Innlent

2000 hafa skrifað undir

MYND/Róbert
Um 2000 manns á Suðurnesjum hafa skráð sig á lista í undirskriftasöfnun vegna kröfu um sólarhringsvakt á skurðstofu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Einar Árnason og Karen Hilmarsdóttir standa fyrir undirskriftasöfnuninni en þau misstu dóttur sína, Birgittu Hrönn, í janúar síðastliðnum þegar aðeins um tvær vikur voru eftir af meðgöngunni. Einar og Karen komu fram í fjölmiðlum stuttu eftir lát dóttur þeirra þar sem þau vildu sjá að sólarhringsvöktum yrði komið á fót á skurðstofum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Einar segir móttökurnar við undirskriftasöfnuninni hafa verið rosalega góðar. Hann mun afhenda heilbrigðisráðherra listana eftir páska en nú þegar hafa um 2000 manns á Suðurnesjum skráð sig á þá. Einar kveðst bjartsýnn þó umræðan á Alþingi undanfarið hafi ekki verið til að ýta undir hana. Undirskriftalistarnir liggja frammi á flestum bensínstöðvum og söluturnum á Suðurnesjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×