Fleiri fréttir

Ólína verst ásökunum

Stjórn Félags framhaldsskólakennara hefur skorað á menntamálaráðuneytið að gera rækilega úttekt á framgöngu Ólínu Þorvarðardóttur, skólameistara Menntaskólans á Ísafirði, gagnvart samstarfsfólki við skólann. Í bréfi félagsins til ráðuneytisins er talað um að "ógnarstjórn" ríki í skólanum. Ólína segir ásakanirnar staðlausar ærumeiðingar.

Örfá atriði ófrágengin

"Það voru nokkur atriði sem talin var ástæða til að skoða betur," segir Jón Sveinsson, formaður einkavæðinganefndar, spurður um ástæður þess að söluferli Símans verður ekki kynnt fyrir páska eins og til stóð. Hann vill ekki tilgreina nánar hvaða atriði þurfi nánari skoðunar við.

Brugðist við verðbólguógn

Seðlabankinn ætlar að hækka stýrivexti sína um 0,25 prósentustig á þriðjudaginn eftir páska. Þá verða vextirnir komnir í níu prósent en í maí í fyrra voru þeir 5,3 prósent.

Pólverjar teknir án atvinnuleyfis

Þrír Pólverjar, sem reyndust vera án atvinnuleyfis í vinnu á hérlendis, voru yfirheyrðir af lögreglunni á Selfossi í gær.

Gagnagrunnur um bíóaðsókn

Samtök myndrétthafa á Íslandi, SMÁÍS, hafa tekið í notkun nýja veflausn sem heldur utan um aðsókn í kvikmyndahús og gerir kvikmyndahúsunum kleift að vinna með hagkvæmum hætti tölfræði um aðsókn að kvikmyndum.

Nóatún þakkar slökkviliðinu

Nóatún þakkaði slökkviliðsmönnum fyrir störf sín að Hringbraut 121 í dag þegar endurgerð Nóatúnsverslun var opnuð þar á ný eftir stórbruna sem varð í versluninni í desember sl. Sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf færði Nóatún Líknarsjóði brunavarðafélags Reykjavíkur peningagjöf að upphæð 500.000 krónur.

Essó og Olís hækka einnig

Olíufélögin Essó og Olís hafa fylgt í kjölfar Skeljungs og hækkað bensínlítrann um 2,70 og kostar bensínlítrinn í sjálfsafgreiðslu nú víða um hundrað krónur. Hann er enn nokkrum krónum ódýrari hjá dótturfélögum stóru olíufélaganna og Atlantsolíu.

Tveir bátar urðu vélarvana

Vélarbilun varð í tveimur trillubátum út af Reykjanesi í gærdag og óskuðu bátsverjar eftir aðstoð. Í báðum tilvikum komu nálægir bátar þeim til aðstoðar og drógu bátana til lands.

Snarræði kom í veg fyrir eldsvoða

Snarræði vaktmanns að Reykjalundi kom í gærkvöldi í veg fyrir að eldur næði að breiðast út á vinnusvæði þar sem plaströr eru steypt og mikill eldsmatur er. Strax og hann varð eldsins var kallaði hann á slökkvilið sem þegar hafði mikinn viðbúnað, en á meðan maðurinn beið þess að það kæmi á vettvang náði hann að slökkva eldinn.

Íslendingar aflahæstir í Evrópu

Íslenskir og hollenskir sjómenn skipta með sér fyrsta sætinu þegar skoðað er aflaverðmæti á hvern sjómann í Evrópu. Samkvæmt samantekt <em>Sjávarfrétta</em> yfir aflaverðmæti í hitteðfyrra nam verðmæti á hvern sjómann frá þessum þjóðum röskum fjórtán milljónum íslenskra króna. Næst komu svo færeyskir, belgískir og norskir sjómenn.

Á veiðum vestur af Skotlandi

Nokkur íslensk fiskiskip sem voru á loðnuveiðum þar til vertíðinni lauk í síðustu viku eru nú komin á kolmunnaveiðar á Hatton Rockall svæðinu vestur af Skotlandi. Þar hafa meðal annars norsk skip verið að fá all góðann afla upp á síðkastið og hafa nokkur þeirra landað hér á landi þar sem talsvert styttra er hingað af miðunum en til Noregs.

Dómur í Skeljungsráninu þyngdur

Hæstiréttur þyngdi í morgun um hálft ár dóm yfir Stefáni Aðalsteini Sigmundssyni fyrir Skeljungsránið svokallaða sem framið var fyrir áratug. Stefán fékk tveggja ára dóm í héraði en ránið framdi hann ásamt tveimur öðrum við Íslandsbanka í Lækjargötu í febrúar árið 1995.

Tveggja jeppa leitað

Lögreglan og Landssamband björgunarsveita, Landsbjörg, eru nú í hádeginu að hefja leit á tveimur Toyota Hi-Lux jeppum sem fóru frá Dalvík um klukkan 14 í gær. Í bílunum eru tveir karlmenn og ein kona. Fólkið ætlaði suður til Keflavíkur um Kaldadal en hefur ekki skilað sér.

Báru ljúgvitni um nauðgun

Átján ára stúlka hefur hlotið sjö mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa borið ljúgvitni með jafnöldru sinni og vinkonu sem kærði ungan Varnarliðsmann fyrir að hafa nauðgað sér í fyrra. Sú hlaut níu mánaða fangelsisdóm og óttast sýslumaður að málið kunni að hafa áhrif á nauðgunarmál í framtíðinni.

Skilafrestur framtala framlengdur

Skilafrestur skattframtala hefur verið framlengdur fram á miðvikudag. Áður auglýstur almennur framtalsfrestur rennur út í dag, 21. mars.

Aðgerðirnar gerðar hér á landi

Þeir sjúklingar sem eru með op á milli hjartagátta sjá nú fram á að geta farið í aðgerð á Landspítalanum í stað þess að þurfa að fara í aðgerð í útlöndum. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur samkvæmt vefsíðu ráðuneytisins ákveðið að tryggja Landspítalanum fé svo gera megi aðgerðirnar hér á landi.

Sást til bílanna við Dúfunefsfell

Staðfest hefur verið að sést hefur til bílanna sem saknað er við Dúfunefsfell um klukkan 17 í gær. Þá var ætlunin að halda niður á Hveravelli. Öll áhersla er nú að kanna þetta svæði til hlítar. Lögreglan og Landsbjörg hófu leit í hádeginu að tveimur Toyota Hi-Lux jeppum sem voru á leið frá Dalvík til Keflavíkur.

Eins og fangabúðir nasista

Sjálfsstjórnarsvæði Palestínumanna eru eins og fangabúðir og meðferðin minnir helst á meðferð nasista á gyðingum, segir Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður sem er á ferð í Miðausturlöndum. 

Þrettán afbrot á einum degi

Þrítugur karlmaður var í morgun dæmdur í sex mánaða fangelsi, óskilorðsbundið, fyrir tugi afbrota af ýmsum toga sem hann hefur framið upp á síðkastið. Einn daginn náði hann að fremja þrettán afbrot.

2000 hafa skrifað undir

Um 2000 manns á Suðurnesjum hafa skráð sig á lista í undirskriftasöfnun vegna kröfu um sólarhringsvakt á skurðstofu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

Þyrlan sveimar yfir Hveravöllum

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú komin að Hveravöllum og sveimar þar yfir svæðið í leit að tveimur Toyota Hi-Lux jeppum sem fóru frá Dalvík um klukkan 14 í gær. Lögreglan og landssamband björgunarsveita, Landsbjörg, hófu leit í hádeginu.

800 manns á leið til Ísafjarðar

Það stefnir í góða þátttöku á Skíðaviku Ísfirðinga sem fram fer um páskana en skíðavikan fagnar 70 ára afmæli um þessar mundir. Á milli 700 og 800 farþegar eru bókaðir með Flugfélagi Íslands til Ísafjarðar um páskahelgina og hefur verið bætt við aukavélum til að anna fólksflutningum, að því er fram kemur á vefsíðu Bæjarins besta.

Hvalaskoðunarsamtök mótmæla

Hvalaskoðunarsamtök Íslands mótmæla harðlega þeirri fullyrðingu að hvalveiðar Íslendinga árið 2003 hafi ekki haft áhrif á ímynd Íslands á helstu markaðssvæðum ferðaþjónustunnar, en því er haldið fram í niðurstöðu skýrslu samgönguráðherra um áhrif hvalveiða á ímynd Íslands.

Fært fyrir Horn

Siglingaleiðin fyrir Horn hefur opnast á ný, segir Þór Jakobsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Landhelgisgæslan flaug yfir Hornstrandir og Norðurland á sunnudag og var þá meginísinn staddur 15 sjómílur norðan af Horni.

Truflun á togararalli

Togararall Hafrannsóknarstofnunar hefur orðið fyrir truflandi áhrifum af hafísnum sem legið hefur við norðanvert landið að undanförnu, að sögn Jóns Sólmundssonar fiskifræðings hjá stofnuninni.

Kvartað á Alþingi

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, kvartaði yfir því á Alþingi í dag að hans flokksmenn fengu ekki að koma að óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra. Helgi Hjörvar Samfylkingu kvaddi sér einnig hljóðs og sagði þingmenn Sjálfstæðisflokks fá greiðari aðgang að ráðherrum þegar kæmi að óundirbúnum fyrirspurnum.

Portami via síðasta Skífuskífan

Síðasta platan sem kom út á vegum hinnar fornfrægu hljómplötuútgáfu Skífunnar var Portami via með Kristjáni Jóhannssyni. Í takt við almennar nafnabreytingar á fyrirtækjum hefur Skífunafnið verið aflagt og önnur tekin upp í staðinn.

Slippstöðin fær Pólverja í vinnu

Slippstöðin á Akureyri á von á tíu til fimmtán Pólverjum til starfa. Anton Benjamínsson, verkefnastjóri hjá Slippstöðinni, segir að auglýst hafi verið eftir mönnum til að sjá um suðu á stáli austur í Fljótsdal vegna Kárahnjúkavirkjunnar en nægilega margar umsóknir hafi ekki borist.

Mikil ásókn í Lambaselslóðir

Alls bárust 136 umsóknir um þrjátíu einbýlishúsalóðir í Lambaseli í Breiðholti á fyrsta umsóknardegi sem var í gær. Vagnbjörg Magnúsdóttir, deildarfulltrúi á skrifstofu framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, segir aðsókn í lóðirnar rétt eins og um síðasta dag úthlutunar væri að ræða.

Reglur um kaupskip enn í skoðun

Nefnd sem skoðar tilhögun breytta reglna um kaupskip, svo fyrirtæki sjái hag í að skrá þau hér, hefur ekki lokið störfum.

90 manns leita fólksins

Um níutíu manna björgunarlið í 23 hópum leitar nú tveggja Toyota Hi-Lux jeppa sem fóru frá Dalvík um klukkan 14 í gær en lögreglan og Landsbjörg hófu leit í hádeginu. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur leitað á svæðinu frá því um hádegi og mun halda því áfram fram eftir degi.

Fjármálaráðherra hnýtir í VG

Það er engu líkara en að vinstri grænir hafi tekið að sér fjármálin í borginni, sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra á Alþingi í dag. Þannig lauk gagnrýni hans á þá ákvörðun R-listans að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla.

Mildaði kynferðisbrotadóm

Hæstiréttur mildaði í dag dóm yfir kynferðisbrotamanni vegna mótsagnakennds framburðar eins fórnarlamba hans. Maðurinn var sakfelldur í Héraðsdómi fyrir gróf og alvarleg kynferðisbrot gagnvart tveimur dætrum sínum og þriðju stúlkunni og dæmdur í þriggja ára fangelsi. Stúlkurnar voru 11-14 ára þegar brotin áttu sér stað.

Fischer orðinn Íslendingur

Bobby Fischer er orðinn Íslendingur eftir að umsókn hans um ríkisborgararétt fékk sérstaka flýtimeðferð í þinginu. Aukafundur var haldinn í allsherjarnefnd síðdegis vegna athugasemda sem bárust frá bandarískum stjórnvöldum.

Nýjar aðgerðir á Landspítalanum

Þeir sjúklingar sem eru með op á milli hjartagátta geta nú farið í aðgerð á Landspítalanum í stað þess að þurfa að fara í aðgerð til útlanda. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur tryggt Landspítalanum fé svo framkvæma megi aðgerðirnar hér á landi.

Fundarstjórn Halldórs gagnrýnd

Fundarstjórn Halldórs Blöndal forseta Alþingis og skipulag óundirbúinna fyrirspurna var harðlega gagnrýnd í gær. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði algjörlega óþolandi að Frjálslyndir skyldu ekki hafa fengið að koma með óundirbúna fyrirspurn um lífeyrissjóðina á þinginu. "Mér er misboðið," sagði Sigurjón. 

Sveitarfélögum klesst upp við vegg

Geir H. Haarde fjármálaráðherra gagnrýndi harkalega áform meirihluta R-listans í Reykjavík að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla innan fárra ára. Hann sagði að með ákvörðun sinni hefðu borgaryfirvöld sett óþarfa þrýsting á öll önnur sveitarfélög og í raun klesst þeim upp við vegg. 

Dræm sala á íbúðum í blokk

Sala á íbúðum í sjö hæða fjölbýlishúsi á Egilsstöðum er dræmari en búist var við. Íbúðirnar voru tilbúnar í haust og eru níu af 21 óseldar.

Hallgrímur aftur til Kabúl

Hallgrímur Sigurðsson, fyrrverandi yfirmaður Kabúlflugvallar í Afganistan, er aftur kominn til starfa á flugvellinum í Kabúl á vegum íslenska ríkisins. Aðeins eru fjórir mánuðir síðan utanríkisráðuneytið kallaði Hallgrím heim í kjölfar sjálfsmorðsárásar þar sem tvær konur létust og þrír íslenskir friðargæsluliðar særðust.

Annar jeppinn fundinn

Rétt fyrir klukkan sjö fann björgunarþyrla annan jeppann sem leitað hefur verið að á hálendinu í dag. Bíllinn var mannlaus en hann fannst vestan við Kerlingarfjöll.

Fólkið fundið heilt á húfi

Seinni bílinn sem leitað hefur verið að í dag er fundinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann hann um klukkan 19.35 við Mikluöldu. Um borð voru allir þrír sem saknað var og voru allir heilir á húfi.

Ósamræmi í vinnubrögðum sýslumanna

Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að yfirvöld hafi ekki haft ráðrúm til að hugsa til enda viðbrögð við að útlendingar starfi hér á landi án leyfis. Sýslumenn hafa sinn háttinn á eftir því hvort þeir starfa á Vestur- eða Austurlandi.

Sex mánaða fangelsisdómur

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær mann til sex mánaða fangelsisvistar, tímabundna sviptingu ökuleyfis og greiðslu skaðabóta vegna margvíslegra brota. Voru ákærur á hendur manninum einar sextán talsins en hann á að baki umtalsverðan brotaferil og hefur fimm sinnum áður verið dæmdur til fangelsisvistar.

Fá verkið aldrei á sínum forsendum

"Það verður aldrei svo að þeir fái verkið á þeim forsendum sem þeir vilja jafnvel þó að þeir vinni dómsmálið," segir Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri. Íslenskir aðalverktakar hafa stefnt Vegagerðinni fyrir dómstóla og vilja að fyrra tilboð í framkvæmd Héðinsfjarðarganga, sem fram fór fyrir tveimur árum, verði áfram látið gilda.

Sjá næstu 50 fréttir