Innlent

Slippstöðin fær Pólverja í vinnu

Slippstöðin á Akureyri á von á tíu til fimmtán Pólverjum til starfa. Anton Benjamínsson, verkefnastjóri hjá Slippstöðinni, segir að auglýst hafi verið eftir mönnum til að sjá um suðu á stáli austur í Fljótsdal vegna Kárahnjúkavirkjunnar en nægilega margar umsóknir hafi ekki borist. "Ef okkur vantar mannskap þá reynum við fyrst að fá undirverktaka hér í bænum," segir Anton en það hafi ekki gengið eftir í þetta sinn. Hjá Slippstöðinni starfa um eitt hundrað manns og bætast mennirnir við hópinn með vorinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×