Fleiri fréttir Margklofin stjórn Oddviti Samfylkingarinnar í R-lista samstarfinu segist ekki vilja blanda Orkuveitunni í kapphlaup vegna álvers í Helguvík. Algjör óvissa ríkir um hvort Orkuveita Reykjavíkur muni taka þátt í orkusölu til fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Iðnaðarráðherra skoðaði Helguvík í gær og átti fund með bæjarstjóra Reykjanesbæjar. 25.5.2005 00:01 Segja Alfreð hóta Ummæli Alfreðs Þorsteinssonar í Fréttablaðinu í gær um mögulegan meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Orkuveitu Reykjavíkur hafa vakið hörð viðbrögð hjá Vinstri-grænum. Stjórn Vinstri-grænna í Reykjavík kom saman til fundar í gær og harmaði afstöðu Alfreðs til málsins. 25.5.2005 00:01 Þungt haldinn af hermannaveiki Miðaldra Íslendingur liggur þungt haldinn á Landspítalanum með hermannaveiki. Maðurinn var á ferðalagi í Róm með hópi Íslendinga á vegum ferðaskrifstofunnar Heimsferða en hópurinn kom heim í síðustu viku. 25.5.2005 00:01 Fischer og Spasskí leggja á ráðin Boris Spasskí kom til Íslands í gær og fór beint á fund Fischers. Talið er að þeir séu að skipuleggja stórviðburð í skákinni, þar sem teflt yrði eftir þeirri tegund sem Fischer hefur boðað. Líklegt er talið að slíkt mót yrði haldið á Íslandi. 25.5.2005 00:01 Grænfriðungar gæða sér á hrefnu "Ég er að selja 30 til 40 kíló af hval á viku," segir Úlfar Eysteinsson kokkur og meðeigandi á veitingastaðnum Þrír frakkar. Hann hefur boðið upp á hvalkjöt frá árinu 1989. "Ég hef tekið eftir því að fólk kemur hingað beint úr hvalaskoðun til að gæða sér á hvalkjöti. 25.5.2005 00:01 Öll starfsemin undir eitt þak Nú er unnið hörðum höndum að því að rífa hús KB banka í Borgartúni 17. Í framhaldinu verða núverandi höfuðstöðvar í Borgartúni 19 stækkaðar þannig að öll starfsemin verði undir einu þaki. Einnig er fyrirhugað að ýmsum deildum sem hafa aðstöðu víða um borgina verði komið fyrir í nýju húsakynnunum. 25.5.2005 00:01 Yfirdráttarlán hækka enn Einkaneysla hefur aukist mikið að undanförnu og yfirdráttarlánin hækkað. Forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans segir þetta endurspegla bjartsýni fólks á að endurgreiða lánin. Óvíst sé að um varanlega aukningu sé að ræða. 25.5.2005 00:01 Kröfurnar kynntar Frestur sem gefinn var til að setja fram kröfur um eignarréttindi vegna meðferðar þjóðlendumála á Norðausturlandi er runninn út. Kynning á kröfum fjármálaráðherra sem og annarra sem gert hafa kröfur eða gagnkröfur um eignarréttindi er hafin á vegum óbyggðanefndar hjá sýslumanninum á Seyðisfirði og Húsavík. 25.5.2005 00:01 Davíð ásamt nefnd til Japans Davíð Oddsson utanríkisráðherra mun fara fyrir viðskiptasendinefnd til Japans í september næstkomandi. Á vef Útflutningsráðs segir að ferðin sé sniðin bæði að þeim fyrirtækjum sem séu þegar í viðskiptum á svæðinu og þeim sem vilji hefja samstarf eða markaðssókn inn á þennan markað. 24.5.2005 00:01 Aflaverðmæti eykst um 14 prósent Á fyrstu tveimur mánuðum ársins nam aflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum 12,6 milljörðum króna samanborið við 11 milljarða á sama tímabili 2004. Aflaverðmætið hefur því aukist um 14 prósent á milli ára eða um nærri 1,6 milljarða króna. Athygli vekur að verðmæti skel- og krabbadýraafla var aðeins 12 milljónir króna en á sama tímabili í fyrra var það tæpar 177 milljónir króna. 24.5.2005 00:01 Bláa lóninu úthúðað í The Times Bláa lónið fær harkalega útreið í breska stórblaðinu <em>The Times</em>. Þar segir að í ótal auglýsingum sé því lýst sem sælustað fyrir líkama og sál en veruleikinn sé allur annar. Blaðamaður blaðsins byrjar á því að lýsa búningsklefunum. Þar hafi verið mikil þrengsli og táfýla og álíka viðkunnalegt og í líkamsræktarstöð. 24.5.2005 00:01 Skjálftahrinu ekki alveg lokið Skjálftahrinunni suður af landinu er ekki alveg lokið þótt verulega hafi dregið úr henni. Á sjöunda tímanum í morgun urðu tveir skjálftar suður af Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg, sá öflugri mældist 2,8 á Richter. Um tugur skjálfta hefur mælst frá miðnætti, flestir norður af landinu en einnig á hálendinu. 24.5.2005 00:01 Annir vegna hraðaksturs Lögreglan í Hafnarfirði hafði í nógu að snúast vegna hraðaksturs í gærkvöldi og nótt, en ellefu ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni. Sá sem hraðast ók var á 139 kílómetra hraða en hinir óku litlu hægar. Annars var nóttin róleg hjá lögreglu víðast hvar um landið, reyndar svo róleg að lögreglan í Reykjavík hafði varla fengið símtal í alla nótt. 24.5.2005 00:01 Ekki þörf á frekari aðgerðum Samkvæmt nýju snjóflóðahættumati sem unnið hefur verið vegna byggðar í Súðavík er ekki þörf á frekari aðgerðum til að tryggja öryggi íbúa á hættusvæðum. Þetta kemur fram á vef <em>Bæjarins besta</em>. Samkvæmt matinu eru öll hús í nýju byggðinni nema tvö utan hættusvæða. 24.5.2005 00:01 Nýrrar Grímseyjarferju að vænta Ný Grímseyjarferja er væntanleg. Ríkiskaup hafa óskað eftir ferju sem leysa á Sæfara, núverandi ferju, af hólmi. Tilboð eiga að berast fyrir 20. júní. Meðal skilyrða sem settu eru er að ný ferja verði ekki eldri en fimmtán ára, hún geti flutt bíla, gáma og vinnuvélar og að veitingasalur verði um borð. Þá eru gerðar strangar kröfur um öryggisatriði. 24.5.2005 00:01 Gunnar tekur við bæjarstjórastarfi Gunnar Einarsson tók nú klukkan ellefu við starfi bæjarstjóra Garðabæjar af Ásdísi Höllu Bragadóttur. Ásdís Halla er sem kunnugt er að taka við forstjórastarfi BYKO. Gunnar var áður íþrótta- og tómstundafulltrúi Garðabæjar. Fyrsta verk Gunnars sem bæjarstjóra verður að tilkynna um samþykkt bæjarstjórnar í morgun um umtalsverðar breytingar á gjaldskrám vegna þjónustu dagforeldra og einkarekinna leik- og grunnskóla. 24.5.2005 00:01 Lífslíkur íslenskra karla batna Lífslíkur íslenskra karla hafa batnað mun meira en kvenna á síðustu áratugum, en þeir verða nú karla elstir í heiminum. Konurnar eru hins vegar dottnar niður í sjötta sæti. 24.5.2005 00:01 Frestur borgar felldur úr gildi Reykjavíkurborg fær ekki lengri frest til að ákveða hvernig rekstri Upplýsingamiðstöðvar ferðamála verður háttað. Samkeppnisráð hafði veitt borginni frest fram í október, en áfrýjunarnefnd hefur fellt úrskurðinn úr gildi. 24.5.2005 00:01 Flensa berist varla með farfuglum Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, telur hverfandi líkur á að fuglaflensa berist hingað til lands með farfuglum. Hann segir að berist fregnir af því að flensan sé farin að smitast manna á milli, verði viðbragðsáætlun strax sett í gang. 24.5.2005 00:01 Hækka niðurgreiðslur með börnum Gunnar Einarsson hefur tekið við starfi bæjarstjóra í Garðabæ. Ásdís Halla Bragadóttir, fráfarandi bæjarstjóri og forstjóri BYKO, afhenti Gunnari lyklana við hátíðlega athöfn á bæjarstjórnarskrifstofunum klukkan ellefu í morgun. Fyrsta verk nýs bæjarstjóra var að tilkynna nýja samþykkt bæjarráðs sem felur í sér mikla hækkun niðurgreiðslna með börnum hjá dagforeldrum og á einkareknum leikskólum. 24.5.2005 00:01 Unnið að leiðréttingum á umfjöllun Bláa lónið er meðal ofmetnustu ferðamannastaða heims, segir blaðamaður breska stórblaðsins <em>Sunday Times</em> eftir heimsókn í lónið. Honum fannst það skítugt, alltof troðið af fólki og óaðlaðandi á allan hátt. Framkvæmdastjóri lónsins er mjög ósáttur við umfjöllunina og segir unnið að leiðréttingum. 24.5.2005 00:01 Hafa áhyggjur af hrefnuveiðum Sendiherrar Bretlands, Frakklands og Þýskalands sendu í dag frá sér yfirlýsingu um hvalveiðar Íslendinga til utanríkisráðuneytisins. Segir þar að sendiherrarnir lýsi yfir áhyggjum sínum vegna tillögu Hafrannsóknarstofnunar til ríkisstjórnar Íslands um veiðar á 39 hrefnum á þessu ári í vísindaskyni. 24.5.2005 00:01 Varar við ofnhitnun í efnahagslífi Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, OECD, segir efnahagslífið á Íslandi vera að ofhitna. Ríkið verði að draga úr útgjöldum og vextir að hækka til að koma í veg fyrir að verðbólgan fari úr böndunum. Annars sé hætta á kreppuástandi þegar gengi krónunnar fer að lækka og dregur úr áhrifum stóriðjuframkvæmda. 24.5.2005 00:01 Ræddi bara við suma umsækjenda Ættleiðingarnefnd ræðir við suma umsækjendur í málum sem koma fyrir nefndina, aðra ekki. Hún er ekki í samvinnu við viðkomandi barnaverndarnefnd, að sögn Margrétar Hauksdóttur formanns ættleiðingarnefndar. </font /></b /> 24.5.2005 00:01 Vill skima alifugla og vatnafugla Embætti yfirdýralæknis hefur sótt um fjárveitingu til stjórnvalda til að láta fara fram svokallaða skimun á alifuglum og vatnafuglum hér á landi. 24.5.2005 00:01 Segir samfélagið framleiða öryrkja Góð menntun, há laun, glæsilegt útlit og lífsgæði. Þetta eru kröfur samfélagsins í dag. Þeir sem ekki standa undir þeim lenda utan garðs og enda sem öryrkjar. Úrræði skortir og yfiriðjuþjálfi á geðsviði Landspítalans segir starfsfólkið vera að gefast upp. </font /></b /> 24.5.2005 00:01 Morgunganga á vegum FÍ alla vikuna Ferðafélag Íslands stendur þessa vikuna fyrir morgungöngum alla daga vikunnar. Gengið er alla morgna klukkan 6 á fjöll í nágrenni Reykjavíkur. Í gær var gengið á Helgafell, í morgun á Vífilsfell og í fyrramálið verður gengið á Trölladyngju. Síðan eru það Úlfarsfell á fimmtudagsmorgun og að lokum Esjuganga á föstudag. Öllum morgunhönum sem treysta sér í fremur létta göngu er heimil þátttaka. 24.5.2005 00:01 Tekur ekki þátt í R-listaviðræðum Dagur B. Eggertsson fulltrúi óháðra í borgarstjórn Reykjavíkur á ekki aðild að viðræðum R-listaflokkanna um áframhaldandi samstarf þeirra í borgarstjórn. Hann telur eðlilegt að flokkarnir ljúki viðræðum sín á milli um framhaldið og segist ekki hafa áhyggjur af því að ekki verði hugað að stuðningi óflokksbundinna við listann. 24.5.2005 00:01 Vildi borga vínflösku með kveri Rúmlega þrítugur maður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa í janúar pantað sér vínflösku sem kostaði 5.300 krónur á veitingastaðnum Kaffi Reykjavík án þess að geta greitt fyrir hana. Maðurinn taldi sig hafa samið við þjóninn um að greiða fyrir vínið með ljóðakveri en við það vildi þjónninn ekki kannast. 24.5.2005 00:01 Verðsamanburður ómarktækur "Innlendar kannanir hafa sýnt að verð á fatnaði og skóm hefur að mestu staðið í stað eða lækkað undanfarin ár og því kemur þessi niðurstaða á óvart," segir Jón Þór Sturluson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar að Viðskiptaháskólanum við Bifröst. 24.5.2005 00:01 Dæmd fyrir skjalafals 24.5.2005 00:01 Afstaða VG skiptir engu máli Ég geri ráð fyrir því að sjálfstæðismenn muni vilja vera með í meirihluta í stjórninni um mál af þessu tagi því það þætti nýmælisvert ef þeir leggðust gegn stóriðju og ekki síst þar sem um er að ræða mikið hagsmunamál fyrir Reykjanesbæ, segir Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. 24.5.2005 00:01 Fjórir eða fimm kærðir vegna slyss Fjórir eða fimm menn hafa verið ákærðir af ríkissaksóknara vegna banaslyss sem varð við Kárahnjúkastíflu í mars á síðasta ári. Mennirnir eru starfsmenn Impregilo, Arnarfells og VIJV sem sér um eftirlit með svæðinu sem slysið varð á. 24.5.2005 00:01 Rauði krossinn safnar erlendu fé Þeir sem eiga afgangsklínk og seðla frá útlöndum í krukkum geta nú komið því frá sér og stutt hjálparstarf í leiðinni. Næstu daga safna Sparisjóðurinn og Íslandspóstur erlendri mynt og seðlum fyrir Rauða krossinn. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra og Selma Björnsdóttir söngkona sýndu gott fordæmi þegar söfnunin var kynnt í dag og færðu Rauða krossinum afgangsmynt frá Kína og Úkraínu. Söfnunarumslögum verður dreift í hús á næstu dögum. 24.5.2005 00:01 Hugsanlega engin niðursveifla Niðursveiflan sem spáð hafði verið í efnahagslífinu kemur alls ekki eða seinkar að minnsta kosti um nokkur ár. Þetta telur fjármálaráðherra að gæti gerst í ljósi mikils áhuga á frekari stóriðjuframkvæmdum. 24.5.2005 00:01 Selma og Sigríður Anna gáfu klink Selma Björnsdóttir söngkona og Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra gáfu í gær Rauða krossi Íslands afgangsklink og seðla frá ferðum sínum til Úkraínu og Kína. 24.5.2005 00:01 Borgin fær engan frest Áfrýjunarnefnd samkeppnismála felldi úr gildi frest sem samkeppnisráð hafði veitt Reykjavíkurborg til að skipta upp starfsemi Upplýsingamiðstöðvar ferðamála og bjóða hluta af starfseminni út. Að öðru leyti staðfesti áfrýjunarnefndin úrskurð samkeppnisráðs. 24.5.2005 00:01 Sendiherrar mótmæla hvalveiðum Sendiherrar Bretlands, Frakklands og Þýskalands sendu utanríkisráðuneytinu yfirlýsingu í gær þar sem þeir lýsa andstöðu sinni við tillögur Hafrannsóknarstofnunar um veiðar á 39 hrefnum í vísindaskyni á þessu ári. 24.5.2005 00:01 Bjallað eftir bununni Nú vinna starfsmenn Reykjavíkurborgar að því hörðum höndum að koma fyrir nýjum gosbrunni í tjörninni. Þessi nýji gosbrunnur er þýsk gæðasmíði að sögn Arnar Sigurðssonar staðgengils sviðsstjóra umhverfissviðs. 24.5.2005 00:01 Flutt á sjúkrahús eftir bílveltu Tvær konur og tvö börn sluppu vel þegar bifreið sem þau voru farþegar í valt við Sólheimaveg um klukkan þrjú í gær. Önnur konan var send til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Selfossi en aðrir sluppu ómeiddir. 24.5.2005 00:01 Slapp ótrúlega vel í ljótu slysi Maðurinn sem slapp ótrúlega vel eftir að vörubíll hans valt á Þjórsárdalsvegi á sunnudag hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Þetta er í annað skiptið á ævinni sem hann sleppur svona vel frá alvarlegu slysi. 24.5.2005 00:01 Aukinn stuðningur geri bæinn betri Fyrsta verk Gunnars Einarssonar, nýs bæjarstjóra í Garðabæ, var að tilkynna um auknar niðurgreiðslur með börnum hjá dagforeldrum og í einkareknum leikskólum. Tímamótaskref til að gera bæinn betri, segir Gunnar. 24.5.2005 00:01 Segir rangfærslur í grein um lónið Framkvæmdastjóri Bláa lónsins er afar ósáttur við umfjöllun blaðakonunnar Susan d'Arcy í The Sunday Times um helgina, sem segir lónið meðal ofmetnustu ferðamannastaða heims. Hann segir hana vera með hreinar rangfærslur í greininni. 24.5.2005 00:01 Guðmundur elstur íslenskra karla Íslenskir karlmenn verða karla elstir í heiminum. Meðalaldur þeirra er nú kominn upp í 79 ár. Aldursforsetinn er Guðmundur Daðason en hann verður 105 ára síðar á árinu. 24.5.2005 00:01 Vikulegt leiguflug til Köben Ferðaskrifstofan Trans-Atlantic á Akureyri hóf í kvöld vikulegt leiguflug milli Kaupmannahafnar og Egilsstaða, en flugvélin fer aftur til Kaupmannahafnar klukkan 7.30 í fyrramálið. 24.5.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Margklofin stjórn Oddviti Samfylkingarinnar í R-lista samstarfinu segist ekki vilja blanda Orkuveitunni í kapphlaup vegna álvers í Helguvík. Algjör óvissa ríkir um hvort Orkuveita Reykjavíkur muni taka þátt í orkusölu til fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Iðnaðarráðherra skoðaði Helguvík í gær og átti fund með bæjarstjóra Reykjanesbæjar. 25.5.2005 00:01
Segja Alfreð hóta Ummæli Alfreðs Þorsteinssonar í Fréttablaðinu í gær um mögulegan meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Orkuveitu Reykjavíkur hafa vakið hörð viðbrögð hjá Vinstri-grænum. Stjórn Vinstri-grænna í Reykjavík kom saman til fundar í gær og harmaði afstöðu Alfreðs til málsins. 25.5.2005 00:01
Þungt haldinn af hermannaveiki Miðaldra Íslendingur liggur þungt haldinn á Landspítalanum með hermannaveiki. Maðurinn var á ferðalagi í Róm með hópi Íslendinga á vegum ferðaskrifstofunnar Heimsferða en hópurinn kom heim í síðustu viku. 25.5.2005 00:01
Fischer og Spasskí leggja á ráðin Boris Spasskí kom til Íslands í gær og fór beint á fund Fischers. Talið er að þeir séu að skipuleggja stórviðburð í skákinni, þar sem teflt yrði eftir þeirri tegund sem Fischer hefur boðað. Líklegt er talið að slíkt mót yrði haldið á Íslandi. 25.5.2005 00:01
Grænfriðungar gæða sér á hrefnu "Ég er að selja 30 til 40 kíló af hval á viku," segir Úlfar Eysteinsson kokkur og meðeigandi á veitingastaðnum Þrír frakkar. Hann hefur boðið upp á hvalkjöt frá árinu 1989. "Ég hef tekið eftir því að fólk kemur hingað beint úr hvalaskoðun til að gæða sér á hvalkjöti. 25.5.2005 00:01
Öll starfsemin undir eitt þak Nú er unnið hörðum höndum að því að rífa hús KB banka í Borgartúni 17. Í framhaldinu verða núverandi höfuðstöðvar í Borgartúni 19 stækkaðar þannig að öll starfsemin verði undir einu þaki. Einnig er fyrirhugað að ýmsum deildum sem hafa aðstöðu víða um borgina verði komið fyrir í nýju húsakynnunum. 25.5.2005 00:01
Yfirdráttarlán hækka enn Einkaneysla hefur aukist mikið að undanförnu og yfirdráttarlánin hækkað. Forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans segir þetta endurspegla bjartsýni fólks á að endurgreiða lánin. Óvíst sé að um varanlega aukningu sé að ræða. 25.5.2005 00:01
Kröfurnar kynntar Frestur sem gefinn var til að setja fram kröfur um eignarréttindi vegna meðferðar þjóðlendumála á Norðausturlandi er runninn út. Kynning á kröfum fjármálaráðherra sem og annarra sem gert hafa kröfur eða gagnkröfur um eignarréttindi er hafin á vegum óbyggðanefndar hjá sýslumanninum á Seyðisfirði og Húsavík. 25.5.2005 00:01
Davíð ásamt nefnd til Japans Davíð Oddsson utanríkisráðherra mun fara fyrir viðskiptasendinefnd til Japans í september næstkomandi. Á vef Útflutningsráðs segir að ferðin sé sniðin bæði að þeim fyrirtækjum sem séu þegar í viðskiptum á svæðinu og þeim sem vilji hefja samstarf eða markaðssókn inn á þennan markað. 24.5.2005 00:01
Aflaverðmæti eykst um 14 prósent Á fyrstu tveimur mánuðum ársins nam aflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum 12,6 milljörðum króna samanborið við 11 milljarða á sama tímabili 2004. Aflaverðmætið hefur því aukist um 14 prósent á milli ára eða um nærri 1,6 milljarða króna. Athygli vekur að verðmæti skel- og krabbadýraafla var aðeins 12 milljónir króna en á sama tímabili í fyrra var það tæpar 177 milljónir króna. 24.5.2005 00:01
Bláa lóninu úthúðað í The Times Bláa lónið fær harkalega útreið í breska stórblaðinu <em>The Times</em>. Þar segir að í ótal auglýsingum sé því lýst sem sælustað fyrir líkama og sál en veruleikinn sé allur annar. Blaðamaður blaðsins byrjar á því að lýsa búningsklefunum. Þar hafi verið mikil þrengsli og táfýla og álíka viðkunnalegt og í líkamsræktarstöð. 24.5.2005 00:01
Skjálftahrinu ekki alveg lokið Skjálftahrinunni suður af landinu er ekki alveg lokið þótt verulega hafi dregið úr henni. Á sjöunda tímanum í morgun urðu tveir skjálftar suður af Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg, sá öflugri mældist 2,8 á Richter. Um tugur skjálfta hefur mælst frá miðnætti, flestir norður af landinu en einnig á hálendinu. 24.5.2005 00:01
Annir vegna hraðaksturs Lögreglan í Hafnarfirði hafði í nógu að snúast vegna hraðaksturs í gærkvöldi og nótt, en ellefu ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni. Sá sem hraðast ók var á 139 kílómetra hraða en hinir óku litlu hægar. Annars var nóttin róleg hjá lögreglu víðast hvar um landið, reyndar svo róleg að lögreglan í Reykjavík hafði varla fengið símtal í alla nótt. 24.5.2005 00:01
Ekki þörf á frekari aðgerðum Samkvæmt nýju snjóflóðahættumati sem unnið hefur verið vegna byggðar í Súðavík er ekki þörf á frekari aðgerðum til að tryggja öryggi íbúa á hættusvæðum. Þetta kemur fram á vef <em>Bæjarins besta</em>. Samkvæmt matinu eru öll hús í nýju byggðinni nema tvö utan hættusvæða. 24.5.2005 00:01
Nýrrar Grímseyjarferju að vænta Ný Grímseyjarferja er væntanleg. Ríkiskaup hafa óskað eftir ferju sem leysa á Sæfara, núverandi ferju, af hólmi. Tilboð eiga að berast fyrir 20. júní. Meðal skilyrða sem settu eru er að ný ferja verði ekki eldri en fimmtán ára, hún geti flutt bíla, gáma og vinnuvélar og að veitingasalur verði um borð. Þá eru gerðar strangar kröfur um öryggisatriði. 24.5.2005 00:01
Gunnar tekur við bæjarstjórastarfi Gunnar Einarsson tók nú klukkan ellefu við starfi bæjarstjóra Garðabæjar af Ásdísi Höllu Bragadóttur. Ásdís Halla er sem kunnugt er að taka við forstjórastarfi BYKO. Gunnar var áður íþrótta- og tómstundafulltrúi Garðabæjar. Fyrsta verk Gunnars sem bæjarstjóra verður að tilkynna um samþykkt bæjarstjórnar í morgun um umtalsverðar breytingar á gjaldskrám vegna þjónustu dagforeldra og einkarekinna leik- og grunnskóla. 24.5.2005 00:01
Lífslíkur íslenskra karla batna Lífslíkur íslenskra karla hafa batnað mun meira en kvenna á síðustu áratugum, en þeir verða nú karla elstir í heiminum. Konurnar eru hins vegar dottnar niður í sjötta sæti. 24.5.2005 00:01
Frestur borgar felldur úr gildi Reykjavíkurborg fær ekki lengri frest til að ákveða hvernig rekstri Upplýsingamiðstöðvar ferðamála verður háttað. Samkeppnisráð hafði veitt borginni frest fram í október, en áfrýjunarnefnd hefur fellt úrskurðinn úr gildi. 24.5.2005 00:01
Flensa berist varla með farfuglum Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, telur hverfandi líkur á að fuglaflensa berist hingað til lands með farfuglum. Hann segir að berist fregnir af því að flensan sé farin að smitast manna á milli, verði viðbragðsáætlun strax sett í gang. 24.5.2005 00:01
Hækka niðurgreiðslur með börnum Gunnar Einarsson hefur tekið við starfi bæjarstjóra í Garðabæ. Ásdís Halla Bragadóttir, fráfarandi bæjarstjóri og forstjóri BYKO, afhenti Gunnari lyklana við hátíðlega athöfn á bæjarstjórnarskrifstofunum klukkan ellefu í morgun. Fyrsta verk nýs bæjarstjóra var að tilkynna nýja samþykkt bæjarráðs sem felur í sér mikla hækkun niðurgreiðslna með börnum hjá dagforeldrum og á einkareknum leikskólum. 24.5.2005 00:01
Unnið að leiðréttingum á umfjöllun Bláa lónið er meðal ofmetnustu ferðamannastaða heims, segir blaðamaður breska stórblaðsins <em>Sunday Times</em> eftir heimsókn í lónið. Honum fannst það skítugt, alltof troðið af fólki og óaðlaðandi á allan hátt. Framkvæmdastjóri lónsins er mjög ósáttur við umfjöllunina og segir unnið að leiðréttingum. 24.5.2005 00:01
Hafa áhyggjur af hrefnuveiðum Sendiherrar Bretlands, Frakklands og Þýskalands sendu í dag frá sér yfirlýsingu um hvalveiðar Íslendinga til utanríkisráðuneytisins. Segir þar að sendiherrarnir lýsi yfir áhyggjum sínum vegna tillögu Hafrannsóknarstofnunar til ríkisstjórnar Íslands um veiðar á 39 hrefnum á þessu ári í vísindaskyni. 24.5.2005 00:01
Varar við ofnhitnun í efnahagslífi Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, OECD, segir efnahagslífið á Íslandi vera að ofhitna. Ríkið verði að draga úr útgjöldum og vextir að hækka til að koma í veg fyrir að verðbólgan fari úr böndunum. Annars sé hætta á kreppuástandi þegar gengi krónunnar fer að lækka og dregur úr áhrifum stóriðjuframkvæmda. 24.5.2005 00:01
Ræddi bara við suma umsækjenda Ættleiðingarnefnd ræðir við suma umsækjendur í málum sem koma fyrir nefndina, aðra ekki. Hún er ekki í samvinnu við viðkomandi barnaverndarnefnd, að sögn Margrétar Hauksdóttur formanns ættleiðingarnefndar. </font /></b /> 24.5.2005 00:01
Vill skima alifugla og vatnafugla Embætti yfirdýralæknis hefur sótt um fjárveitingu til stjórnvalda til að láta fara fram svokallaða skimun á alifuglum og vatnafuglum hér á landi. 24.5.2005 00:01
Segir samfélagið framleiða öryrkja Góð menntun, há laun, glæsilegt útlit og lífsgæði. Þetta eru kröfur samfélagsins í dag. Þeir sem ekki standa undir þeim lenda utan garðs og enda sem öryrkjar. Úrræði skortir og yfiriðjuþjálfi á geðsviði Landspítalans segir starfsfólkið vera að gefast upp. </font /></b /> 24.5.2005 00:01
Morgunganga á vegum FÍ alla vikuna Ferðafélag Íslands stendur þessa vikuna fyrir morgungöngum alla daga vikunnar. Gengið er alla morgna klukkan 6 á fjöll í nágrenni Reykjavíkur. Í gær var gengið á Helgafell, í morgun á Vífilsfell og í fyrramálið verður gengið á Trölladyngju. Síðan eru það Úlfarsfell á fimmtudagsmorgun og að lokum Esjuganga á föstudag. Öllum morgunhönum sem treysta sér í fremur létta göngu er heimil þátttaka. 24.5.2005 00:01
Tekur ekki þátt í R-listaviðræðum Dagur B. Eggertsson fulltrúi óháðra í borgarstjórn Reykjavíkur á ekki aðild að viðræðum R-listaflokkanna um áframhaldandi samstarf þeirra í borgarstjórn. Hann telur eðlilegt að flokkarnir ljúki viðræðum sín á milli um framhaldið og segist ekki hafa áhyggjur af því að ekki verði hugað að stuðningi óflokksbundinna við listann. 24.5.2005 00:01
Vildi borga vínflösku með kveri Rúmlega þrítugur maður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa í janúar pantað sér vínflösku sem kostaði 5.300 krónur á veitingastaðnum Kaffi Reykjavík án þess að geta greitt fyrir hana. Maðurinn taldi sig hafa samið við þjóninn um að greiða fyrir vínið með ljóðakveri en við það vildi þjónninn ekki kannast. 24.5.2005 00:01
Verðsamanburður ómarktækur "Innlendar kannanir hafa sýnt að verð á fatnaði og skóm hefur að mestu staðið í stað eða lækkað undanfarin ár og því kemur þessi niðurstaða á óvart," segir Jón Þór Sturluson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar að Viðskiptaháskólanum við Bifröst. 24.5.2005 00:01
Afstaða VG skiptir engu máli Ég geri ráð fyrir því að sjálfstæðismenn muni vilja vera með í meirihluta í stjórninni um mál af þessu tagi því það þætti nýmælisvert ef þeir leggðust gegn stóriðju og ekki síst þar sem um er að ræða mikið hagsmunamál fyrir Reykjanesbæ, segir Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. 24.5.2005 00:01
Fjórir eða fimm kærðir vegna slyss Fjórir eða fimm menn hafa verið ákærðir af ríkissaksóknara vegna banaslyss sem varð við Kárahnjúkastíflu í mars á síðasta ári. Mennirnir eru starfsmenn Impregilo, Arnarfells og VIJV sem sér um eftirlit með svæðinu sem slysið varð á. 24.5.2005 00:01
Rauði krossinn safnar erlendu fé Þeir sem eiga afgangsklínk og seðla frá útlöndum í krukkum geta nú komið því frá sér og stutt hjálparstarf í leiðinni. Næstu daga safna Sparisjóðurinn og Íslandspóstur erlendri mynt og seðlum fyrir Rauða krossinn. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra og Selma Björnsdóttir söngkona sýndu gott fordæmi þegar söfnunin var kynnt í dag og færðu Rauða krossinum afgangsmynt frá Kína og Úkraínu. Söfnunarumslögum verður dreift í hús á næstu dögum. 24.5.2005 00:01
Hugsanlega engin niðursveifla Niðursveiflan sem spáð hafði verið í efnahagslífinu kemur alls ekki eða seinkar að minnsta kosti um nokkur ár. Þetta telur fjármálaráðherra að gæti gerst í ljósi mikils áhuga á frekari stóriðjuframkvæmdum. 24.5.2005 00:01
Selma og Sigríður Anna gáfu klink Selma Björnsdóttir söngkona og Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra gáfu í gær Rauða krossi Íslands afgangsklink og seðla frá ferðum sínum til Úkraínu og Kína. 24.5.2005 00:01
Borgin fær engan frest Áfrýjunarnefnd samkeppnismála felldi úr gildi frest sem samkeppnisráð hafði veitt Reykjavíkurborg til að skipta upp starfsemi Upplýsingamiðstöðvar ferðamála og bjóða hluta af starfseminni út. Að öðru leyti staðfesti áfrýjunarnefndin úrskurð samkeppnisráðs. 24.5.2005 00:01
Sendiherrar mótmæla hvalveiðum Sendiherrar Bretlands, Frakklands og Þýskalands sendu utanríkisráðuneytinu yfirlýsingu í gær þar sem þeir lýsa andstöðu sinni við tillögur Hafrannsóknarstofnunar um veiðar á 39 hrefnum í vísindaskyni á þessu ári. 24.5.2005 00:01
Bjallað eftir bununni Nú vinna starfsmenn Reykjavíkurborgar að því hörðum höndum að koma fyrir nýjum gosbrunni í tjörninni. Þessi nýji gosbrunnur er þýsk gæðasmíði að sögn Arnar Sigurðssonar staðgengils sviðsstjóra umhverfissviðs. 24.5.2005 00:01
Flutt á sjúkrahús eftir bílveltu Tvær konur og tvö börn sluppu vel þegar bifreið sem þau voru farþegar í valt við Sólheimaveg um klukkan þrjú í gær. Önnur konan var send til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Selfossi en aðrir sluppu ómeiddir. 24.5.2005 00:01
Slapp ótrúlega vel í ljótu slysi Maðurinn sem slapp ótrúlega vel eftir að vörubíll hans valt á Þjórsárdalsvegi á sunnudag hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Þetta er í annað skiptið á ævinni sem hann sleppur svona vel frá alvarlegu slysi. 24.5.2005 00:01
Aukinn stuðningur geri bæinn betri Fyrsta verk Gunnars Einarssonar, nýs bæjarstjóra í Garðabæ, var að tilkynna um auknar niðurgreiðslur með börnum hjá dagforeldrum og í einkareknum leikskólum. Tímamótaskref til að gera bæinn betri, segir Gunnar. 24.5.2005 00:01
Segir rangfærslur í grein um lónið Framkvæmdastjóri Bláa lónsins er afar ósáttur við umfjöllun blaðakonunnar Susan d'Arcy í The Sunday Times um helgina, sem segir lónið meðal ofmetnustu ferðamannastaða heims. Hann segir hana vera með hreinar rangfærslur í greininni. 24.5.2005 00:01
Guðmundur elstur íslenskra karla Íslenskir karlmenn verða karla elstir í heiminum. Meðalaldur þeirra er nú kominn upp í 79 ár. Aldursforsetinn er Guðmundur Daðason en hann verður 105 ára síðar á árinu. 24.5.2005 00:01
Vikulegt leiguflug til Köben Ferðaskrifstofan Trans-Atlantic á Akureyri hóf í kvöld vikulegt leiguflug milli Kaupmannahafnar og Egilsstaða, en flugvélin fer aftur til Kaupmannahafnar klukkan 7.30 í fyrramálið. 24.5.2005 00:01