Innlent

Kaupa þjónustu

Marteinn Magnússon lögmaður segir að GT verktakar séu að kaupa þjónustu af erlendu fyrirtæki og um slíka þjónustusölu gildi lög frá árinu 2001 þannig að hið erlenda fyrirtæki geti sent starfsmenn sína hingað til að sinna þeirri þjónustu. Þeir geti þá verið hér í allt að 90 daga í senn við framkvæmd hennar. Vinnumálastofnun og lögreglan á Egilsstöðum eru að skoða fólksflutninga erlendra ríkisborgara á Kárahnjúkum en GT verktakar kaupa þennan akstur af lettneska fyrirtækinu Vislandia. "Í lögum eru ákveðnar reglur sem eiga að tryggja þessum starfsmönnum lágmarksréttindi. Þeir eiga að njóta þeirra lágmarkskjara sem eru hér á landi þannig að það er ekki verið að flytja inn hálfgerða þræla, einsog reynt að ýja að. Þetta hefur verið málað dálítið dökkum litum," segir Marteinn. Samkvæmt samningnum við Vislandia kaupa GT verktakar bæði akstursþjónustu og verklega vinnu en Marteinn kveðst ekki vita "í hversu miklum mæli GT verktakar munu nýta þann þátt í þjónustusamningnum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×