Innlent

Mikil ánægja með íslenskt

Ríflega sextíu prósent neytenda gefa íslenskri mat- og drykkjarvöru hæstu einkunn í viðhorfskönnun sem IMG Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins. Tæp 98 prósent þeirra sem keyptu íslenska hönnunarvöru voru jákvæð gagnvart henni og tæp 96 prósent þeirra sem keyptu íslenska byggingarvöru samkvæmt upplýsingum samtakanna. Á bilinu 0,8 til 3,3 prósent þátttakendanna 950 gáfu íslenskum vörum falleinkunn. Könnunin er hluti ánægjuvogsmælingar IMG Gallup og verða frekari niðurstöður birtar á mánudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×