Innlent

Enginn grunaður vegna íkveikju

Ekki er enn vitað hver kveikti í atvinnuhúsnæðinu Votmúla á Blönduósi að sögn Kristjáns Þorbjörnssonar, yfirlögregluþjóns á staðnum. Stærsti hluti hússins brann til grunna en í þeim hluta var matvælaverksmiðja Vilkó, pakkhús Kaupfélagsins og Bílaþjónustan með starfsemi. Nú í vikunni var lokið við að rífa þann hluta hússins sem brann. Ekki liggur fyrir hvort húsið verður byggt að nýju. Þótt enginn sé grunaður um íkveikjuna segist Kristján ekki vera búinn að gefa upp alla von. Dæmi séu um að mál leysist tveimur til þremur árum eftir að þau komi upp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×