Sveitarfélögum klesst upp við vegg 21. mars 2005 00:01 Geir H. Haarde fjármálaráðherra gagnrýndi harkalega áform meirihluta R-listans í Reykjavík að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla innan fárra ára. Hann sagði að með ákvörðun sinni hefðu borgaryfirvöld sett óþarfa þrýsting á öll önnur sveitarfélög og í raun klesst þeim upp við vegg. Þrýsting sem gæti leitt til stóraukinna útgjalda fyrir sveitarfélög sem þegar stæðu illa fjárhagslega. Gagnrýnin kom fram á Alþingi í gær þegar Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði ráðherrann hvort gert hefði verið samkomulag við borgaryfirvöld um að ríkið kæmi sérstaklega að því að greiða niður leikskólagjöldin. Arnbjörg sagði nauðsynlegt fá þetta á hreint því í fjölmiðlum hefði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagt að fjármunir frá ríkinu yrðu nýttir til að greiða leikskólagjöldin niður. Geir svaraði því til að ekkert samkomulag um þetta hefði verið gert. Borgin hygðist nýta þá fjármuni sem hún fengi samkvæmt breyttri tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga til að greiða niður leikskólagjöldin. Hann sagði að borgarstjóri hefði komið í bakið á ríkisstjórninni með yfirlýsingum sínum í fjölmiðlum. Ef sveitarfélög hefðu efni á að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla þá væri það ágætt. Hugsunin með breyttri tekjuskiptingu og einhliða tilfærslu fjár frá ríkinu til sveitarfélaga hefði hins vegar verið að hjálpa þeim sveitarfélögum sem verst væru sett fjárhagslega en ekki borginni til að greiða niður leikskólagjöldin. Steinunn Valdís segir viðbrögð ráðherra einkennast af pirringi yfir því að Reykjavíkurborg hafi tekið frumkvæði í leikskólamálum. Hún segir að næsti áfangi rúmist innan fjárhagsáætlunar borgarinnar. Það samkomulag sem þegar hafi verið samþykkt milli ríkis og sveitarfélga skili borginni það miklum tekjum að borgin geti notað þær í þetta verkefni. "Ég kippi mér ekki upp við það þó fjármálaráðherra taki eitthvað geðvonskukast," segir Steinunn Valdís. "Sveitarfélögum er í sjálfvald sett hvaða þjónustu þau bjóða upp á. Hafnarfjörður bauð til dæmis börnum upp að tíu ára aldri upp á ókeypis íþróttastarf. Önnur sveitarfélög hafa ekki tekið upp á því." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Sjá meira
Geir H. Haarde fjármálaráðherra gagnrýndi harkalega áform meirihluta R-listans í Reykjavík að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla innan fárra ára. Hann sagði að með ákvörðun sinni hefðu borgaryfirvöld sett óþarfa þrýsting á öll önnur sveitarfélög og í raun klesst þeim upp við vegg. Þrýsting sem gæti leitt til stóraukinna útgjalda fyrir sveitarfélög sem þegar stæðu illa fjárhagslega. Gagnrýnin kom fram á Alþingi í gær þegar Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði ráðherrann hvort gert hefði verið samkomulag við borgaryfirvöld um að ríkið kæmi sérstaklega að því að greiða niður leikskólagjöldin. Arnbjörg sagði nauðsynlegt fá þetta á hreint því í fjölmiðlum hefði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagt að fjármunir frá ríkinu yrðu nýttir til að greiða leikskólagjöldin niður. Geir svaraði því til að ekkert samkomulag um þetta hefði verið gert. Borgin hygðist nýta þá fjármuni sem hún fengi samkvæmt breyttri tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga til að greiða niður leikskólagjöldin. Hann sagði að borgarstjóri hefði komið í bakið á ríkisstjórninni með yfirlýsingum sínum í fjölmiðlum. Ef sveitarfélög hefðu efni á að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla þá væri það ágætt. Hugsunin með breyttri tekjuskiptingu og einhliða tilfærslu fjár frá ríkinu til sveitarfélaga hefði hins vegar verið að hjálpa þeim sveitarfélögum sem verst væru sett fjárhagslega en ekki borginni til að greiða niður leikskólagjöldin. Steinunn Valdís segir viðbrögð ráðherra einkennast af pirringi yfir því að Reykjavíkurborg hafi tekið frumkvæði í leikskólamálum. Hún segir að næsti áfangi rúmist innan fjárhagsáætlunar borgarinnar. Það samkomulag sem þegar hafi verið samþykkt milli ríkis og sveitarfélga skili borginni það miklum tekjum að borgin geti notað þær í þetta verkefni. "Ég kippi mér ekki upp við það þó fjármálaráðherra taki eitthvað geðvonskukast," segir Steinunn Valdís. "Sveitarfélögum er í sjálfvald sett hvaða þjónustu þau bjóða upp á. Hafnarfjörður bauð til dæmis börnum upp að tíu ára aldri upp á ókeypis íþróttastarf. Önnur sveitarfélög hafa ekki tekið upp á því."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Sjá meira