Innlent

Æfa viðbrögð við sprengjuárásum

Fjölþjóðleg æfing sprengjueyðingarsveita, Northern Challenge, hefst í dag. Landhelgisgæslan og varnarliðið standa að æfingunni en markmið hennar er að líkja eftir raunverulegum hryðjuverkum og æfa viðbrögð við þeim. Æfð verða viðbrögð við sjálfsmorðssprengjuárásum og sprengingum á flugvöllum, í höfnum og um borð í skipum. Þátttakendur eru um 100 talsins, en helmingur þeirra kemur frá sex erlendum sprengjueyðingarsveitum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×