Innlent

Fluttur slasaður til Reykjavíkur

Ökumaður fólksbíls var fluttur slasaður með sjúkrabíl til Reykjavíkur eftir árekstur við flutningabíl við Mótel Venus í Borgarfirði snemma í gærmorgun. Einn farþegi var í fólksbílnum og var hann fluttur til athugunar á Heilsugæsluna í Borgarnesi. Ökumaður flutningabílsins slapp hins vegar ómeiddur. Fólksbifreiðin er talin ónýt eftir slysið, að sögn lögreglu í Borgarnesi. Minniháttar skemmdir urðu á flutningabílnum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×