Fleiri fréttir

Frekari tafir á borun

Bor númer tvö af þremur risaborum á Kárhnjúkasvæðinu hefur upp á síðkastið gengið mun hægar en ráðgert var. Ástæðan er að bergið er mun lausara í sér en reiknað hafði verið með og stöðugt þarf að vera að styrkja það svo að borinn geti haldið áfram. Fyrr í sumar var bor þrjú látinn hætta við að klára sinn áfanga af svipuðum ástæðum og er verið að snúa honum við.

Byrjað á snjóframleiðslukerfi

Akureyringar hefjast handa við það í dag að búa til vetur, eða snjó að minnsta kosti. Framkvæmdir við fyrsta snjóframleiðslukerfi á Íslandi hefjast formlega með skóflustungu í dag og síðan fer allt af stað. Ráðgert er að framkvæmdum ljúki um miðjan október og að skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verði opnað formlega eigi síðar en 3. desember. Lengd skíðasvæðisins sem mun njóta snjóframleiðslunnar er um tveir og hálfur kílómetri.

Bensínlítrinn í 118 krónur

Bensínverð hækkar nánast daglega og er nú komið upp í 118 krónur með fullri þjónustu en 110 til 112 í sjálfsafgreiðslu. Miðað við þróun á heimsmarkaði er ekki útlit fyrir að það fari að lækka aftur í bráð. Díselolían hækkar líka og er litlu ódýrari en bensínið. Eins greint var frá í gær eru þjófar farnir að stela díselolíu sem var óþekkt fyrirbæri þar til hún snarhækkaði í verði í sumar.

Vísitala hækkar um 0,21 prósent

Vísitala neysluverðs í ágúst 2005 er 243,2 stig og hækkaði um 0,21 prósent frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 227,5 stig og lækkaði um 0,18 prósent frá því í júlí. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands.

Jörð skelfur á Torfajökulssvæðinu

Jarðskjálfti upp á 3,1 á Richter varð á vestanverðu Torfajökulssvæðinu rétt eftir klukkan níu í morgun og fannst hann í Landmannalaugum. Í kjölfar hans fylgdi annar minni um klukkan hálftíu, en hann var einn á Richter. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að nokkri skjálftar hafi mælst á svæðinu á undaförnum vikum.

Vísitala neysluverðs hækkar

Vísitala neysluverðs í ágúst hækkaði um 0,21 prósent frá júlímánuði og mælist nú samtals 243,2 stig.

Á leið til Ísafjarðar með fiskibát

Björgunarskipið Gunnar Friðriksson er nú á hægri siglingu inn Djúpið á leið til Ísafjarðar með hraðfiskibátinn Eyjólf Ólafsson GK í togi eftir að hafa dregið hann á flot úr fjörunni í Aðalvík.

Blöskrar meðferð á landi

Umhverfisverndarsinnum blöskrar meðferð aðstandenda kvikmyndarinnar <em>Flags of Our Fathers</em> á landsvæðinu í Sandvík þar sem tökur fara nú fram. Í fréttum Stöðvar 2 í gær mátti meðal annars sjá sviðinn gróður eftir eldvörpur á mjög stóru svæði.

Ófyrirséð vandamál við borun

Bor númer tvö af þremur risaborum á Kárhnjúkasvæðinu hefur upp á síðkastið gengið mun hægar en ráðgert var og hafa ófyrirséð vandamál verið meiri en reiknað var með.

Ákvörðun um mótmælendur í dag

Útlendingastofnun hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort tólf erlendum mótmælendum, sem hafa undanfarið dvalist við Kárahnjúka og meðal annars valdið þar eignaspjöllum, verði vísað úr landi. Erindi þess efnis barst frá Sýslumanninum á Eskifirði fyrir helgi en í samtali við forstöðumann Útlendingastofnunar nú rétt fyrir hádegisfréttir kom fram að ákvörðun lægi ekki fyrir í málinu, en hennar væri að vænta síðar í dag.

Enginn hafi gengið að tilboði

Hesthúsaeigendum í Kópavogi barst skömmu fyrir mánaðamót tilboð frá óstofnuðu hlutafélagi í hesthús á svokölluðu Gustssvæði ofan við Smáralindina. Tilboðið rann út í gær og ekki er vitað til þess að nokkur hafi gengið að tilboðinu.

Enn á gjörgæsludeild eftir slys

Konan sem slasaðist alvarlega í árekstri á þjóðveginum við Hallormsstaðarskóg við Egilsstaði á þriðjudaginn er enn á gjörgæsludeild og er líðan hennar eftir atvikum. Tveir samferðamenn hennar voru úrskurðaðir látnir við komuna á sjúkrahús.

Minni útleiga leiði til betri hags

Útvegsmenn, sem þessa dagana þiggja ókeypis byggðakvóta frá stjórnvöldum, leigja margfalt það magn út úr sveitarfélögunum þannig að með því einu að draga úr útleigunni myndi hagur í héraði væntanlega vænkast.

Sky lokar á íslenska áskrifendur

Sky hefur ákveðið að loka fyrir íslenska áskrifendur. Ástæðan er að íslensk fyrirtæki auglýsa áskrift að stöðinni en fyrir því hafa þau ekki leyfi.

Ekki bjartsýnn á R-listaframboð

Í kvöld ætti að skýrast hvort áframhald verði á samstarfi R-lista flokkanna. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sem segist hafa verið bjartsýnn á samkomulag um sameiginlegt framboð flokkanna í aðdraganda síðustu tvennra borgarstjórnarkosninga, er það ekki lengur.

Ungbarn nærri drukknað í baðkari

Fyrir skemmstu var fimm mánaða gamalt barn nærri drukknað í baðkari. Verið var að baða barnið og sat það í þar til gerðu baðsæti en litið var af því eitt augnablik og losnaði baðsætið með þeim afleiðingum að barninu hvolfdi.

Mismunun verði afnumin með öllu

Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hvetur þingmenn til þess að afnema alla mismunun á grundvelli kynhneigðar í ályktun sem félagið samþykkti í janúar síðastliðnum og ítrekar nú í tilefni umræðu síðustu daga. Í ályktun SUS segir að í lögum um staðfesta samvist og lögum um tæknifrjóvganir séu ákvæði sem fela í sér þessa mismunun og það sé ekki líðandi.

Matvælaráðherra Dana í heimsókn

Hans Christian Schmidt, matvælaráðherra Danmerkur, er nú staddur í vinnuferð hér á landi til að kynna sér íslenskan sjávarútveg. Ráðherrann á fund með Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra í dag auk þess sem hann mun heimsækja sjávarútvegs- og sölufyrirtæki á næstu dögum.

Leita manns á Þingvöllum

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór af stað rétt fyrir klukkan tvö til að aðstoða lögregluna á Selfossi og björgunarsveitir þar við að leita manns sem ekkert hefur spurst til síðan í gærkvöld. Maðurinn sást síðast á ferli við Þingvelli í gær samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar en lögreglan á Selfossi neitar að gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

250 lán veitt til listaverkakaupa

Fjöldi fólks hefur nýtt sér vaxtalaus lán KB banka til listaverkakaupa. Flest lánin eru á bilinu 200 til 300 þúsund krónur en mest er hægt að fá 600 þúsund krónur lánaðar. </font /></b />

Gripnir með fíkniefni í Kópavogi

Lögreglan í Kópavogi handtók fjóra menn um tvítugt í nótt eftir að fíkniefni fundust í fórum þeirra. Mennirnir voru stöðvaðir við reglubundið eftirlit en við leit í bíl þeirra fundust um 50 grömm af hassi auk nokkurra e-taflna og annarra kannabisefna. Einn mannanna gekkst við að eiga efnin og viðurkenndi að hafa ætlað að koma þeim í sölu. Mönnunum var öllum sleppt að loknum yfirheyrslum.

Íhuga málsókn vegna byggðakvóta

Landsamband íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, íhugar nú að höfða mál á hendur sjávarútvegsráðherra og ríkinu vegna byggðakvóta og annarra sértækra aðgerða við úthlutun kvóta. LÍÚ telur að aðgerðir sjávarútvegsráðherra jafngildi eignaupptöku og standist ekki ákvæði stjórnarskrár um eignarrétt.

Endurgreitt ef efi vaknar

Það kostar 29.900 krónur að sitja sjö klukkustunda námsstefnu með fyrirlesaranum Brian Tracy í Háskólabíói í október.

Maður sem leitað var að fundinn

Maðurinn sem leitað var að á Þingvöllum er fundinn heill á húfi. Um var að ræða erlendan ferðamann sem var einn á ferð með kajak og hafði fengið sér veiðileyfi í Þingvallavatni í dag, en lögregla hafði verið beðin um að leita hans vegna þess að bíll hans hafði verið yfirgefinn í allnokkurn tíma. Bæði björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út til að leita mannsins um klukkan tvö í dag en hann fannst fljótlega sem fyrr segir.

Loka á áskrifendur SKY á Íslandi

Samtök myndrétthafa á Íslandi, Smáís, hafa komist að samkomulagi við SKY sjónvarpsstöðina að hér eftir verði ekki hægt að greiða fyrir áskriftir með íslenskum kreditkortum. Hafa nokkrir söluaðilar auglýst aðgang að stöðvum SKY, þar á meðal enska boltanum, með sérstökum búnaði til þess arna en nú er að mestu loku fyrir það skotið að það sé hægt.

Segja gagnrýni á rannsókn réttmæta

Friðrik Þór Guðmundsson og Jón Ólafur Skarphéðinsson, aðstandendur tveggja fórnarlamba flugslyssins í Skerjafirði, hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að skýrsla óháðrar rannsóknarnefndar undir forystu Sigurðar Líndals lagaprófessors var birt. Yfirlýsingin en birt í heild sinni hér.

Vilja úttekt á nýju leiðakerfi

Minnihluti Sjálfstæðisflokksins í borgarráði flutti í dag tillögu þar sem skorað var á forstjóra Strætós bs. og fulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn fyrirtækisins að beita sér fyrir ýtarlegri úttekt á nýju leiðakerfi Strætós.

Greiði tíu milljónir vegna árásar

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til greiðslu tæplega 10 milljóna króna í miskabætur fyrir að hafa ráðist ásamt félaga sínum á mann um tvítugt fyrir utan veitingastaðinn Subway í Austurstræti árið 1998. Hin seki sló manninn þá með kreptum hnefa í andlitið með þeim afleiðinugm að hann féll aftur fyrir sig og skall með hnakkann í gagnstétt.

Vilja taka strax á strætóvanda

"Við viljum taka á þeim mikla vanda sem skapast hefur með nýju leiðakerfi Strætó bs. strax," segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann óttast að glundroði skapist þegar skólarnir hefjast 22. ágúst.

Verðbólguaukning mikið áhyggjuefni

ASÍ segir á fréttavef sínum að sú mikla verðbólguaukning sem orðið hafi að undanförnu séu slæm tíðindi fyrir þá sem láta sig stöðugleika varða, en vísitala neysluverðs hækkaði um 0,21 prósent á milli júlí og ágúst. Niðurstaðan þykir koma nokkuð á óvart þar sem opinberar spár um vísitöluna lágu á bilinu -0,2 prósent til 0 prósent.

Neita brotum á vinnulöggjöf

"Það var algjörlega farið eftir vinnulöggjöf í þessum efnum, að höfðu samráði við lögfræðinga okkar," segir Sævar Gunnarsson formaður Sjómannasambands Íslands um fram komna stjórnsýslukæru til félagsmálaráðuneytis vegna framkvæmdar talningar atkvæða um kjarasamning sjómanna.

Mikið rætt um Strætó í borgarráði

Umræður um nýtt leiðakerfi Strætó voru fyrirferðarmiklar á fundi borgarráðs í dag að því er fram kemur í tilkynningu aðstoðarmanni borgarstjóra. Forstjóri Strætós kom á fundinn og gerði grein fyrir innleiðingu nýja kerfisins og svaraði spurningum borgarráðsfulltrúa.

Hótar að vísa mótmælendum úr landi

Á þriðja tug útlendinga sem staðið hafa í mótmælum á Austurlandi í sumar gæti verið á heimleið. Útlendingastofnun hótar að vísa fólkinu úr landi en það fær viku til að andmæla.

Deilt um byggðakvóta

"Við getum ekki lengur sætt okkur við eignaupptöku sem sjávarútvegsráðherra stendur fyrir," segir Magnús Kristinsson, útvegsmaður í Vestmannaeyjum.

Fluttur slasaður til Reykjavíkur

Ökumaður fólksbíls var fluttur slasaður með sjúkrabíl til Reykjavíkur eftir árekstur við flutningabíl við Mótel Venus í Borgarfirði snemma í gærmorgun.

Með talsvert magn fíkniefna

Þrír menn hafa verið ákærðir eftir að í ljós kom að þeir höfðu fíkniefni undir höndum í Kópavogi rétt fyrir miðnætti á miðvikudagskvöld. Fjórir menn voru handteknir í tengslum við málið en einum var leyft að fara án ákæru.

Vilja ekki umsóknir samkynhneigðra

Óttast er að erlend ríki hætti að senda munaðarlaus börn hingað til lands fái samkynhneigðir rétt til ættleiðinga. Ekkert þeirra fimm ríkja sem Íslendingar ættleiða frá leyfa slíkt.

Skattar en álagning hækkar

Tekjur ríkissjóðs af almennum tekjuskatti einstaklinga hafa hækkað jafnt og þétt frá árinu 1999 til ársins 2005 enda þótt skattprósentan hafi lækkað á sama tíma frá 26,41 prósenti árið 1999 niður í 25,75 prósent árið 2004.

Styttist í ákvörðun í Texas

"Það mun eitthvað fara gerast fljótlega í þessum málum því skrifstofa ríkisstjóra sagði ákvörðunar að vænta eftir fjórar til sex vikur og nú eru liðnar fjórar vikur," segir Einar S. Einarsson, talsmaður RJF-hópsins, sem vinnur að því að fá Aron Pálma Ágústsson leystan úr haldi í Texas í Bandaríkjunum.

Fyrirætlanir tilboðsgjafa óljósar

Enn er óljóst hvað tilboðgjafar ætla sér með svæði hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi. Þeir þegja þunnu hljóði og vilja ekkert láta uppi um um fyrirætlanir sínar.

Fundi lauk án árangurs

Öllum á óvörum lauk viðræðunefnd R-listaflokkanna fundi sínum nú fyrir fáeinum mínútum, án nokkurs árangurs. Nefndarmenn geta engu svarað um það hvert framhaldið verður. Þrátt fyrir þessi snautlegu lok segir í sameiginlegri yfirlýsingu að vilji sé fyrir áframhaldandi samstarfi.

Baugsákærur ekki enn birtar

Ekkert bólar enn á að ákærur í Baugsmálinu séu birtar og virðist sem það hafi aldrei staðið til að eins og talsmenn sexmenninganna sögðu fyrir mánuði að til stæði að gera. Málið verður þingfest eftir viku.

Úthlutun standist ekki ákvæði

Útgerðarmenn huga að því að höfða prófmál á hendur ríkinu í haust vegna sértækra aðgerða við úthlutun kvóta. Þeir segja slíka úthlutun ekki standast eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og vilja að hætt verði að gefa öðrum það sem þeir hafa keypt háu verði.

Björguðu bát með snarræði

Snarræði bátsverja kom í veg fyrir að hraðfiskibáturinn Eyjólfur Ólafsson GK sykki í nótt. Þeir brunuðu beina leið upp í fjöru.

Gríðarlegar breytingar í Sandvík

Sandvíkursvæðið, þar sem hluti stórmyndar Clints Eastwood verður myndaður, hefur tekið gífurlegum breytingum á aðeins örfáum dögum. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort hægt verði að skila svæðinu eins og það var áður en tökur hófust.

Sjá næstu 50 fréttir