Sveitarfélögum klesst upp við vegg 21. mars 2005 00:01 Geir H. Haarde fjármálaráðherra gagnrýndi harkalega áform meirihluta R-listans í Reykjavík að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla innan fárra ára. Hann sagði að með ákvörðun sinni hefðu borgaryfirvöld sett óþarfa þrýsting á öll önnur sveitarfélög og í raun klesst þeim upp við vegg. Þrýsting sem gæti leitt til stóraukinna útgjalda fyrir sveitarfélög sem þegar stæðu illa fjárhagslega. Gagnrýnin kom fram á Alþingi í gær þegar Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði ráðherrann hvort gert hefði verið samkomulag við borgaryfirvöld um að ríkið kæmi sérstaklega að því að greiða niður leikskólagjöldin. Arnbjörg sagði nauðsynlegt fá þetta á hreint því í fjölmiðlum hefði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagt að fjármunir frá ríkinu yrðu nýttir til að greiða leikskólagjöldin niður. Geir svaraði því til að ekkert samkomulag um þetta hefði verið gert. Borgin hygðist nýta þá fjármuni sem hún fengi samkvæmt breyttri tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga til að greiða niður leikskólagjöldin. Hann sagði að borgarstjóri hefði komið í bakið á ríkisstjórninni með yfirlýsingum sínum í fjölmiðlum. Ef sveitarfélög hefðu efni á að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla þá væri það ágætt. Hugsunin með breyttri tekjuskiptingu og einhliða tilfærslu fjár frá ríkinu til sveitarfélaga hefði hins vegar verið að hjálpa þeim sveitarfélögum sem verst væru sett fjárhagslega en ekki borginni til að greiða niður leikskólagjöldin. Steinunn Valdís segir viðbrögð ráðherra einkennast af pirringi yfir því að Reykjavíkurborg hafi tekið frumkvæði í leikskólamálum. Hún segir að næsti áfangi rúmist innan fjárhagsáætlunar borgarinnar. Það samkomulag sem þegar hafi verið samþykkt milli ríkis og sveitarfélga skili borginni það miklum tekjum að borgin geti notað þær í þetta verkefni. "Ég kippi mér ekki upp við það þó fjármálaráðherra taki eitthvað geðvonskukast," segir Steinunn Valdís. "Sveitarfélögum er í sjálfvald sett hvaða þjónustu þau bjóða upp á. Hafnarfjörður bauð til dæmis börnum upp að tíu ára aldri upp á ókeypis íþróttastarf. Önnur sveitarfélög hafa ekki tekið upp á því." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Geir H. Haarde fjármálaráðherra gagnrýndi harkalega áform meirihluta R-listans í Reykjavík að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla innan fárra ára. Hann sagði að með ákvörðun sinni hefðu borgaryfirvöld sett óþarfa þrýsting á öll önnur sveitarfélög og í raun klesst þeim upp við vegg. Þrýsting sem gæti leitt til stóraukinna útgjalda fyrir sveitarfélög sem þegar stæðu illa fjárhagslega. Gagnrýnin kom fram á Alþingi í gær þegar Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði ráðherrann hvort gert hefði verið samkomulag við borgaryfirvöld um að ríkið kæmi sérstaklega að því að greiða niður leikskólagjöldin. Arnbjörg sagði nauðsynlegt fá þetta á hreint því í fjölmiðlum hefði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagt að fjármunir frá ríkinu yrðu nýttir til að greiða leikskólagjöldin niður. Geir svaraði því til að ekkert samkomulag um þetta hefði verið gert. Borgin hygðist nýta þá fjármuni sem hún fengi samkvæmt breyttri tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga til að greiða niður leikskólagjöldin. Hann sagði að borgarstjóri hefði komið í bakið á ríkisstjórninni með yfirlýsingum sínum í fjölmiðlum. Ef sveitarfélög hefðu efni á að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla þá væri það ágætt. Hugsunin með breyttri tekjuskiptingu og einhliða tilfærslu fjár frá ríkinu til sveitarfélaga hefði hins vegar verið að hjálpa þeim sveitarfélögum sem verst væru sett fjárhagslega en ekki borginni til að greiða niður leikskólagjöldin. Steinunn Valdís segir viðbrögð ráðherra einkennast af pirringi yfir því að Reykjavíkurborg hafi tekið frumkvæði í leikskólamálum. Hún segir að næsti áfangi rúmist innan fjárhagsáætlunar borgarinnar. Það samkomulag sem þegar hafi verið samþykkt milli ríkis og sveitarfélga skili borginni það miklum tekjum að borgin geti notað þær í þetta verkefni. "Ég kippi mér ekki upp við það þó fjármálaráðherra taki eitthvað geðvonskukast," segir Steinunn Valdís. "Sveitarfélögum er í sjálfvald sett hvaða þjónustu þau bjóða upp á. Hafnarfjörður bauð til dæmis börnum upp að tíu ára aldri upp á ókeypis íþróttastarf. Önnur sveitarfélög hafa ekki tekið upp á því."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira