Innlent

Vísitala neysluverðs hækkar

Vísitala neysluverðs í ágúst hækkaði um 0,21 prósent frá júlímánuði og mælist nú samtals 243,2 stig. Hefur því umrædd vísitala hækkað um 3,7 prósent síðustu tólf mánuði og um heilt prósentustig ef aðeins er litið til síðustu þriggja mánaða. Jafngildir það um 4,2 prósenta verðbólgu á ári en hækkunin er aðeins 0,2 prósent yfir sama tíma sé vísitalan mæld án húsnæðis. Hækkunin er því að mestu tilkomin vegna húsnæðisliðarins en á móti komu sumarútsölurnar sem leiddu til 6,6 prósent lækkunar á fötum og skóm.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×