Innlent

Með talsvert magn fíkniefna

Þrír menn hafa verið ákærðir eftir að í ljós kom að þeir höfðu fíkniefni undir höndum í Kópavogi rétt fyrir miðnætti á miðvikudagskvöld. Fjórir menn voru handteknir í tengslum við málið en einum var leyft að fara án ákæru. Við leit á mönnunum og í heimahúsi fannst nokkuð magn fíkniefna, um fimmtíu grömm af hassi, á annan tug e-taflna og smáræði af maríjúana. Viðurkenndu mennirnir að til stæði að selja efnin. Þeir fengu að fara að afloknum yfirheyrslum og málið telst upplýst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×