Innlent

Átök við Kárahnjúka í nótt

Til átaka kom á milli lögreglumanna og mótmælenda við Kárahnjúka í nótt og voru tveir útlendingar handteknir og færðir í fangageymslur á Egilsstöðum. Mótmælendur reyndu að tefja fyrir farartækjum verktaka og eftir því sem fréttastofan kemst næst unnu þeir skemmdarverk á farartæki. Skarst þá í odda sem endaði með handtökum en ekki liggur fyrir hvort einhver meiddist í átökunum. Lögreglumenn frá Egilsstöðum og Ríkislögreglustjóra eru enn á vettvangi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×