Innlent

Skilafrestur framtala framlengdur

Áður auglýstur almennur framtalsfrestur rennur út í dag 21. mars. Skil á framtölum hafa verið góð. Svarþjónusta skattsins sem hefur verið opin undanfarna daga, og um kvöld og helgar, hefur gefið upplýsingar um skattaleg atriði sem snerta framtalið og veitt leiðbeiningar um tæknileg atriði við netframtalið. Hefur sú þjónusta verið mikið notuð og ekki alltaf hægt að anna álaginu að sögn ríkisskattstjóra. Til þess að dreifa því álagi og geta veitt sem flestum sem eftir leita þessa þjónustu hefur ríkisskattstjóri ákveðið að framlengja almennan skilafrest framtala til loka dags 23. mars, eða nk. miðvikudag. Sérstakur frestur skv. umsókn til að skila netframtölum verður óbreyttur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×