Innlent

Hvalaskoðunarsamtök mótmæla

Hvalaskoðunarsamtök Íslands mótmæla harðlega þeirri fullyrðingu að hvalveiðar Íslendinga árið 2003 hafi ekki haft áhrif á ímynd Íslands á helstu markaðssvæðum ferðaþjónustunnar, en því er haldið fram í niðurstöðu skýrslu samgönguráðherra um áhrif hvalveiða á ímynd Íslands. Það var Ferðamálaráð Íslands sem vann að skýrslunni fyrir samgönguráðherra og setur Ásbjörn Björgvinsson, formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands, spurningamerki um hlutleysi ráðsins þar sem Einar K. Guðfinnsson, formaður ráðsins, sé „ákafur hvalveiðisinni“, eins og það er orðað í fréttatilkynningu frá Hvalaskoðunarsamtökunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×