Orkuverð hækkar vegna orkulaga 24. febrúar 2005 00:01 Orkuverð hækkar víða um land vegna nýrra raforkulaga sem banna ýmis sérkjör sem áður buðust. Reynt er að finna lausn en helst kemur til greina að auka niðurgreiðslur á orkuverði til ýmissa hópa. Ný orkulög valda hærra orkuverði til nokkurs fjölda neytenda, eins og til að mynda smáfyrirtækja sem áður nutu sérkjara hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Við greindum frá einu slíku tilfelli í vikunni þar sem rafmagnskostnaður jókst um 54 prósent. Garðyrkjubændur eru einnig fórnarlömb orkulaga sem og fjöldi húseigenda á landsbyggðinni sem nota raforku til kyndingar. Ekki liggur enn fyrir hversu mikil áhrifin verða en það ætti að skýrast á næstu dögum. Fréttastofa Stöðvar 2 óskaði skýringa hjá Orkuveitu Reykjavíkur á því hvers vegna afsláttartaxtar hefðu verið felldir niður og fékk þau svör að nýju orkulögin leyfðu ekki slíka taxta. Hér væri enda að ræða um börn síns tíma, svokallaða roftaxta sem byggðust á því að selja umframorku ódýrt gegn því að mega rjúfa hana ef ekki væri nóg afgangs í kerfinu til að bjóða hana. Nú er ástandið þannig að orkan er ávallt nóg en var samt boðin á sömu kjörum. Ásgeir Margeirsson, aðstoðarforstjóri Orkuveitunnar, sagði leitað leiða til að koma til móts við þá viðskiptavini sem finna fyrir þessum breytingum sem eru til að mynda bakarar, þvottahús og fyrirtæki af sömu stærðargráðu. Hann vildi ekki greina frá því hvaða leiðir það væru. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra fullyrti að ekki kæmi til orkuverðshækkana vegna nýju laganna. Hún vildi ekki koma í viðtal vegna málsins í dag en aðstoðarmaður hennar sagði það enn þá vera rétt að ekki hefði komið til nýs kostnaðar vegna laganna en að sérkjör hefðu verið felld niður. Engu að síður er vilji í ráðuneytinu til að mæta auknum kostnaði grænmetisbænda og húseigenda sem kynda með rafmagni og er þá helst verið að ræða auknar niðurgreiðslur í því samhengi því nýju orkulögin banna ekki niðurgreiðslur. Valgerður Sverrisdóttir verður gestur í Íslandi í bítið í fyrramálið. Fréttir Innlent Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Orkuverð hækkar víða um land vegna nýrra raforkulaga sem banna ýmis sérkjör sem áður buðust. Reynt er að finna lausn en helst kemur til greina að auka niðurgreiðslur á orkuverði til ýmissa hópa. Ný orkulög valda hærra orkuverði til nokkurs fjölda neytenda, eins og til að mynda smáfyrirtækja sem áður nutu sérkjara hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Við greindum frá einu slíku tilfelli í vikunni þar sem rafmagnskostnaður jókst um 54 prósent. Garðyrkjubændur eru einnig fórnarlömb orkulaga sem og fjöldi húseigenda á landsbyggðinni sem nota raforku til kyndingar. Ekki liggur enn fyrir hversu mikil áhrifin verða en það ætti að skýrast á næstu dögum. Fréttastofa Stöðvar 2 óskaði skýringa hjá Orkuveitu Reykjavíkur á því hvers vegna afsláttartaxtar hefðu verið felldir niður og fékk þau svör að nýju orkulögin leyfðu ekki slíka taxta. Hér væri enda að ræða um börn síns tíma, svokallaða roftaxta sem byggðust á því að selja umframorku ódýrt gegn því að mega rjúfa hana ef ekki væri nóg afgangs í kerfinu til að bjóða hana. Nú er ástandið þannig að orkan er ávallt nóg en var samt boðin á sömu kjörum. Ásgeir Margeirsson, aðstoðarforstjóri Orkuveitunnar, sagði leitað leiða til að koma til móts við þá viðskiptavini sem finna fyrir þessum breytingum sem eru til að mynda bakarar, þvottahús og fyrirtæki af sömu stærðargráðu. Hann vildi ekki greina frá því hvaða leiðir það væru. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra fullyrti að ekki kæmi til orkuverðshækkana vegna nýju laganna. Hún vildi ekki koma í viðtal vegna málsins í dag en aðstoðarmaður hennar sagði það enn þá vera rétt að ekki hefði komið til nýs kostnaðar vegna laganna en að sérkjör hefðu verið felld niður. Engu að síður er vilji í ráðuneytinu til að mæta auknum kostnaði grænmetisbænda og húseigenda sem kynda með rafmagni og er þá helst verið að ræða auknar niðurgreiðslur í því samhengi því nýju orkulögin banna ekki niðurgreiðslur. Valgerður Sverrisdóttir verður gestur í Íslandi í bítið í fyrramálið.
Fréttir Innlent Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira