Deilt um byggðakvóta 11. ágúst 2005 00:01 "Við getum ekki lengur sætt okkur við eignaupptöku sem sjávarútvegsráðherra stendur fyrir," segir Magnús Kristinsson, útvegsmaður í Vestmannaeyjum. Magnús íhugar að stefna sjávarútvegsráðherra vegna úthlutunar byggðakvóta sem kynnt var í síðustu viku. Vestmannaeyingum var þá ekki úthlutað neinum byggðakvóta, en alls var 4.010 tonnum úthlutað til byggðarlaga sem lent hafa í vanda. Þau bæjarfélög sem mestan byggðakvóta fengu eru Súðavík, Sigufjörður og Stykkishólmur. "Það er alveg ljóst að nú látum við sverfa til stáls," segir Magnús. "Það er ekkert annað en hrein og klár eignaupptaka þegar eignir manns eru teknar og þeim deilt út til annarra." Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, kveðst reikna með því að höfðað verði mál gegn ríkinu vegna byggðakvótans. "Menn vilja láta á það reyna hvort standist gagnvart eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar að taka hluta kvóta sem menn hafa keypt og úthluta honum með þessum hætti," segir Friðrik. "Við teljum að ef menn hafa keypt sér rétt til þess að nýta ákveðinn hluta fiskistofna eigi þeir réttinn þar með og að hann verði ekki frá þeim tekinn." Friðrik segir sambandið sjálft ekki ætla að reka málið heldur komi það í hlut einnar útgerðar að höfða prófmál, í samstarfi við sambandið. "Útvegsmenn sem sæti eiga í stjórn samtakanna hafa ákveðið að stuðla að því að þessi leið verði farin," segir hann. "Úthlutanir af þessu tagi eru alltaf mjög umdeilanlegar," segir Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra. "Þær eru hins vegar í samræmi við lög um stjórn fiskveiða og þar hefur alltaf verið gert ráð fyrir slíkum úthlutunum." Árni segist ekki í vafa um að úthlutanirnar standist lög, ella væri ekki staðið að þeim með þessum hætti. Öllum sé hins vegar heimilt að bera stjórnvaldsákvarðanir undir dómstóla. Fréttir Innlent Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
"Við getum ekki lengur sætt okkur við eignaupptöku sem sjávarútvegsráðherra stendur fyrir," segir Magnús Kristinsson, útvegsmaður í Vestmannaeyjum. Magnús íhugar að stefna sjávarútvegsráðherra vegna úthlutunar byggðakvóta sem kynnt var í síðustu viku. Vestmannaeyingum var þá ekki úthlutað neinum byggðakvóta, en alls var 4.010 tonnum úthlutað til byggðarlaga sem lent hafa í vanda. Þau bæjarfélög sem mestan byggðakvóta fengu eru Súðavík, Sigufjörður og Stykkishólmur. "Það er alveg ljóst að nú látum við sverfa til stáls," segir Magnús. "Það er ekkert annað en hrein og klár eignaupptaka þegar eignir manns eru teknar og þeim deilt út til annarra." Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, kveðst reikna með því að höfðað verði mál gegn ríkinu vegna byggðakvótans. "Menn vilja láta á það reyna hvort standist gagnvart eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar að taka hluta kvóta sem menn hafa keypt og úthluta honum með þessum hætti," segir Friðrik. "Við teljum að ef menn hafa keypt sér rétt til þess að nýta ákveðinn hluta fiskistofna eigi þeir réttinn þar með og að hann verði ekki frá þeim tekinn." Friðrik segir sambandið sjálft ekki ætla að reka málið heldur komi það í hlut einnar útgerðar að höfða prófmál, í samstarfi við sambandið. "Útvegsmenn sem sæti eiga í stjórn samtakanna hafa ákveðið að stuðla að því að þessi leið verði farin," segir hann. "Úthlutanir af þessu tagi eru alltaf mjög umdeilanlegar," segir Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra. "Þær eru hins vegar í samræmi við lög um stjórn fiskveiða og þar hefur alltaf verið gert ráð fyrir slíkum úthlutunum." Árni segist ekki í vafa um að úthlutanirnar standist lög, ella væri ekki staðið að þeim með þessum hætti. Öllum sé hins vegar heimilt að bera stjórnvaldsákvarðanir undir dómstóla.
Fréttir Innlent Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira