysavarnarfélagið Landsbörg, sem setti skólann á laggirnar. Skólinn sinnir allri öryggisfræðslu fyrir sjómenn. 7.10.2005 00:01 S-hópurinn með vænlegasta tilboðið Í skýrslu HSBC um sölu Búnaðarbankans kemur fram að einn helsti kosturinn við tilboð S-hópsins væri aðkoma Societe Generale eða álíka alþjóðlegs fjárfestis. Án hans hefði S-hópurinn samt sem áður þótt álitlegri kostur en Kaldbakur. 7.10.2005 00:01 Verkfalli á Akranesi ekki frestað Fyrirhuguðu verkfalli Starfsmannafélags Akraness sem hefjast á á miðnætti á sunnudag verður ekki frestað. Þetta varð niðurstaða fundar trúnaðarmanna nú eftir hádegið, en bæjarráð Akraness hafði í gær skorað á starfsmannafélagið að fresta verkfallinu um viku. 7.10.2005 00:01 Ófremdarástand í Ártúnsbrekku Ragnar Sær Ragnarsson, frambjóðandi í prófkjöri sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík, fer heldur óvenjulega leið til að vekja athygli á hinni miklu umferð sem fer um Ártúnsbrekkuna. Hann hyggst dreifa upplýsingum um umferðina til ökumanna við umferðarljósin til móts við Suðurlandsveg upp úr klukkan fjögur í dag. 7.10.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Trúfélög fá 40 milljónir aukalega Þjóðkirkjan og önnur trúfélög fá fjörutíu og einni milljón króna meira í sóknargjöld frá ríkinu í ár en gert var ráð fyrir á fjárlögum ársins. Þar var gert ráð fyrir að sóknargjöld næmu sextán hundruð og þrjátíu milljónum króna. 8.10.2005 00:01
Misstu mótorinn í sjóinn Neyðarkall barst frá litlum báti sem staddur var um þrjá kílómetra suður af Gróttu laust eftir hádegið í dag. 8.10.2005 00:01
Ofstopafullar atlögur stjórnar Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, segist í grein á vef Bæjarins besta ekki geta orða bundist vegna yfirlýsingar stjórnar Félags framhaldsskólakennara sem hún kallar „ákæruskjal" gegn sér. 8.10.2005 00:01
Stefnir í verkfall annað kvöld Viðræður um nýjan kjarasamning starfsmanna Akranesbæjar eru á viðkvæmu stigi segir Valdimar Þorvaldsson, formaður Starfsmannafélags Akraness. 8.10.2005 00:01
Fáir hafa kosið í Reykjanesbæ Kjörsókn vegna sameiningarkosninganna á Suðurnesjum hefur verið afar dræm í Reykjanesbæ. Klukkan þrjú höfðu 5,4 prósent íbúa kosið að sögn Ottós Jörgensens, formanns kjörstjórnar. Þá voru sex klukkutímar liðnir síðan kjörstaðir opnuðu. Rétt fyrir fjögur hafði hins vegar rúmur fjórðungur atkvæðabærra manna í Garðinum kosið. 8.10.2005 00:01
Eldur í Smáralind í nótt Eldur kom upp í plastdrasli við veitingastað Pizza Hut í Smáralind laust fyrir klukkan tvö í nótt. Öryggisverðir urðu varir við eldinn og náðu að slökkva hann áður en slökkvilið kom á staðinn. 8.10.2005 00:01
Fáir kjósa í stórum sveitarfélögum Kjósendur fámennari sveitarfélaga eru mun viljugri til að mæta á kjörstað en íbúar stærstu sveitarfélaganna í sameiningarkosningunum. Búið er að loka kjörstað í Mjóafirði, fámennasta sveitarfélagi landsins. Þar höfðu sjötíu og átta prósent kjósenda greitt atkvæði, eða allir þeir sem gátu og vildu kjósa eins og Mjófirðingar orðuðu það. 8.10.2005 00:01
Rauði krossinn í viðbragðsstöðu Rauði krossinn á Íslandi er í viðbragðsstöðu vegna jarðskjálftanna í Pakistan, Afganistan og Indlandi síðustu nótt. Reynist þörf á aðstoð er Rauði kross Íslands reiðubúinn að veita þá aðstoð sem eftir verður leitað. 8.10.2005 00:01
Meiri pening þarf í fæðingarorlof Sex milljarðarnir sem ætlaðir voru til að greiða foreldrum laun í fæðingarorlofi þetta árið duga ekki til. Farið er fram á 350 milljóna króna aukafjárveitingu í frumvarpi til fjáraukalaga og byggir sú beiðni á endurskoðaðri útgjaldaáætlun Fæðingarorlofssjóðs. 8.10.2005 00:01
Ölvaður og keyrði glannalega Lögreglumenn stöðvuðu ökumann eftir að hann tók fram úr bíl á Reykjanesbraut á miklum hraða og glannalegan hátt. Þegar lögreglumenn fóru að tala við ökumanninn kom í ljós að hann keyrði ekki aðeins hratt og glannalega heldur var hann einnig ölvaður. 8.10.2005 00:01
Vilja skattfrjálsan grunnlífeyri Eldri borgarar í Kópavogi krefjast þess af stjórnvöldum að grunnlífeyrir ellilífeyris verði undanþeginn tekjuskatti. Ályktun þessa efnis var samþykkt á félagsfundi í Félagi eldri borgara í Kópavogi í dag. Þar segir að þetta séu sjálfsagðar mannréttindakröfur eldri borgara. 8.10.2005 00:01
Kosningaþáttaka misgóð í Eyjafirði Kosningaþátttaka í sameiningarkosningunum á Eyjafjarðarsvæðinu er misgóð eftir sveitarfélögum. Í stærsta sveitarfélaginu, Akureyri, er þáttakan minni en í sameiningarkosningunum 1993 en þá var hún 36 prósent. 8.10.2005 00:01
Slys á Hellu Kona og maður á sjötugsaldri voru flutt á sjúkrahúsið á Hellu eftir að jeppi með pallhýsi sem þau voru farþegar í keyrði út af veginum á Hvolsvelli upp úr klukkan níu í gærmorgun. Brákaðist konan á fæti. Fengu þau bæði að fara heim að lokinni skoðun.</font /> 8.10.2005 00:01
Gúmmíbátur vélarvana Lítill gúmmíbátur með tveimur mönnum um borð varð vélarvana um þrjá kílómetra suðvestur af Gróttu upp úr klukkan eitt í gær. 8.10.2005 00:01
Rúta út af vegi Kalla þurfti á björgunarsveit þegar rúta með 50 grunnskólabörn frá Höfn í Hornafirði fór út af veginum við Oddsskarð, Eskifjarðarmegin, um tíuleytið í fyrrakvöld. Engin slys urðu á farþegunum. 8.10.2005 00:01
Eldur í Smáralind Allt tiltækt slökkvilið var kallað í Smáralind upp úr klukkan hálftvö í fyrrinótt eftir að tilkynnt var um að eldur hefði komið upp á veitingastaðnum Pizza Hut. 8.10.2005 00:01
1,3 milljónir söfnuðust 1,3 milljónir króna söfnuðust á vel heppnuðum styrktartónleikum sem voru haldnir fyrir strætóbílstjórann Björn Hafsteinsson sem missti báða fætur í alvarlegu bílslysi í lok ágúst. 8.10.2005 00:01
Sameining eina skynsamlega leiðin Alls var kosið um sextán sameiningartillögur í sextíu og einu sveitarfélagi víðs vegar um landið í dag. Þótt líklegt þyki að margar þeirra verði felldar, segir félagsmálaráðherra sameiningar einu skynsamlegu lausnina og aðeins sé tímaspursmál hvenær af þeim verði. 8.10.2005 00:01
Skiptar skoðanir fyrir austan Á Norðausturhorninu verður kosið um sameiningu Skeggjastaðahrepps og Vopnafjarðar, og á MiðAusturlandi um sameiningu Mjóafjarðar, þar sem fæstir eru á kjörskrá eða 38 manns, Fjarðabyggðar, Austurbyggðar og Fáskrúðsfjarðarhrepps. 8.10.2005 00:01
Nýr vegur opnaður Nýi vegurinn um Svínahraun var opnaður í dag. Vegarkaflinn er um fimm kílómetrar að lengd og styttist hringvegurinn um tæpan kílómetra. Með nýja veginum heyra tvær hættulegar beygjur sögunni til. 8.10.2005 00:01
Enginn beigur í friðargæsluliðum Ekki er talin mikil hætta á, að árás verði gerð á íslensku friðargæsluliðana sem hefja störf í Afganistan í vikunni. Hópurinn verður við störf í landinu næstu fjóra mánuði. Íslensku friðargæsluliðarnir fara til Osló á miðvikudag og þaðan með norska hernum til Kabúl í Afganistan. 8.10.2005 00:01
Vill hætta við skattalækkanir Formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, vill hætta við skattalækkanir sem ríkisstjórnin hefur boðað til og nota þá fjármuni til að lækka matarskattinn sem hefði áhrif á vísitölu neysluverðs. 8.10.2005 00:01
Förufálki í Húsdýragarðinum Lítill förufálki er nú til sýnis í Húsdýragarðinum, en förufálkar eru afar sjaldgæfir hér við land. Fálkinn örmagnaðist á hafi úti á leið sinni frá Grænlandi suður um höf, en var svo heppinn að vera bjargað um borð í íslenskt skip í stað þess að hverfa í öldurnar. </font /> 8.10.2005 00:01
Svipting ferðafrelsis ómannúðleg Rauði kross Íslands segir ómannúðlegt að svipta alla hælisleitendur ferðafrelsi, eins og hugmyndir eru uppi um, vegna þess að einhverjir glæpamenn kunni að misnota kerfið. Rauði krossinn mun lýsa áhyggjum sínum af þessu viðhorfi við stjórnvöld.</font /> 8.10.2005 00:01
Fellt í Vestur-Barðastrandarsýslu Ekkert verður af sameiningu Tálknafjarðar og Vesturbyggðar í eitt sveitarfélag. Þetta er ljóst eftir að íbúar beggja sveitarfélaga höfnuðu sameiningartillögunni. 72 prósent kjósenda í Tálknafirði höfnuðu sameiningu og 58 prósent kjósenda í Vesturbyggð. 8.10.2005 00:01
Ekki hjálparsveit til Pakistan Rauði Kross Íslands mun að öllum líkindum ekki senda hjálparsveitir til Pakistans. Þetta er vegna þess að pakistönsk stjórnvöld hafa ákveðið að þiggja hjálp frá þeim þjóðum sem hafa bein stjórnmálatengsl við landið. Hjálparsveitir fara frá Bretland, Japan og Þýskalandi til Pakistan í kvöld. 8.10.2005 00:01
Ein sameiningartillaga samþykkt Kjósendur í fjórum sveitarfélögum á Austfjörðum samþykktu tillögu um að sameina sveitarfélögin og urðu þar með fyrstir, og enn sem komið er einir, til að samþykkja sameiningartillögu. Mjóifjörður, Fjarðarbyggð, Austurbyggð og Fáskrúðsfjarðarhreppur sameinast því í eitt sveitarfélag. Fjórtán sameiningartillögum hefur verið hafnað. 8.10.2005 00:01
Fólk með lífsskrá gefur líffæri Milli fimmtíu og sextíu manns hafa nú lagt inn undirritaða lífsskrá hjá landlæknisembættinu þar sem þeir lýsa yfir hinsta vilja sínum. Flestir þeirra vilja gefa líffæri sín að sér gengnum. 8.10.2005 00:01
Vill upplýsingar um sendiherra Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur lagt fram fyrirspurn til Geirs H. Haarde utanríkisráðherra vegna skipana sendiherra frá árinu 1995. Sigurjón vill vita hversu margir af þeim sendiherrum sem skipaðir hafa verið hafi fengið embættið eftir störf í utanríkisþjónustunni og hversu margir hafi verið skipaðir í stöðu sendiherra eftir störf á öðrum vettvangi. 7.10.2005 00:01
Sluppu ómeidd úr eldsvoða Eldur kom upp í húsi við Hvanneyrarbraut á Siglufirði laust fyrir klukkan fimm í morgun. Eldurinn kviknaði í kjallara en barst fljótlega upp á hæðina fyrir ofan. Tvennt var í húsinu og bæði komust ómeidd út af sjálfsdáðum. 7.10.2005 00:01
Samningar náðust um endurreisn Samningar hafa náðst milli KEA, fjárfestingafélagsins Sjafnar og Sandblásturs og málmhúðunar um að félögin leiti leiða til að endurreisa rekstur Slippstöðvarinnar á Akureyri með samningum við þrotabú og aðra eigendur tækja og húsnæðis. Skiptastjóri búsins segir erfitt að segja til um hvenær samningar náist. 7.10.2005 00:01
178 hluthafar í Skúlason Ltd Hundrað sjötíu og átta hluthafar eru í breska fyrirtækinu Skúlason Limited sem á meirihluta í Skúlason ehf. Það félag sætir nú rannsókn bresku lögreglunnar vegna gruns um peningaþvætti. 7.10.2005 00:01
Kaflaskil í krabbameinsrannsóknum Ef að líkum lætur mun nýtt bóluefni fækka tilfellum leghálskrabbameins um sjötíu prósent. Stærsta rannsóknarstöð verkefnisins, sem þróað hefur bóluefnið, er hér á landi. 7.10.2005 00:01
Trúnaðarmannafundur síðdegis Starfsmannafélag Akraness heldur trúnaðarmannafund eftir hádegi. Þar verður afstaða tekin til áskorunar bæjarráðs Akraness um að starfsmannafélagið fresti boðuðu verkfalli um viku. 7.10.2005 00:01
Mótmæla ráðningu Þorsteins Stjórn Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, mótmælir þeirri ráðstöfun forsætisnefndar Alþingis að ráða sendiherra og fyrrverandi ráðherra, sem enga reynslu hefur af ritun fræðirita, til að rita sögu þingræðis á Íslandi. Sem kunnugt er hefur nefndin falið Þorsteini Pálssyni, fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, ritunina. 7.10.2005 00:01
Hans stendur við umsóknina Lögmaður Hans Markúsar Hafsteinssonar, sem nýverið var veitt lausn úr embætti sóknarprests Garðasóknar, segir að Hans muni una niðurstöðu úrskurðarnefndar sem lagði til að hann yrði færður til í starfi. Hans mun samt standa við umsókn sína um sitt gamla embætti í Garðasókn. 7.10.2005 00:01
Verðlaunaður fyrir hermennsku Ísfirðingurinn Hjalti Ragnarsson fékk nýverið, ásamt félögum sínum í „Bataljong kompani" danska hersins, sérstaka heiðursorðu fyrir að vera í bestu og harðsnúnustu herdeild sem komið hefur til Kosovo. Hjalti hefur búið í Kaupmannahöfn frá sex ára aldri og meðal annars verið konunglegur lífvörður Margrétar Danadrottningar. 7.10.2005 00:01
Írarnir hafa ekki sótt um leyfi Hópur Íra, sem gripinn hefur verið við ólöglega sölu ýmiss varnings hér á landi undanfarið, virðist ekki hafa ráðið bót á sínum málum. Á meðal þess sem mennirnir hafa boðið til sölu eru rafstöðvar, borvélar og háþrýstidælur. 7.10.2005 00:01
Sýknaður af 94 milljóna kröfu Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Atlanta, var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun af skaðabótakröfu upp á 94 milljónir króna. Sækjandi í málinu, sem er norskur athafnamaður, stefndi Arngrími á þeim forsendum að hann hafi skuldbundið sig til að gerast aðili að fyrirtæki stefnanda, Scandinavian Historic Flight, og til að leggja tiltekna fjármuni til félagsins. 7.10.2005 00:01
Einn áfram í haldi lögreglu Lögregla hefur farið fram á að einn þremenninganna, sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald vegna alvarlegrar líkamsárásar í Garðabæ aðfaranótt sunnudags þar sem sveðjum var m.a. beitt, verði áfram í gæsluvarðhaldi. Tveimur félögum mannsins var sleppt úr gæsluvarðahaldi í dag. 7.10.2005 00:01
Uppgreiðslugjald áfram heimilt Lánastofnunum verður áfram heimilt að innheimta uppgreiðslugjald þegar lán eru greidd upp, samkvæmt úrskurði Samkeppnisstofnunar. Í september í fyrra sendu Neytendasamtökinn erindi til Samkeppnisstofnunar og kröfðust úrskurðar því Neytendasamtökin og einnig ASÍ héldu því fram að uppgreiðslugjald stæðist ekki lög um neytendalán. Samkeppnisráð komst þá að því að ekkert í ákvæðum laga um neytendalán gerði bönkum óheimilt að krefjast gjaldsins. 7.10.2005 00:01
Slysavarnarskóli sjómanna 20 ára Slysavarnaskóli sjómanna fagnar í dag tuttugu ára afmæli sínu. Það var Slysavarnarfélag Íslands, sem nú heitir Slysavarnarfélagið Landsbörg, sem setti skólann á laggirnar. Skólinn sinnir allri öryggisfræðslu fyrir sjómenn. 7.10.2005 00:01
S-hópurinn með vænlegasta tilboðið Í skýrslu HSBC um sölu Búnaðarbankans kemur fram að einn helsti kosturinn við tilboð S-hópsins væri aðkoma Societe Generale eða álíka alþjóðlegs fjárfestis. Án hans hefði S-hópurinn samt sem áður þótt álitlegri kostur en Kaldbakur. 7.10.2005 00:01
Verkfalli á Akranesi ekki frestað Fyrirhuguðu verkfalli Starfsmannafélags Akraness sem hefjast á á miðnætti á sunnudag verður ekki frestað. Þetta varð niðurstaða fundar trúnaðarmanna nú eftir hádegið, en bæjarráð Akraness hafði í gær skorað á starfsmannafélagið að fresta verkfallinu um viku. 7.10.2005 00:01
Ófremdarástand í Ártúnsbrekku Ragnar Sær Ragnarsson, frambjóðandi í prófkjöri sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík, fer heldur óvenjulega leið til að vekja athygli á hinni miklu umferð sem fer um Ártúnsbrekkuna. Hann hyggst dreifa upplýsingum um umferðina til ökumanna við umferðarljósin til móts við Suðurlandsveg upp úr klukkan fjögur í dag. 7.10.2005 00:01