Innlent

Karlar gegn nauðgunum

"Tilgangur átaksins er að fá karla til þess að velta fyrir sér eðli og alvarleika nauðgana," segir Arnar Gíslason, meðlimur í Karlahóp Femínistafélagsins. Hópurinn ýtti átakinu "Karlmenn segja nei við nauðgunum" úr vör í gær. "Karlmenn eru í lykilstöðu til þess að breyta þessu máli," segir Arnar. "Það hefur lengi verið litið á nauðganir sem vandamál kvenna en því viljum við breyta." Arnar segir erfitt að segja til um árangur af átakinu strax þar sem tilgangur þess sé fyrst og fremst að breyta hugsunarhætti fólks. "Við vonumst þó til þess að með tímanum skili þetta sér í meiri virðingu karla fyrir konum og komi þannig í veg fyrir nauðganir." Átakinu er hrint í framkvæmd nú fyrir verslunarmannahelgina þegar umræða um nauðganir er oft áberandi. "Við viljum þó leggja áherslu á það að nauðganir eru vandamál allan ársins hring, ekki bara um verslunarmannahelgina," segir Arnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×