Innlent

Má leggja 20% ofan á meðalverð

Lyfjagreiðslunefnd hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Actavis um að það megi leggja tuttugu prósent ofan á meðalverð samheitalyfja í Noregi og Svíþjóð ef lyfin eru seld hér. Reyndar á Danmörk að vera með í meðaltalinu en vegna harðrar samkeppni á danska lyfjamarkaðnum, sem leitt hefur til verðlækkunar þar, hefur nefndin heimilað Actavis að sleppa Danmörku úr meðaltalsreikningunum þannig að fyrirtækið getur selt lyfin dýrarara verði hér á landi. Skýringin á þessari tuttugu prósenta umfram álagningu er sögð sú að það sé svo dýrt að prenta íslenskar leiðbeiningar á umbúðir þeirra lyfja sem lítið seljast hér á landi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×