Innlent

Tíu stúlkubörn á leið frá Kína

Tíu stúlkur á öðru aldursári eru komnar í faðm íslenskra foreldra í Kína. Hinir nýbökuðu foreldrar eru tíundi hópurinn sem ættleiðir frá Kína. Guðrún Sveinsdóttir, skrifstofustjóri Íslenskrar ættleiðingar, segir 63 börn hafa verið ættleidd frá Kína síðan í maí 2002. Foreldrar stúlknanna tíu hafi fengið þær í hendur á sunnudaginn og von sé á þeim heim í næstu viku. Guðrún segir mest um ættleiðingar frá Kína þessa stundina en þrettán börn hafi einnig komið frá Indlandi síðustu tvö ár: "Yfir 150 börn hafa komið þaðan frá ársbyrjun 1988."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×