Innlent

Fá orður rússnesku kirkjunnar

Rússneska rétttrúnaðarkirkjan ætlar að sæma Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands og Þórólf Árnason, fyrrverandi borgarstjóra, orðum. Ólafur Ragnar fær orðu heilags Vladímírs konungs 2. stigs og verður hún afhent á mánudag og daginn eftir verður orða Sergís á Radoness 3. stigs afhent borgarstjóranum fyrrverandi. Þessar viðurkenningar fá þeir fyrir þátt sinn í lóðaúthlutun undir byggingu rússnesku rétttrúnarðarkirkjunnar í Reykjavík. Það verður Longin erkibiskup, umboðsmaður rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Þýskalandi, sem afhendir orðurnar í rússneska sendiráðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×