Fá verkið aldrei á sínum forsendum 21. mars 2005 00:01 "Það verður aldrei svo að þeir fái verkið á þeim forsendum sem þeir vilja jafnvel þó að þeir vinni dómsmálið," segir Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri. Íslenskir aðalverktakar hafa stefnt Vegagerðinni fyrir dómstóla og vilja að fyrra tilboð í framkvæmd Héðinsfjarðarganga, sem fram fór fyrir tveimur árum, verði áfram látið gilda. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra tilkynnti fyrir skömmu að gangagerðin yrði aftur boðin út nú í haust en það eru forsvarsmenn ÍAV ekki ánægðir með. Fyrirtækið átti lægsta boð í göngin í fyrra útboði og vill að það verði látið standa jafnvel þótt því hafi verið hafnað af hálfu Vegagerðarinnar á sínum tíma. Gunnar segir niðurstöðu dómsmálsins í raun engu skipta. "Jafnvel þó að dómurinn yrði þeim í vil liggur það fyrir að farið verður í annað útboð en vera má að ÍAV verði dæmdar skaðabætur af einhverju tagi." Hann segir tilboðinu hafa verið hafnað af ýmsum ástæðum sem enn séu í fullu gildi. "Tilboð þeirra var of hátt að okkar mati þó það hafi verið það lægsta sem fram kom. Einnig lék vafi á að okkur væri heimilt að taka tilboði þeirra þar sem þar væri mögulega brotið jafnræði á bjóðendum enda gerði ÍAV ráð fyrir að hefja framkvæmdir ekki fyrr en árið 2006. Aðrir bjóðendur settu engin slík skilyrði og hefðu þá mögulega getað lækkað tilboð sín." Hjá samgönguráðuneytinu fengust þær upplýsingar að málið væri alfarið á könnu Vegagerðarinnar. Engar hugmyndir eru uppi um afskipti af málinu enda sé það enn fyrir dómstólum og engin niðurstaða fengin. Vegagerðin þurfi að hafa frjálsar heimildir til að hafna eða taka tilboðum sem berist og stofnunin verði að standa og falla með ákvörðunum sínum án þess að ráðuneytið komi þar að. - aöe Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
"Það verður aldrei svo að þeir fái verkið á þeim forsendum sem þeir vilja jafnvel þó að þeir vinni dómsmálið," segir Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri. Íslenskir aðalverktakar hafa stefnt Vegagerðinni fyrir dómstóla og vilja að fyrra tilboð í framkvæmd Héðinsfjarðarganga, sem fram fór fyrir tveimur árum, verði áfram látið gilda. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra tilkynnti fyrir skömmu að gangagerðin yrði aftur boðin út nú í haust en það eru forsvarsmenn ÍAV ekki ánægðir með. Fyrirtækið átti lægsta boð í göngin í fyrra útboði og vill að það verði látið standa jafnvel þótt því hafi verið hafnað af hálfu Vegagerðarinnar á sínum tíma. Gunnar segir niðurstöðu dómsmálsins í raun engu skipta. "Jafnvel þó að dómurinn yrði þeim í vil liggur það fyrir að farið verður í annað útboð en vera má að ÍAV verði dæmdar skaðabætur af einhverju tagi." Hann segir tilboðinu hafa verið hafnað af ýmsum ástæðum sem enn séu í fullu gildi. "Tilboð þeirra var of hátt að okkar mati þó það hafi verið það lægsta sem fram kom. Einnig lék vafi á að okkur væri heimilt að taka tilboði þeirra þar sem þar væri mögulega brotið jafnræði á bjóðendum enda gerði ÍAV ráð fyrir að hefja framkvæmdir ekki fyrr en árið 2006. Aðrir bjóðendur settu engin slík skilyrði og hefðu þá mögulega getað lækkað tilboð sín." Hjá samgönguráðuneytinu fengust þær upplýsingar að málið væri alfarið á könnu Vegagerðarinnar. Engar hugmyndir eru uppi um afskipti af málinu enda sé það enn fyrir dómstólum og engin niðurstaða fengin. Vegagerðin þurfi að hafa frjálsar heimildir til að hafna eða taka tilboðum sem berist og stofnunin verði að standa og falla með ákvörðunum sínum án þess að ráðuneytið komi þar að. - aöe
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent