Innlent

Bílstjórar ekki sammála

Mótmælaaðgerðir atvinnubílstjóra eru vafasamar og stuðla síður en svo að jafnrétti. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hann segir ríkið ekki græða á nýja olíugjaldinu. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir olíugjaldið ekki eins ósanngjarnt og ýmsir vilja meira. Hann segir þessar aðgerðir sem ákveðnir atvinnubílstjórar hafa boðað eru þvert á jafnræðishugsun. Því með olíugjaldinu er verið að leggja jafnari álgögur á bifreiðanotendur og jafna út álögur eftir rekstrarformi. Og þó að einhverjir hafi notið sérkjara í gamla kerfinu þá er það þvert á alla jafnræðishugsun og að aðgerðinar seú ekki vel séðar af öllum bílstjórum. Hann segir ekki rétt að allir atvinnubílstjórar séu óánægðir með nýja olíugjaldið, þetta sé í raun lítill hópur manna. Runólfur segir þó ríkið alltof kappsamt við að taka skatta af bílum og bifreiðaeigendum. Ríkið er ekki að græða á nýju olíugjaldi. Tekjurnar eru sambærilegar því sem ríkið fékk af þungaskattinum. Fulltrúar lögreglu og ríkislögreglustjóra funda í kvöld með forvígismanni og fleiri fulltrúum þeirra sem boða mótmæli á Suðurlands- og Vesturlandsvegi fyrir verslunarmannahelgi. Varalögreglustjóri segir að verði af mótmælunum, sé það lögbrot og muni lögreglan bregðast við með viðeigandi hætti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×