Kosið verði að nýju um sameiningar 9. október 2005 00:01 „Niðurstaðan kemur að nokkru leyti á óvart því skoðanakannanir höfðu gefið vísbendingar um að meiri vilji væri fyrir sameiningu en raunin er. Við því er í sjálfu sér ekkert að segja en ég á von á því að í kjölfarið muni sveitarstjórnarmenn taka upp þráðinn og halda áfram að fækka sveitarfélögum, ekki ólíkt því sem gerðist eftir kosningarnar 1993," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. Hann segir að með niðurstöðunum úr kosningunum um sameiningu sveitarfélaga hafi íbúar þeirra sveitarfélaga sem í hlut áttu sagt skoðun sína með býsna afgerandi hætti. „Það er ekki nema í tveimur tillögum sem fer fram endurkosning og ein tillaga var samþykkt. Þetta er niðurstaðan í lýðræðislegri kosningu sem menn munu að sjálfstögðu una," segir Árni. Spurður hvernig sveitar--stjórnar-menn geti haft áhrif á sameiningu í ljósi þessara úrslita segir Árni að þeir geti ákveðið sín á milli að efna til kosninga um nýjar tillögur. „Það er ekkert sem kemur í veg fyrir það og yrði ég ekki hissa ef það gerðist í kjölfarið," segir Árni. Hann segist ekki eiga neina einhlíta skýringu á niðurstöðunum. „Kosninga-þátttaka var ekki nema rétt um þriðjungur og það er eðli þess kerfis sem við höfum verið sammála að nota að neitunarvaldið er ríkt. Þó svo að það séu tæp 45 prósent í heild sem samþykkja sameiningu er niðurstaðan sú að fleiri hafna sameiningu. Fyrst við höfum valið þessa aðferð verðum við að vera tilbúin að taka niðurstöðunni," segir hann. Spurður hvort til greina komi að breyta lögum um kosningar sem þessar, til að mynda með því að krefjast lágmarksþátttöku segist Árni síður eiga von á því að jafn víðtæk tilraun og þessi muni eiga sér stað í bráð. „Rætt hefur verið um hvort breyta eigi lögum um lágmarksíbúafjölda. Ég mun ekki beita mér fyrir því en býst við því að umræða um það fari í gang í kjölfar þessara kosninga," segir hann. Árni bendir á að sameiningu hafi verið hafnað í mörgum smáum sveitarfélögum og segir það umhugsunarefni. Spurður hvað hann lesi út úr því segir hann: „Það segir mér fyrst og fremst að íbúar telji sig geta vel við unað en ég hef sjálfur miklar efasemdir um að smá sveitarfélög geti veitt alla þá þjónustu sem lög kveða á um og íbúar gera kröfu um," segir Árni. Fréttir Innlent Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
„Niðurstaðan kemur að nokkru leyti á óvart því skoðanakannanir höfðu gefið vísbendingar um að meiri vilji væri fyrir sameiningu en raunin er. Við því er í sjálfu sér ekkert að segja en ég á von á því að í kjölfarið muni sveitarstjórnarmenn taka upp þráðinn og halda áfram að fækka sveitarfélögum, ekki ólíkt því sem gerðist eftir kosningarnar 1993," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. Hann segir að með niðurstöðunum úr kosningunum um sameiningu sveitarfélaga hafi íbúar þeirra sveitarfélaga sem í hlut áttu sagt skoðun sína með býsna afgerandi hætti. „Það er ekki nema í tveimur tillögum sem fer fram endurkosning og ein tillaga var samþykkt. Þetta er niðurstaðan í lýðræðislegri kosningu sem menn munu að sjálfstögðu una," segir Árni. Spurður hvernig sveitar--stjórnar-menn geti haft áhrif á sameiningu í ljósi þessara úrslita segir Árni að þeir geti ákveðið sín á milli að efna til kosninga um nýjar tillögur. „Það er ekkert sem kemur í veg fyrir það og yrði ég ekki hissa ef það gerðist í kjölfarið," segir Árni. Hann segist ekki eiga neina einhlíta skýringu á niðurstöðunum. „Kosninga-þátttaka var ekki nema rétt um þriðjungur og það er eðli þess kerfis sem við höfum verið sammála að nota að neitunarvaldið er ríkt. Þó svo að það séu tæp 45 prósent í heild sem samþykkja sameiningu er niðurstaðan sú að fleiri hafna sameiningu. Fyrst við höfum valið þessa aðferð verðum við að vera tilbúin að taka niðurstöðunni," segir hann. Spurður hvort til greina komi að breyta lögum um kosningar sem þessar, til að mynda með því að krefjast lágmarksþátttöku segist Árni síður eiga von á því að jafn víðtæk tilraun og þessi muni eiga sér stað í bráð. „Rætt hefur verið um hvort breyta eigi lögum um lágmarksíbúafjölda. Ég mun ekki beita mér fyrir því en býst við því að umræða um það fari í gang í kjölfar þessara kosninga," segir hann. Árni bendir á að sameiningu hafi verið hafnað í mörgum smáum sveitarfélögum og segir það umhugsunarefni. Spurður hvað hann lesi út úr því segir hann: „Það segir mér fyrst og fremst að íbúar telji sig geta vel við unað en ég hef sjálfur miklar efasemdir um að smá sveitarfélög geti veitt alla þá þjónustu sem lög kveða á um og íbúar gera kröfu um," segir Árni.
Fréttir Innlent Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira