Innlent

Leyfi mótmælenda afturkallað

Prestseturssjóður hefur afturkallað leyfi mótmælenda við Kárahnjúka til að hafa lengur tjaldbúðir en sjóðurinn hefur yfirráð með landinu á þeim slóðum. Er þetta gert að beiðni Sýslumanns á Seyðisfirði í ljósi þess að mótmælendurnir hafi ekki farið fram með friðsamlegum hætti. Lögregla hefur tilkynnt mótmælendunum að þeir verði að hafa sig á brott innan skamms tíma en fréttastofunni er ekki kunnugt um hversu skammur fresturinn er. Að öðrum kosti mun lögregla fjarlægja tjaldbúðirnar og hefur liðsauki frá Ríkislögreglustjóra verið sendur austur til frekara eftirlits og aðgerða ef með þarf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×