Innlent

Hvannadalshnúkur mældur

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti mælingamenn og mælingatæki upp á Hvannadalshnúk í morgun. Tilgangurinn er að komast að því hvað Hvannadalshnúkur er hár, en mælingar á honum hafa verið ósamhljóða. Nú á að nota nýjustu mælingatækni til þess að skera úr um hæðina. Veður er hið besta á þessu svæði núna og er búist við að flutningunum verði lokið um fimmleytið, í dag. Enginn dregur í efa að Hvannadalshnúkur er hæsti tindur landsins. Sú mæling sem nú er í gildi er hinsvegar síðan 1904, þegar hann mældist 2119 metrar. Síðan hafa nokkrar mælingar verið gerðar, með ýmsum aðferðum, og hefur tindurinn þá ýmist mælst hærri eða lægri. Þetta er samstarfsverkefni Landmælinga Íslands, Jarðvísindastofnunar Háskólans, og Landhelgisgæslunnar, sem sér um flutningana. Niðurstaðan ætti að liggja fyrir eftir einn eða tvo daga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×