Innlent

Yngsta eyja í heimi

Hvernig varð Surtsey til? Árla dags 14. nóvember 1963 urðu sjómenn frá Vestmannaeyjum varir við reyk sem stóð upp úr sjó átján kílómetra suðvestur af Heimaey. Sá atburður markar upphaf Surtseyjarelda sem stóðu með stuttum hléum til júnímánuðar 1967. Gosið hefur þó hafist nokkrum dögum áður en sjómennirnir urðu reyksins varir en 130 metra sjávardýpi er á þessum slóðum. Eyjan er nú um það bil einn og hálfur ferkílómetri og fer stöðugt minnkandi. Er líf í eynni? Fræ hafa borist sjóleiðis til eyjarinnar eða rekið þangað með öðrum hætti. Til dæmis hafa fræ borist þangað á pétursskipi. Eins hafa fræ borist með vindi og fuglum. Í eyjunni má þannig finna melgresi, blálilju, grasvíði, túnfífil, sveppi, mosa, sóleyjar og þörungar svo eitthvað sé nefnt. Fjölskrúðugt fuglalíf er í eyjunni en þar má sjá sólskríkju og fýl og mávar eru þar fjölmargir. Lundi hefur verpt tvö ár í röð í eyjunni. Hvað gerir eyna svo sérstaka? Surtsey er einhver yngsta eyja í heimi og gefur ýmsar vísbendingar um myndun og mótun Vestmannaeyja. Jarðfræðingar og líffræðingar hafa rannsakað eyjunna vel frá upphafi enda varla til betri staður í heiminum til að rannsaka líf- og landmótun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×