Fleiri fréttir Dómur mildaður fyrir kynferðisbrot Hæstiréttur mildaði í gær um fjóra mánuði dóm Héraðsdóms Suðurlands frá júlí síðastliðnum yfir kynferðisbrotamanni sem dæmdur hafði verið til þriggja ára fangelsis. 21.3.2005 00:01 140 umsóknir á fyrsta degi 140 umsóknir bárust í dag um þrjátíu einbýlishúsalóðir í Lambaseli, strax á fyrsta degi. Reyna á að slá á eftirspurnina með því að úthluta fyrr en áætlað var lóðum undir 900 íbúðir í landi Úlfarsfells. 21.3.2005 00:01 Vonbrigði segir viðskiptaráðherra Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir það mikil vonbrigði að kona skyldi ekki ná kjöri til setu í aðalstjórn Sparisjóðabanka Íslands. 21.3.2005 00:01 Í átthagafjötrum á Laugaveginum Stærri verslanir vantar við Laugaveginn til að draga að sér viðskiptavini. Það mun bjarga minni kaupmönnum við götuna, en rekstur verslana þeirra hefur verið í járnum. Þetta er álit kaupmannanna, eins og fram kom á borgarafundi um verndun og uppbyggingu við Laugaveginn. 21.3.2005 00:01 Undirbúa kvörtun til ESA Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að ný lög um olíugjald, sem taka gildi 1. júlí næstkomandi, feli í sér ólögmæta mismunum á skattlagningu ökutækja. Samtök Iðnaðarins muni væntanlega vísa málinu til eftirlitsstofnunar EFTA, ESA. 21.3.2005 00:01 Lægri sektir fyrir fyrsta brot Sektir við brotum gegn fjórum lagabálkum um fiskveiðar geta lækkað verulega eftir að Alþingi samþykkti frumvarp Örlygs Hnefils Jónssonar, varaþingmanns Samfylkingar, um að fella niður lágmarkssektir fyrir fyrsta brot gegn lögum um fiskveiðar. 21.3.2005 00:01 Tekinn með fíkinefni á Hellisheiði Selfosslögregla stöðvaði fólksbíl á austurleið á Hellisheiði um klukkan 8 á gærkvöld. Í ljós kom að ökumaður, karlmaður um þrítugt sem var einn á ferð, var með sex grömm af hassi og sex grömm af amfetamíni í fórum sínum. Hann var tekinn til yfirheyrslu og sleppt að henni lokinni. 20.3.2005 00:01 Þrír meirihlutar á kjörtímabili Nýr meirihluti hefur verið myndaður í bæjarstjórn Blönduóss, sá þriðji á kjörtímabilinu. Sjálfstæðismenn og H-listi vinstri manna og óháðra tilkynntu í gærkvöldi að þeir hefðu myndað nýjan meirihluta en fyrri meirihluti H-lista og Á-lista bæjarmálafélagsins Hnjúka sprakk í vikunni. 20.3.2005 00:01 Einn fékk lottóvinninginn Einn var með allar tölur réttar í laugardagslottóinu og fær fjórfaldan pott, tæpar 17 milljónir króna í sinn hlut. Vinningstölur kvöldsins voru 3 - 5 - 20 - 24 - 33. Bónustalan var 23. 20.3.2005 00:01 Náttúrufræðingar semja við ríkið Félag íslenskra náttúrufræðinga undirritaði í fyrradag nýjan kjarasamning við ríkið. Hann gildir frá 1. mars í ár til 30. apríl 2008 og var undirritaður með fyrivara um samþykki félagsmanna. Í tilkynningu frá félaginu segir að áfangahækkanir samningsins séu á svipuðum nótum og samið hefur verið um hjá öðrum félögum BHM. 20.3.2005 00:01 Skógarþrösturinn kominn Fyrstu farfuglarnir hafa verið að koma til landsins síðustu daga og nú í morgun sást fyrsti skógarþrösturinn við Fuglaathugunarstöð Suðausturlands. Á Suðausturlandi hafa menn orðið varir við nokkur hundruð tjalda í síðustu viku og heldur tjaldurinn sig aðallega á leirunum í Hornafirði og Skarðsfirði. 20.3.2005 00:01 Nýr meirihluti á Blönduósi "Viðræður okkar gengu eins í sögu og engin snurða hljóp á þráðinn," segir Ágúst Þór Bragason, nýráðinn formaður bæjarráðs Blönduóss, en myndaður hefur verið nýr meirihluti í bænum. Er þar um að ræða samstarf D-lista Sjálfsstæðismanna og H-lista vinstri manna og óháðra. 20.3.2005 00:01 Greiðfært um helstu vegi landsins Greiðfært er um helstu þjóðvegi landsins en þó er þungfært um Dynjandisheiði og hálka á Hrafnseyrarheiði. Hálkublettir eru á Eyrarfjalli og á Steingrímsfjarðarheiði. Á Norðurlandi er hálka á Lágheiði og á Austurlandi eru hálkublettir á Hellisheiði Eystri og á Breiðdalsheiði. Öxi er ófær. 20.3.2005 00:01 Tími kominn til aðgerða "Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fréttir af þessu taginu koma eins og blaut tuska framan í almenning og að mínu mati er kominn tími til aðgerða," segir Helgi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri sælgætisverksmiðjunnar Góu-Lindu. 20.3.2005 00:01 Minkafrumvarp enn í smíðum Frumvarp sem Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, hafði í smíðum varðandi fækkun á minknum í íslenskri náttúru er enn í vinnslu undir handleiðslu nýs umhverfisráðherra, Sigríðar Önnu Þórðardóttur. Engin ákvörðun hefur verið tekin um að leggja málið fram á Alþingi. 20.3.2005 00:01 Bíða dóms um ógildingu útboðs Dóms er að vænta innan mánaðar um það hvort Vegagerðinni hafi verið heimilt að ógilda fyrra útboð Héðinsfjarðarganga fyrir tveimur árum og hafna öllum tilboðum. Íslenskir aðalverktakar bjóða enn fram þá sátt að grafa göngin á grundvelli lægsta boðs. 20.3.2005 00:01 Búist við þúsundum lóðaumsókna Búist er við mörg þúsund umsóknum um þrjátíu einbýlishúsalóðir í Reykjavík sem auglýstar voru í dag. Þrátt fyrir stranga skilmála er mikill slagur um lóðirnar, til dæmis auglýsir fjölskylda eftir því að fá að kaupa lóð af einhverjum sem fær úthlutað á tæplega tvöföldu verði. 20.3.2005 00:01 Milt og hlýtt um páskana Páskaveðrið verður milt og hlýtt en dálítið vætusamt, einkum sunnan og vestan til. Ekkert páskahret er fyrirsjáanlegt og ekki útlit fyrir að landsmenn komist mikið á skíði um þessa páska. 20.3.2005 00:01 Íslensku sumrin nógu köld Íslensku sumrin eru mátulega köld til að vetrarblóm nái að blómstra. 20.3.2005 00:01 Ál er ekki nóg Iðnaðarráðherra segir að ekki gangi til lengdar að reisa fleiri álver. Nú verði að byggja upp hátækniiðnað. 20.3.2005 00:01 Ávextir gefa páskaegg Börnin á Barnaspítala Hringsins fengu óvænta og skemmtilega heimsókn í gær þegar ávextirnir úr Ávaxtakörfunni birtust öllum að óvörum hlaðnir páskaeggjum frá Nóa-Síríusi. 20.3.2005 00:01 Ekki til skoðunar á Íslandi "Það er himinn og haf milli réttarkerfisins vestanhafs og svo aftur í Evrópu og ég kannast ekki við slíkar umræður hérlendis vegna gjaldþrotamála," segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. 20.3.2005 00:01 Misjafnlega tekið á verkamönnum Mismunandi er á milli landshluta hvernig tekið er á málum erlendra verkamanna sem ráðnir eru með þjónustusamningi í gegnum starfsmannaleigur og hafa ekki atvinnuleyfi. Á Snæfellsnesi er vinna þeirra stöðvuð en ekki á Austurlandi. 20.3.2005 00:01 Hyggja á endurbætur á sláturhúsi Dalamenn hafa ákveðið að verja tugmilljónum króna í endurbætur á sláturhúsinu í Búðardal til að unnt verði að hefja slátrun þar í haust. Með því skapast tuttugu heilsársstörf í Dalabyggð. 20.3.2005 00:01 Þjófnaðarhugbúnaði laumað í tölvur Tölvunotendum stafar æ meiri ógn af óprúttnum náungum sem lauma hugbúnaði í tölvurnar þeirra eða reyna að plata út úr þeim viðkvæmar upplýsingar. Bandarískur sérfræðingur í tölvuöryggismálum segir einu vörn fólks gegn þessu að uppfæra vírusvarnir sínar reglulega. 20.3.2005 00:01 Hart deilt á lóðaúthlutun Ónafngreindur auglýsandi bauð í gær hverjum þeim sem sækti um og fengi einbýlishúsalóð í lóðaúthlutun í Lambaseli átta milljónir króna fyrir lóðina. Verði einhver við boðinu þýðir það að viðkomandi hagnist um 3,4 milljónir króna. 20.3.2005 00:01 Stofna hagsmunasamtök Starfsmenn á fasteignasölum telja að starfsheiðri sínum vegið og lítið gert úr þekkingu sinni, starfsreynslu og menntun með þeirri stefnu löggiltra fasteignasala að þeir einir sem hafi löggildingu fái að sinna fasteignasölu og ráðgjöf. 20.3.2005 00:01 Samningstörn framundan Jens Andrésson, formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana, segir að verkfallsboðun komi til greina meðal starfsmanna í Leifsstöð því að ekki ríki friðarskylda fyrr en náðst hafi samkomulag um kjarasamning. Hann á þó ekki von á því að verkfall verði boðað. 20.3.2005 00:01 Hætta við myndatökur "Okkar mat er að betur má ef duga skal og tillögurnar eru fyrstu skref í þá átt," segir Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarness, en bæjarstjórnin hefur lagt línurnar með hvernig sé best að efla innbrotavarnir og öryggi íbúa bæjarfélagsins en tíðni innbrota á Nesinu hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. 20.3.2005 00:01 Grunaðir um fíkniefnasölu Tveir menn voru handteknir eftir að lögreglan í Kópavogi fann sextíu grömm af amfetamíni í bíl þeirra í fyrrinótt. Vegna þess hversu mikið magn mennirnir voru með leikur grunur á að þeir hafi ætlað sér að selja efnið. 20.3.2005 00:01 Dýrahræjum hent á almannafæri "Það er eins og einhver sé að færa fórnir hérna að næturlagi," segir Einar Pálmi Árnason. Hann hefur ítrekað komið að dýrahræjum og innyflum á opnu svæði nærri Réttarholtsskóla að undanförnu. Nú síðast fann hann rolluhræ sem skilið hafði verið eftir á svæðinu. Lögreglan fékk starfsmenn borgarinnar til að fjarlægja hræið. 20.3.2005 00:01 Þrjú fíkniefnamál í Keflavík Þrjú fíkniefnamál hafa komið upp í Keflavík síðastliðinn hálfan sólarhring. Laust eftir klukkan tíu í gærkvöld stöðvaði lögreglan bifreið á Njarðarbraut. Í honum fundust þrjú grömm af amfetamíni. Þrennt var í bílnum og viðurkenndu tveir að eiga efnið. Hálftíma síðar var önnur bifreið stöðvuð í bænum og þar fannst eitt gramm af amfetamíni og viðurkenndi ökumaður að eiga það. 19.3.2005 00:01 Vörubíll valt við Blönduós Vörubíll með tengivagn á leið norður í land fór á hliðina við Sveinsstaði vestan við Blönduós í gærkvöld. Að sögn lögreglu virðist sem bóman á byggingakrana tengivagnsins hafi losnað og slegist við jörðina. Þar með dróst bíllinn á hliðina og valt síðan ásamt tengivagninum. Bílstjórinn var fluttur beinbrotinn og skorinn með sjúkrabíl til Akureyrar. 19.3.2005 00:01 Ók á ljósastaur og slasaðist Fólksbíl var ekið á ljósastaur um klukkan hálfníu í morgun á hringtorgi við Mosfellsbæ. Ökumaður var einn í bílnum. Hann var ekki í bílbelti og hentist í framrúðu bílsins. Hann var fluttur á slysadeild og er þar nú í rannsókn. 19.3.2005 00:01 Byrjað á göngum eftir 18 mánuði Framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng hefjast eftir eitt og hálft ár. Þessi tíðindi færir samgönguráðherra Siglfirðingum á fundi sem hann boðar til um samgöngumál á Siglufirði í dag. 19.3.2005 00:01 Guðfinna jafnar aldursmet Halldóru Elsti núlifandi Íslendingurinn, Guðfinna Einarsdóttir, jafnaði í dag aldursmet Halldóru Bjarnadóttur. 19.3.2005 00:01 Reiknar með að sækja Fischer Sæmundur Pálsson, einkavinur Bobbys Fischers, er himinlifandi yfir þeim fregnum að Fischer verði líklega veitt íslenskt ríkisfang fyrir páska. Hann er nýkominn frá Japan en ætlar að fara þangað aftur og aðstoða vin sinn við ferðalagið heim til Íslands. Hann reiknar með að kærasta Fischers komi líka. 19.3.2005 00:01 Samið við framhaldsskólakennara Félag framhaldsskólakennara undirritaði í gær nýjan kjarasamning við ríkið. Samningurinn gildir frá 1. febrúar 2005 til 30. apríl 2008. Í frétt á heimasíðu Kennarasambands Íslands kemur fram að samningurinn sé gerður með sömu útfærslu og sömu launatöflu og samningurinn sem félög innan BHM gerðu á dögunum og var hann unninn samhliða þeirri samningsgerð. 19.3.2005 00:01 Byrjað á göngum í júlí að ári Framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng hefjast í júlímánuði árið 2006 og verða göngin tilbúin fyrir árslok 2009. Þetta kom fram í ræðu Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra á fundi á Siglufirði sem nú stendur yfir. Fyrir þingkosningarnar vorið 2003 höfðu stjórnvöld lýst því yfir að borun Héðinsfjarðaganga hæfist haustið 2004 og var verkið boðið út vorið 2003. 19.3.2005 00:01 Flýta stækkun flugstöðvar Stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar samþykkti á fundi sínum síðastliðinn miðvikudag að flýta stækkun og breytingum á norðurbyggingu flugstöðvarinnar í ljósi nýrrar spár um farþegafjölgun á næstu árum, en samkvæmt spá breska fyrirtækisins BAA er gert ráð fyrir að tvöfalt fleiri farþegar fari um flugstöðina árið 2015 en 2004, sem er 10 prósentum meira en BAA spáði 2001. 19.3.2005 00:01 Þjóðvegi eitt lokað við Hnausa Þjóðvegur eitt nálægt bænum Hnausum í Austur-Húnavatnssýslu verður lokaður eftir klukkan fjögur í dag, en þá hyggst lögregla fjarlægja vörubíl með tengivagni sem fór á hliðina þar í gærkvöld. Að sögn lögreglu virðist sem bóman á byggingakrana tengivagnsins hafi losnað og slegist við jörðina. 19.3.2005 00:01 Íraksstríði mótmælt í miðborginni Um fimm hundruð manns söfnuðust saman á Ingólfstorgi núna klukkan tvö til þess mótmæla innrásinni í Írak og krefjast þess að Bandaríkjastjórn dragi herafla sinn út úr landinu. Í dag eru tvö ár síðan Bandaríkjamenn réðust inn í Írak og er þess minnst með mótmælum víða um heim. 19.3.2005 00:01 Ekið á stúlku í Vesturbænum Ekið var á stúlkubarn á Ægisíðu í vesturbæ Reykjavíkur eftir hádegi í dag og var hún flutt á sjúkrahús. Hún er undir eftirliti á gjörgæsludeild Landspítalans og er ástand hennar að sögn læknis þar stöðugt. 19.3.2005 00:01 Klappað fyrir ráðherra vegna ganga Klappað var á Siglufirði í dag þegar Sturla Böðvarsson samgönguráðherra lýsti því yfir að borun Héðinsfjarðarganga hæfist eftir sextán mánuði. Göngin eiga að vera tilbúin í lok árs 2009. 19.3.2005 00:01 Enn við störf að Kárahnjúkum Lettarnir fjórir sem hafa starfað fyrir GT verktaka að Kárahnjúkum án atvinnu- og dvalarleyfa eru enn við störf. Meira en mánuður er liðinn frá því Vinnumálastofnun sendi kæru vegna mannanna til sýslumannsins á Seyðisfirði. 19.3.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Dómur mildaður fyrir kynferðisbrot Hæstiréttur mildaði í gær um fjóra mánuði dóm Héraðsdóms Suðurlands frá júlí síðastliðnum yfir kynferðisbrotamanni sem dæmdur hafði verið til þriggja ára fangelsis. 21.3.2005 00:01
140 umsóknir á fyrsta degi 140 umsóknir bárust í dag um þrjátíu einbýlishúsalóðir í Lambaseli, strax á fyrsta degi. Reyna á að slá á eftirspurnina með því að úthluta fyrr en áætlað var lóðum undir 900 íbúðir í landi Úlfarsfells. 21.3.2005 00:01
Vonbrigði segir viðskiptaráðherra Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir það mikil vonbrigði að kona skyldi ekki ná kjöri til setu í aðalstjórn Sparisjóðabanka Íslands. 21.3.2005 00:01
Í átthagafjötrum á Laugaveginum Stærri verslanir vantar við Laugaveginn til að draga að sér viðskiptavini. Það mun bjarga minni kaupmönnum við götuna, en rekstur verslana þeirra hefur verið í járnum. Þetta er álit kaupmannanna, eins og fram kom á borgarafundi um verndun og uppbyggingu við Laugaveginn. 21.3.2005 00:01
Undirbúa kvörtun til ESA Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að ný lög um olíugjald, sem taka gildi 1. júlí næstkomandi, feli í sér ólögmæta mismunum á skattlagningu ökutækja. Samtök Iðnaðarins muni væntanlega vísa málinu til eftirlitsstofnunar EFTA, ESA. 21.3.2005 00:01
Lægri sektir fyrir fyrsta brot Sektir við brotum gegn fjórum lagabálkum um fiskveiðar geta lækkað verulega eftir að Alþingi samþykkti frumvarp Örlygs Hnefils Jónssonar, varaþingmanns Samfylkingar, um að fella niður lágmarkssektir fyrir fyrsta brot gegn lögum um fiskveiðar. 21.3.2005 00:01
Tekinn með fíkinefni á Hellisheiði Selfosslögregla stöðvaði fólksbíl á austurleið á Hellisheiði um klukkan 8 á gærkvöld. Í ljós kom að ökumaður, karlmaður um þrítugt sem var einn á ferð, var með sex grömm af hassi og sex grömm af amfetamíni í fórum sínum. Hann var tekinn til yfirheyrslu og sleppt að henni lokinni. 20.3.2005 00:01
Þrír meirihlutar á kjörtímabili Nýr meirihluti hefur verið myndaður í bæjarstjórn Blönduóss, sá þriðji á kjörtímabilinu. Sjálfstæðismenn og H-listi vinstri manna og óháðra tilkynntu í gærkvöldi að þeir hefðu myndað nýjan meirihluta en fyrri meirihluti H-lista og Á-lista bæjarmálafélagsins Hnjúka sprakk í vikunni. 20.3.2005 00:01
Einn fékk lottóvinninginn Einn var með allar tölur réttar í laugardagslottóinu og fær fjórfaldan pott, tæpar 17 milljónir króna í sinn hlut. Vinningstölur kvöldsins voru 3 - 5 - 20 - 24 - 33. Bónustalan var 23. 20.3.2005 00:01
Náttúrufræðingar semja við ríkið Félag íslenskra náttúrufræðinga undirritaði í fyrradag nýjan kjarasamning við ríkið. Hann gildir frá 1. mars í ár til 30. apríl 2008 og var undirritaður með fyrivara um samþykki félagsmanna. Í tilkynningu frá félaginu segir að áfangahækkanir samningsins séu á svipuðum nótum og samið hefur verið um hjá öðrum félögum BHM. 20.3.2005 00:01
Skógarþrösturinn kominn Fyrstu farfuglarnir hafa verið að koma til landsins síðustu daga og nú í morgun sást fyrsti skógarþrösturinn við Fuglaathugunarstöð Suðausturlands. Á Suðausturlandi hafa menn orðið varir við nokkur hundruð tjalda í síðustu viku og heldur tjaldurinn sig aðallega á leirunum í Hornafirði og Skarðsfirði. 20.3.2005 00:01
Nýr meirihluti á Blönduósi "Viðræður okkar gengu eins í sögu og engin snurða hljóp á þráðinn," segir Ágúst Þór Bragason, nýráðinn formaður bæjarráðs Blönduóss, en myndaður hefur verið nýr meirihluti í bænum. Er þar um að ræða samstarf D-lista Sjálfsstæðismanna og H-lista vinstri manna og óháðra. 20.3.2005 00:01
Greiðfært um helstu vegi landsins Greiðfært er um helstu þjóðvegi landsins en þó er þungfært um Dynjandisheiði og hálka á Hrafnseyrarheiði. Hálkublettir eru á Eyrarfjalli og á Steingrímsfjarðarheiði. Á Norðurlandi er hálka á Lágheiði og á Austurlandi eru hálkublettir á Hellisheiði Eystri og á Breiðdalsheiði. Öxi er ófær. 20.3.2005 00:01
Tími kominn til aðgerða "Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fréttir af þessu taginu koma eins og blaut tuska framan í almenning og að mínu mati er kominn tími til aðgerða," segir Helgi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri sælgætisverksmiðjunnar Góu-Lindu. 20.3.2005 00:01
Minkafrumvarp enn í smíðum Frumvarp sem Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, hafði í smíðum varðandi fækkun á minknum í íslenskri náttúru er enn í vinnslu undir handleiðslu nýs umhverfisráðherra, Sigríðar Önnu Þórðardóttur. Engin ákvörðun hefur verið tekin um að leggja málið fram á Alþingi. 20.3.2005 00:01
Bíða dóms um ógildingu útboðs Dóms er að vænta innan mánaðar um það hvort Vegagerðinni hafi verið heimilt að ógilda fyrra útboð Héðinsfjarðarganga fyrir tveimur árum og hafna öllum tilboðum. Íslenskir aðalverktakar bjóða enn fram þá sátt að grafa göngin á grundvelli lægsta boðs. 20.3.2005 00:01
Búist við þúsundum lóðaumsókna Búist er við mörg þúsund umsóknum um þrjátíu einbýlishúsalóðir í Reykjavík sem auglýstar voru í dag. Þrátt fyrir stranga skilmála er mikill slagur um lóðirnar, til dæmis auglýsir fjölskylda eftir því að fá að kaupa lóð af einhverjum sem fær úthlutað á tæplega tvöföldu verði. 20.3.2005 00:01
Milt og hlýtt um páskana Páskaveðrið verður milt og hlýtt en dálítið vætusamt, einkum sunnan og vestan til. Ekkert páskahret er fyrirsjáanlegt og ekki útlit fyrir að landsmenn komist mikið á skíði um þessa páska. 20.3.2005 00:01
Íslensku sumrin nógu köld Íslensku sumrin eru mátulega köld til að vetrarblóm nái að blómstra. 20.3.2005 00:01
Ál er ekki nóg Iðnaðarráðherra segir að ekki gangi til lengdar að reisa fleiri álver. Nú verði að byggja upp hátækniiðnað. 20.3.2005 00:01
Ávextir gefa páskaegg Börnin á Barnaspítala Hringsins fengu óvænta og skemmtilega heimsókn í gær þegar ávextirnir úr Ávaxtakörfunni birtust öllum að óvörum hlaðnir páskaeggjum frá Nóa-Síríusi. 20.3.2005 00:01
Ekki til skoðunar á Íslandi "Það er himinn og haf milli réttarkerfisins vestanhafs og svo aftur í Evrópu og ég kannast ekki við slíkar umræður hérlendis vegna gjaldþrotamála," segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. 20.3.2005 00:01
Misjafnlega tekið á verkamönnum Mismunandi er á milli landshluta hvernig tekið er á málum erlendra verkamanna sem ráðnir eru með þjónustusamningi í gegnum starfsmannaleigur og hafa ekki atvinnuleyfi. Á Snæfellsnesi er vinna þeirra stöðvuð en ekki á Austurlandi. 20.3.2005 00:01
Hyggja á endurbætur á sláturhúsi Dalamenn hafa ákveðið að verja tugmilljónum króna í endurbætur á sláturhúsinu í Búðardal til að unnt verði að hefja slátrun þar í haust. Með því skapast tuttugu heilsársstörf í Dalabyggð. 20.3.2005 00:01
Þjófnaðarhugbúnaði laumað í tölvur Tölvunotendum stafar æ meiri ógn af óprúttnum náungum sem lauma hugbúnaði í tölvurnar þeirra eða reyna að plata út úr þeim viðkvæmar upplýsingar. Bandarískur sérfræðingur í tölvuöryggismálum segir einu vörn fólks gegn þessu að uppfæra vírusvarnir sínar reglulega. 20.3.2005 00:01
Hart deilt á lóðaúthlutun Ónafngreindur auglýsandi bauð í gær hverjum þeim sem sækti um og fengi einbýlishúsalóð í lóðaúthlutun í Lambaseli átta milljónir króna fyrir lóðina. Verði einhver við boðinu þýðir það að viðkomandi hagnist um 3,4 milljónir króna. 20.3.2005 00:01
Stofna hagsmunasamtök Starfsmenn á fasteignasölum telja að starfsheiðri sínum vegið og lítið gert úr þekkingu sinni, starfsreynslu og menntun með þeirri stefnu löggiltra fasteignasala að þeir einir sem hafi löggildingu fái að sinna fasteignasölu og ráðgjöf. 20.3.2005 00:01
Samningstörn framundan Jens Andrésson, formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana, segir að verkfallsboðun komi til greina meðal starfsmanna í Leifsstöð því að ekki ríki friðarskylda fyrr en náðst hafi samkomulag um kjarasamning. Hann á þó ekki von á því að verkfall verði boðað. 20.3.2005 00:01
Hætta við myndatökur "Okkar mat er að betur má ef duga skal og tillögurnar eru fyrstu skref í þá átt," segir Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarness, en bæjarstjórnin hefur lagt línurnar með hvernig sé best að efla innbrotavarnir og öryggi íbúa bæjarfélagsins en tíðni innbrota á Nesinu hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. 20.3.2005 00:01
Grunaðir um fíkniefnasölu Tveir menn voru handteknir eftir að lögreglan í Kópavogi fann sextíu grömm af amfetamíni í bíl þeirra í fyrrinótt. Vegna þess hversu mikið magn mennirnir voru með leikur grunur á að þeir hafi ætlað sér að selja efnið. 20.3.2005 00:01
Dýrahræjum hent á almannafæri "Það er eins og einhver sé að færa fórnir hérna að næturlagi," segir Einar Pálmi Árnason. Hann hefur ítrekað komið að dýrahræjum og innyflum á opnu svæði nærri Réttarholtsskóla að undanförnu. Nú síðast fann hann rolluhræ sem skilið hafði verið eftir á svæðinu. Lögreglan fékk starfsmenn borgarinnar til að fjarlægja hræið. 20.3.2005 00:01
Þrjú fíkniefnamál í Keflavík Þrjú fíkniefnamál hafa komið upp í Keflavík síðastliðinn hálfan sólarhring. Laust eftir klukkan tíu í gærkvöld stöðvaði lögreglan bifreið á Njarðarbraut. Í honum fundust þrjú grömm af amfetamíni. Þrennt var í bílnum og viðurkenndu tveir að eiga efnið. Hálftíma síðar var önnur bifreið stöðvuð í bænum og þar fannst eitt gramm af amfetamíni og viðurkenndi ökumaður að eiga það. 19.3.2005 00:01
Vörubíll valt við Blönduós Vörubíll með tengivagn á leið norður í land fór á hliðina við Sveinsstaði vestan við Blönduós í gærkvöld. Að sögn lögreglu virðist sem bóman á byggingakrana tengivagnsins hafi losnað og slegist við jörðina. Þar með dróst bíllinn á hliðina og valt síðan ásamt tengivagninum. Bílstjórinn var fluttur beinbrotinn og skorinn með sjúkrabíl til Akureyrar. 19.3.2005 00:01
Ók á ljósastaur og slasaðist Fólksbíl var ekið á ljósastaur um klukkan hálfníu í morgun á hringtorgi við Mosfellsbæ. Ökumaður var einn í bílnum. Hann var ekki í bílbelti og hentist í framrúðu bílsins. Hann var fluttur á slysadeild og er þar nú í rannsókn. 19.3.2005 00:01
Byrjað á göngum eftir 18 mánuði Framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng hefjast eftir eitt og hálft ár. Þessi tíðindi færir samgönguráðherra Siglfirðingum á fundi sem hann boðar til um samgöngumál á Siglufirði í dag. 19.3.2005 00:01
Guðfinna jafnar aldursmet Halldóru Elsti núlifandi Íslendingurinn, Guðfinna Einarsdóttir, jafnaði í dag aldursmet Halldóru Bjarnadóttur. 19.3.2005 00:01
Reiknar með að sækja Fischer Sæmundur Pálsson, einkavinur Bobbys Fischers, er himinlifandi yfir þeim fregnum að Fischer verði líklega veitt íslenskt ríkisfang fyrir páska. Hann er nýkominn frá Japan en ætlar að fara þangað aftur og aðstoða vin sinn við ferðalagið heim til Íslands. Hann reiknar með að kærasta Fischers komi líka. 19.3.2005 00:01
Samið við framhaldsskólakennara Félag framhaldsskólakennara undirritaði í gær nýjan kjarasamning við ríkið. Samningurinn gildir frá 1. febrúar 2005 til 30. apríl 2008. Í frétt á heimasíðu Kennarasambands Íslands kemur fram að samningurinn sé gerður með sömu útfærslu og sömu launatöflu og samningurinn sem félög innan BHM gerðu á dögunum og var hann unninn samhliða þeirri samningsgerð. 19.3.2005 00:01
Byrjað á göngum í júlí að ári Framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng hefjast í júlímánuði árið 2006 og verða göngin tilbúin fyrir árslok 2009. Þetta kom fram í ræðu Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra á fundi á Siglufirði sem nú stendur yfir. Fyrir þingkosningarnar vorið 2003 höfðu stjórnvöld lýst því yfir að borun Héðinsfjarðaganga hæfist haustið 2004 og var verkið boðið út vorið 2003. 19.3.2005 00:01
Flýta stækkun flugstöðvar Stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar samþykkti á fundi sínum síðastliðinn miðvikudag að flýta stækkun og breytingum á norðurbyggingu flugstöðvarinnar í ljósi nýrrar spár um farþegafjölgun á næstu árum, en samkvæmt spá breska fyrirtækisins BAA er gert ráð fyrir að tvöfalt fleiri farþegar fari um flugstöðina árið 2015 en 2004, sem er 10 prósentum meira en BAA spáði 2001. 19.3.2005 00:01
Þjóðvegi eitt lokað við Hnausa Þjóðvegur eitt nálægt bænum Hnausum í Austur-Húnavatnssýslu verður lokaður eftir klukkan fjögur í dag, en þá hyggst lögregla fjarlægja vörubíl með tengivagni sem fór á hliðina þar í gærkvöld. Að sögn lögreglu virðist sem bóman á byggingakrana tengivagnsins hafi losnað og slegist við jörðina. 19.3.2005 00:01
Íraksstríði mótmælt í miðborginni Um fimm hundruð manns söfnuðust saman á Ingólfstorgi núna klukkan tvö til þess mótmæla innrásinni í Írak og krefjast þess að Bandaríkjastjórn dragi herafla sinn út úr landinu. Í dag eru tvö ár síðan Bandaríkjamenn réðust inn í Írak og er þess minnst með mótmælum víða um heim. 19.3.2005 00:01
Ekið á stúlku í Vesturbænum Ekið var á stúlkubarn á Ægisíðu í vesturbæ Reykjavíkur eftir hádegi í dag og var hún flutt á sjúkrahús. Hún er undir eftirliti á gjörgæsludeild Landspítalans og er ástand hennar að sögn læknis þar stöðugt. 19.3.2005 00:01
Klappað fyrir ráðherra vegna ganga Klappað var á Siglufirði í dag þegar Sturla Böðvarsson samgönguráðherra lýsti því yfir að borun Héðinsfjarðarganga hæfist eftir sextán mánuði. Göngin eiga að vera tilbúin í lok árs 2009. 19.3.2005 00:01
Enn við störf að Kárahnjúkum Lettarnir fjórir sem hafa starfað fyrir GT verktaka að Kárahnjúkum án atvinnu- og dvalarleyfa eru enn við störf. Meira en mánuður er liðinn frá því Vinnumálastofnun sendi kæru vegna mannanna til sýslumannsins á Seyðisfirði. 19.3.2005 00:01
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent