Nýjar tjaldbúðir settar upp 27. júlí 2005 00:01 Um tuttugu lögregluþjónar voru staddir á Kárahnjúkum um hádegisbilið í gær en þá rann út fresturinn sem mótmælendur höfðu til þess að ganga frá og taka saman föggur sínar að sögn Helga Jenssonar, fulltrúa sýslumannsins á Seyðisfirði. Síðasta tjaldið féll hins vegar ekki fyrr en síðdegis án þess að til átaka kæmi milli mótmælenda og lögreglu. Lögregla skildi við mótmælendurna um leið og þeir komu í hlaðið á Vaði í Skriðdal hjá Guðmundi Árnasyni bónda og formanns Félags um verndun hálendis Austurlands. "Það var nú eiginlega bara af mannúðarástæðum sem ég bauð þeim að koma til mín," segir Guðmundur. "Kirkjan var búin hrekja þau í burtu sem samrýmist nú ekki kenningum biblíunnar. Þannig að ég ákvað að bjóða þeim að vera hérna á túninu hjá mér." Um níutíu mínútna akstur er frá Vaði til Kárahnúka. Áfram verður hert löggæsla við Kárahnjúka að sögn Helga en lögreglumönnum á Egilsstöðum hefur borist liðsstyrkur frá Ríkislögreglustjóra. Þá komu lögregluþjónar frá Eskifirði að löggæslunni við Kárahnjúka í gær. Þremur Bretum, sem handteknir voru í átökunum við Kárahnjúka aðfaranótt þriðjudags, var sleppt í fyrrakvöld eftir að í ljós kom að Útlendingastofnun taldi ekki ástæðu til þess að vísa þeim úr landi. Fólkið fór aftur upp að Kárahnjúkum eftir að þeim var sleppt að sögn Gísla M. Auðbergssonar, sem skipaður hefur verið verjandi þeirra. Gísli fór að Kárahnjúkum í gær og fundaði með mótmælendum sem hann telur hafa verið þrjátíu til fjörutíu talsins. "Ég fór yfir lögfræðilega hlið málsins með hópnum," segir Gísli. Mótmælendahópurinn samanstendur að mestu af Englendingum og Skotum en auk þess voru á svæðinu nokkrir Íslendingar. Ekki er um skipulögð samtök að ræða að sögn Birgittu heldur einstaklingsframtak hvers og eins. Fréttir Innlent Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Sjá meira
Um tuttugu lögregluþjónar voru staddir á Kárahnjúkum um hádegisbilið í gær en þá rann út fresturinn sem mótmælendur höfðu til þess að ganga frá og taka saman föggur sínar að sögn Helga Jenssonar, fulltrúa sýslumannsins á Seyðisfirði. Síðasta tjaldið féll hins vegar ekki fyrr en síðdegis án þess að til átaka kæmi milli mótmælenda og lögreglu. Lögregla skildi við mótmælendurna um leið og þeir komu í hlaðið á Vaði í Skriðdal hjá Guðmundi Árnasyni bónda og formanns Félags um verndun hálendis Austurlands. "Það var nú eiginlega bara af mannúðarástæðum sem ég bauð þeim að koma til mín," segir Guðmundur. "Kirkjan var búin hrekja þau í burtu sem samrýmist nú ekki kenningum biblíunnar. Þannig að ég ákvað að bjóða þeim að vera hérna á túninu hjá mér." Um níutíu mínútna akstur er frá Vaði til Kárahnúka. Áfram verður hert löggæsla við Kárahnjúka að sögn Helga en lögreglumönnum á Egilsstöðum hefur borist liðsstyrkur frá Ríkislögreglustjóra. Þá komu lögregluþjónar frá Eskifirði að löggæslunni við Kárahnjúka í gær. Þremur Bretum, sem handteknir voru í átökunum við Kárahnjúka aðfaranótt þriðjudags, var sleppt í fyrrakvöld eftir að í ljós kom að Útlendingastofnun taldi ekki ástæðu til þess að vísa þeim úr landi. Fólkið fór aftur upp að Kárahnjúkum eftir að þeim var sleppt að sögn Gísla M. Auðbergssonar, sem skipaður hefur verið verjandi þeirra. Gísli fór að Kárahnjúkum í gær og fundaði með mótmælendum sem hann telur hafa verið þrjátíu til fjörutíu talsins. "Ég fór yfir lögfræðilega hlið málsins með hópnum," segir Gísli. Mótmælendahópurinn samanstendur að mestu af Englendingum og Skotum en auk þess voru á svæðinu nokkrir Íslendingar. Ekki er um skipulögð samtök að ræða að sögn Birgittu heldur einstaklingsframtak hvers og eins.
Fréttir Innlent Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Sjá meira