Innlent

Sóknarnefndin hafði sigur

Fjölmenni var á aðalsafnaðarfundi Garðasóknar þar sem tekist var á um hvort sóknarnefnd, undir forystu Matthíasar G. Péturssonar, eða Hans Markús Hafsteinsson prestur nytu stuðnings sóknarmanna. Talið er að tæplega 700 manns hafi mætt á fundinn þar sem hart var tekist á. Kosið var um þrjú sæti í sóknarnefnd sem ráða úrslitum um hvor réði ferðinni, gamla sóknarnefndin eða Hans Markús, sem biskup og kirkjumálaráðherra hafa úrskurðað að skuli fluttur um set. Fyrr um kvöldið lögðu stuðningsmenn Hans Markúsar fram tillögu um að sóknarnefndin viki. Þá var borin upp tillaga um að vísa þeirri tillögu frá og var hún samþykkt með 318 atkvæðum gegn 170, tólf seðlar voru auðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×