Innlent

Verðbólguaukning mikið áhyggjuefni

ASÍ segir á fréttavef sínum að sú mikla verðbólguaukning sem orðið hafi að undanförnu séu slæm tíðindi fyrir þá sem láta sig stöðugleika varða, en vísitala neysluverðs hækkaði um 0,21 prósent á milli júlí og ágúst. Niðurstaðan þykir koma nokkuð á óvart þar sem opinberar spár um vísitöluna lágu á bilinu -0,2 prósent til 0 prósent. Skekkjan skýrist fyrst og fremst af minni áhrifum af útsölulokum en reiknað var með og meiri hækkun íbúðaverðs. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,7 prósent. Verðbólgan í júlí mældist 3,5 prósent og í júní 2,8 prósent. Verðbólgan er því komin langt fram úr verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×