Innlent

Sendir forsetum samúðarkveðjur

Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur sent Pervez Musharraf, forseta Pakistans, Abdul Kalam, forseta Indlands, og Hamid Karzai, forseta Afganistans, samúðarkveðjur sínar og íslensku þjóðarinnar vegna jarðskjálftanna sem hafa kostað minnst 19.400 manns lífið. Í samúðarkveðjunum víkur forseti Íslands að reynslu Íslendinga af náttúruhamförum á sviði jaðarskjálfta og eldgosa og segir að sú reynsla hafi skapað sterka samkennd í hugum Íslendinga. Í kveðju sinni til Abdul Kalam, forseta Indlands, rifjar hann upp opinbera heimsókn Kalams hingað síðasta sumar en þá leituðu Indverjar eftir því að Íslendingar myndu miðla þekkingu og tækni sem hér hafa orðið til varðandi viðvaranir og rannsóknir á aðdraganda meiriháttar jarðskjálfta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×