Innlent

Talinn vera með falsað vegabréf

Rúmlega þrítugur útlendingur sem kom til landsins með síðustu ferð Norrænu er grunaður um að vera með falsað vegabréf. Hann var fluttur til Reykjavíkur í gær til yfirheyrslu. Maðurinn hefur óskað eftir pólitísku hæli hér á landi en við athugun er komið í ljós að hann hefur líka óskað eftir því í Bretlandi. Óljóst er hver málalok verða hér á landi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×