Innlent

Flugherinn taki yfir varnarstöðina

Bandaríski sjóherinn og flugherinn eiga í viðræðum um að yfirráð yfir varnarstöðinni á Miðnesheiði verði færð frá sjóhernum til flughersins. Chris Usselman hjá varnarliðinu staðfesti þetta síðdegis. Sendinefnd frá flughernum er væntanleg til Keflavíkur þann þrítugasta þessa mánaðar og mun kynna sér aðstæður þar í viku. Engin ákvörðun hefur þó enn verið tekin en nærri þrír mánuðir eru liðnir frá því að Stöð 2 greindi frá því að yfirtaka flughersins á stöðinni væri sá kostur sem þætti einna vænlegastur í Washington.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×