Fleiri fréttir Kjartan Gunnarsson sæti eignarnámi Gunnar Eydal borgarlögmaður telur fullreynt að ná samningum við Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, um kaup 4 hektara spildu á Norðlingaholti og vill að borgin taki landið eignarnámi. Lokatilboð borgarlögmanns var 50 milljónir króna en Kjartan vill 133 milljónir. Kjartan segir sér mismunað og að borgin beiti hann afli. 7.2.2005 00:01 Níu stjórnendur sögðu upp Níu stjórnendur í fyrirtækinu P. Samúelssyni sem rekur Toyota-umboðið hér á landi sögðu í gær upp störfum sínum vegna óánægju yfir því að eigendur fyrirtækisins ákváðu að láta Emil Grímsson framkvæmdastjóra fara. Toyota-umboðið hefur verið eitt umsvifamesta bílaumboðið hér á landi um árabil og var síðsta ár besta rekstrarár þess frá upphafi. 7.2.2005 00:01 Farþegum Express fjölgaði um 19% Farþegum Iceland Express fjölgaði um 19% í janúar síðastliðnum frá sama mánuði í fyrra. Alls flugu um þrettán þúsund farþegar með félaginu í síðasta mánuði. Að mestu eru það erlendir ferðamenn sem standa undir fjölgun farþega Iceland Express í janúarmánuði, einkum þó frá London Stansted. 7.2.2005 00:01 Gámar fuku fyrir austan Mildi þykir að enginn skyldi vera á ferðinni í stefnu tveggja gáma sem flugu í loftköstum allt að kílómeters leið í vindhviðum á Norðfirði í morgun. Hvor gámur er tuttugu feta langur og lenti annar á gamalli dráttarvél sem verið er að gera upp og braut hana í frumeinidir, eins og lögreglumaður orðaði það. 7.2.2005 00:01 5 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í fimm mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og brot á vopnalögum. Hann gekk berserksgang í samkvæmi í heimahúsi á Ísafirði í ágúst árið 2003, sló þar mann þannig að talsvert sá á honum og neitaði að leggja frá sér hættulegan hníf þegar lögregla skipaði honum að gera það. 7.2.2005 00:01 Ágreiningur ekki orsökin P. Samúelsson ehf., sem rekur Toyota-umboðið hér á landi, hafnar því sem segir í tilkynningu frá nokkrum starfsmönnum að „djúpstæður ágreiningur innan fjölskyldu og meirihlutaeigenda P. Samúelssonar ehf.“ hafi leitt til þess að fyrrum forstjóri hafi þurft að láta af störfum. 7.2.2005 00:01 Tugþúsundum bolla sporðrennt í dag Búast má við að einhverjir tugir þúsunda af bollum renni ofan í landsmenn í dag. Bakarar landsins hafa staðið sveittir við ofna sína frá því fyrir helgi við að baka bollur, enda tóku margir forskot á sæluna og sporðrenndu nokkrum slíkum. 7.2.2005 00:01 Tvöföldun verði lokið hið fyrsta Borgarafundur verður haldinn í Stapanum í Reykjanesbæ í kvöld þar sem þess verður krafist að lokið verði við breikkun Reykjanesbrautar hið fyrsta. Fyrri áfanga við tvöföldun vegarins lauk í júlí síðastliðnum og síðari hlutinn er ekki á vegaáætlun fyrr en árið 2010. 7.2.2005 00:01 Bráðaviðvörunarkerfi opnað Umhverfisráðherra mun á föstudaginn opna fyrir aðgengi almennings að bráðaviðvörunarkerfi Veðurstofunnar um jarðvá. Með bráðaviðvörun er átt við alhliða viðvörun og upplýsingar sem komið er á framfæri frá þeim tíma sem vart verður við að hamfarir séu að hefjast eða líkur eru á að þær séu yfirvofandi. 7.2.2005 00:01 Taka Aðalstræti 10 í sína vörslu Reykjavíkurborg og Minjavernd hf. hafa gert með sér samning um að félagið taki húsið Aðalstræti 10 í vörslu til 35 ára. Markmið samningsins er að húsið verði endurbyggt á þann hátt sem því hæfir sem einu elsta húsi í Reykjavík. Þar með verður endurgerð húsa við Aðalstræti lokið. 7.2.2005 00:01 Stríðið um Smáralind Til stóð að halda Gettu betur í Smáralind en í síðustu viku slitnaði upp úr viðræðum um leigu á aðstöðunni. Keppnin hefst á morgun og hefur verið fundinn annar staður. 7.2.2005 00:01 Franski faðirinn fékk sex mánuði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag rúmlega fertugan franskan mann í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa numið tveggja ára dóttur sína brott af heimili sínu í Reykjavík og farið með hana til Frakklands. Refsingin er öll skilorðsbundin en verjandi mannsins reiknar með að áfrýja dóminum til Hæstaréttar. 7.2.2005 00:01 Forstöðumenn ráðnir Ráðið hefur verið í stöður þriggja verkefnisstjóra Vaxtarsamnings Eyjafjarðar og var gerður samningur við þrjár stofnanir Háskólans á Akureyri um stjórnun þeirra verkefna. 7.2.2005 00:01 Dagar salkjöts og bauna Fólk velur heldur magrara saltkjöt en áður og saltminna, segir sölustjóri Sláturfélags Suðurlands. Sala hafi heldur aukist en dregist saman síðustu ár. 7.2.2005 00:01 Fleiri gista á hótelum Á sama tíma og erlendum ferðamönnum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæp þrettán prósent milli áranna 2003 og 2004, fjölgaði gistinóttum á heilsárshótelum um tæp níu prósent. 7.2.2005 00:01 Tvöföldunin boðin út á árinu? Búist er við að samgönguráðherra tilkynni á fundi í Njarðvík í kvöld að næsti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar verði boðinn út á þessu ári. 7.2.2005 00:01 Grunaður um íkveikju Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Kópavogi grunaður um að vera valdur að eldsvoða í einbýlishúsi við Kársnesbraut. Samkvæmt upplýsingum lögreglu kom eldur upp í húsinu um tvöleytið í dag en nágrannar höfðu gert slökkviliði viðvart. 7.2.2005 00:01 Uppsagnir á Hofsósi "Við erum að fara yfir þetta allt saman og kanna hvort þessar uppsagnir séu lögmætar og samkvæmt bókunum," segir Jón Karlsson, formaður stéttarfélagsins Öldunnar á Sauðárkróki. Fjórtán starfsmönnum fiskvinnslunnar Kolku á Hofsósi hefur verið sagt upp störfum og er það talsvert áfall fyrir ekki stærra bæjarfélag. 7.2.2005 00:01 Elsta húsið fær andlitslyftingu "Þetta samkomulag þýðir að Minjavernd tekur Aðalstræti 10 í sína vörslu næstu 35 árin og mun færa húsið í sitt upprunalega horf næstu mánuði," segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri. Reykjavíkurborg hefur gert samning við Minjavernd um að lagfæra Aðalstræti 10 en það hús er það elsta í borginni. 7.2.2005 00:01 Vilja breytingar á útvarpslögum "Okkar mat er að ríkið eigi ekki að skipta sér af einkarekstri með neinum hætti og frumvarpið er í fullu samræmi við þá skoðun okkar," segir Hafsteinn Þ. Hauksson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. 7.2.2005 00:01 Halldór áhyggjulaus Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kippir sér ekki upp við það að skoðanakönnun sýni að hann sé sá stjórnmálamaður sem þjóðin ber minnst traust til. Hann segir að kannanir séu líka mismunandi vandaðar. 7.2.2005 00:01 Frumvarp til að leyfa enska þuli Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að ráðherrum undanskildum hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem gerir það að verkum að hægt verður að sýna frá íþróttaviðburðum án þess að nota íslenska þuli eða þýðingartexta. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins neitar því að flokkurinn sé að rétta Skjá einum hjálparhönd. 7.2.2005 00:01 Hafa áhyggjur af frumvarpi Verkalýðsforystan hefur áhyggjur af væntanlegu frumvarpi um útgáfu atvinnuleyfa til útlendinga. Hún óttast að sjónarmið vinnumarkaðarins munu ekki ráða för og frumvarpið sé til þess fallið að stuðla að skattsvikum.</font /></b /> 7.2.2005 00:01 Getur ekki mælt með vatninu Lýðheilsustöð getur ekki mælt með því að sett sé á markað fólasínbætt íslenskt sódavatn, þrátt fyrir að stöðin mæli með því á sama tíma að landsmenn auki neyslu á því vítamíni. Meðal röksemda er að vítamínbætt, erlent morgunkorn er talið metta þörf „barna“ á þessu tiltekna B-vítamíni. 7.2.2005 00:01 Kynmök við 287 skólasystkini Um 2000 Íslendingar smitast árlega af klamydíu. Ný stór bandarísk rannsókn um kynlífshegðan ungs fólks sýndi að námsmaður hafði haft kynmök - með óbeinum hætti - við 287 skólasystkini. Hann hefði því getað smitað þau öll af kynsjúkdómi. Smitsjúkdómalæknir minnir á að smokkurinn sé eina vörnin. 7.2.2005 00:01 Iceland fái ekki einkaleyfi Formaður Vinstri grænna og starfandi utanríkisráðherra leggjast báðir gegn því að verslunarkeðjan „Iceland“ fái einkaleyfi á orðinu Iceland í löndum Evrópusambandsins. Þeir eru hins vegar ósammála um hvort það gæti verið mönnum til framdráttar að skrá sig fyrir léninu steingrimurjod.is. 7.2.2005 00:01 Rólegt um allt land Nóttin fór að mestu leyti vel fram um land allt þrátt fyrir hefðbundið mánaðamótafyllirí eins og einn lögreglumaður orðaði það í samtali við fréttastofu. Lögreglan á Selfossi vill beina þeim tilmælum til ökumanna að taka tillit til aðstæðna en víða eru hálkublettir. 6.2.2005 00:01 Tilkynnt um blaðamannaverðlaun Dómnefnd Blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands hefur komist að niðurstöðu um tilnefningar til verðlaunanna fyrir árið 2004. Þrjár tilnefningar eru í hverjum flokki fyrir sig og verður tilkynnt um sigurvegara á Pressuballi sem haldið verður næstkomandi laugardag. 6.2.2005 00:01 Gerir athugasemdir við álit Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni hefur borist álit Lýðheilsustöðvar vegna umsóknar sem Ölgerðin sendi Umhverfisstofnun og varðar vítamínbætingu á drykknum Kristal Plús, en Umhverfisstofnun stöðvaði dreifingu hans í síðasta mánuði. Ölgerðin gerir alvarlegar athugasemdir við álitið og segi það einkennast af mótsögnum og ómálefnalegum útreikningum. 6.2.2005 00:01 Hætt að sýna auglýsingar Birtingar á auglýsingum frá Umferðarstofu hafa nú verið stöðvaðar tímabundið, eftir að Samkeppnisstofnun fór þess á leit við Umferðarstofu. 6.2.2005 00:01 Aldrei verið óvinsælli Þriðjungur landsmanna segist bera minnst traust til Halldórs Ásgrímssonar af öllum stjórnmálamönnum. Aðeins fjögur prósent telja hann trúverðugastan íslenskra stjórnmálamanna. Davíð Oddsson nýtur aftur á móti mests trausts. 6.2.2005 00:01 Segjast ekki sitja á frumvörpum Sjálfstæðismenn hafa frestað því að afgreiða þrjú frumvörp Valgerðar Sverrisdóttir um samkeppnismál frá því í nóvember en langt er frá því að hinn stjórnarflokkurinn afgreiddi málið. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sína menn ekki sitja á frumvörpunum heldur sé þetta dæmi um vönduð vinnubrögð. 6.2.2005 00:01 Heilræði til Halldórs Steingrímur Hermannsson var jafnan vinsæll á meðan hann gegndi embætti forsætisráðherra. Hann gefur Halldóri Ásgrímssyni nokkur góð ráð. 6.2.2005 00:01 Gagnrýnir ný tollalög Ný tollalög sem fjármálaráðherra mælir fyrir á Alþingi á morgun einkennast um of af þeirri oftrú á refsingum sem tröllríður samfélaginu. Þetta segir Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Afleiðingarnar bitni á almennu starfsfólki sem megi refsa fyrir gáleysi eða mistök í starfi verði frumvarpið að lögum. 6.2.2005 00:01 Sextán fíkniefnamál í miðbænum Sextán fíkniefnamál komu upp á tæplega þremur klukkutímum í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir málafjöldann staðfesta að mikil fíkniefnaneysla sé samfara skemmtanalífinu í miðborginni. Mest fannst af kókaíni og amfetamíni en þó eitthvað af kannabis. 6.2.2005 00:01 Leggst gegn vítamínbættum drykk Lýðheilsustöð leggst gegn því að Kristall Plús frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar verði settur á markað vegna fólasíns í drykknum. Framleiðandinn furðar sig á þessu þar sem nokkuð vantar upp á neyslu slíks vítamíns hjá þjóðinni að mati Lýðheilsustöðvar. Þá segir hann fólasín algjörlega hættulaust efni. 6.2.2005 00:01 Samfylking spurulust allra flokka Alþingismenn spyrja um allt á milli himins og jarðar, stjórnarandstæðingar þó sýnu meira en stjórnarliðar. Kynþroski þorsks og símtöl til Grænlands eru á meðal fyrirspurna sem bornar hafa verið upp á yfirstandandi þingi. 6.2.2005 00:01 Geta tekið á móti stærri skipum Miklar framkvæmdir standa yfir við höfnina í Bolungarvík en eftir að búið er að dýpka innsiglinguna allverulega á allur loðnuflotinn að geta lagst að höfn í Bolungarvík sem og stærri flutningaskip. Framkvæmdirnar kosta um 54 milljónir. 6.2.2005 00:01 Segir útvarpslög gölluð Sjónvarpsstjóri Skjás eins telur að stuttur texti um gang mála í ensku knattspyrnunni fullnægi þýðingarskyldu útvarpslaga. Hann segir að ef þess verði krafist að íslenskir þulir lýsi öllum leikjum verði það gert en útvarpslögin séu gölluð. 6.2.2005 00:01 Fimm á sjúkrahús eftir ofsaakstur Fimm voru fluttir á slysadeild eftir ofsaakstur í nótt. Lögreglan í Reykjavík mældi ökumann á 190 kílómetrahraða í Ártúnsbrekkunni um klukkan þrjú og náðist hraðaksturinn á myndband lögreglunnar. Ökumaðurinn stöðvaði ekki bílinn þegar hann mætti laganna vörðum heldur hélt áfram ferðinni og hafnaði aftan á bifreið sem var að taka af stað við umferðarljósin á mótum Miklubrautar og Grensásvegar. 5.2.2005 00:01 Skíðasvæði víða opin Skíðasvæðin í nágrenni höfuðborgarsvæðisins eru opin í dag frá klukkan tíu og fram eftir degi. Þar er frost á milli níu og ellefu stig og léttskýjað. Þá er skíðasvæði Tindastóls við Sauðárkrók opið til klukkan fimm. Að sögn staðarhaldara er þar nýfallinn snjór og afskaplega gott færi. Opið er til fjögur á skíðasvæðinu á Siglufirði. 5.2.2005 00:01 Þurfa að taka útreið alvarlega Framsóknarmenn þurfa að taka slæma útreið í skoðanakönnunum alvarlega segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann hvetur félaga sína til að líta yfir sviðið nú, óróa og fylgistap, og skoða í því ljósi að í haust hafi hann þótt helsta vandamál flokksins. 5.2.2005 00:01 Skorinn á háls en fær ekki bætur "Ég er breyttur maður eftir árásina," segir Ásgeir Elíasson sem varð fyrir hrottafenginni árás þegar hann var leigubílstjóri í afleysingum. Eina nóttina komu fjórir menn inn í bíl til hans. Þegar kom að greiðslu var Ásgeir skorinn á háls. Ofbeldi gegn leigubílstjórum er algengt og vekur því furðu að þeir séu ekki tryggðir í starfi. 5.2.2005 00:01 Aðalfundur Freyju ólöglegur Laganefnd Framsóknarflokksins komst að þeirri niðurstöðu í gærkvöld að aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, sem fram fór 27. janúar síðastliðinn hefði verið ólöglegur. Ástæðan fyrir því er sögð sú að láðst hafi að samþykkja breytingar á lögum félagsins fyrir fundinn en ekki sú að fjörutíu og þrjár konur hafi gengið í félagið daginn sem hann var haldinn. Halda verður nýjan aðalfund í þessum mánuði. 5.2.2005 00:01 550 þúsund safnast að Kárahnjúkum Starfsmenn Impregilo við Kárahnjúka söfnuðu á dögunum ríflega 250 þúsund krónum til handa þeim sem urðu illa úti í hamförnunum í Suðaustur-Asíu annan dag jóla. Fyrirtækið sjálft rúmlega tvöfaldaði þá upphæð og því voru 550 þúsund krónur lagðar inn á reikning Rauða kross Íslands til hjálpar fórnarlömbum flóðbylgjunnar. 5.2.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Kjartan Gunnarsson sæti eignarnámi Gunnar Eydal borgarlögmaður telur fullreynt að ná samningum við Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, um kaup 4 hektara spildu á Norðlingaholti og vill að borgin taki landið eignarnámi. Lokatilboð borgarlögmanns var 50 milljónir króna en Kjartan vill 133 milljónir. Kjartan segir sér mismunað og að borgin beiti hann afli. 7.2.2005 00:01
Níu stjórnendur sögðu upp Níu stjórnendur í fyrirtækinu P. Samúelssyni sem rekur Toyota-umboðið hér á landi sögðu í gær upp störfum sínum vegna óánægju yfir því að eigendur fyrirtækisins ákváðu að láta Emil Grímsson framkvæmdastjóra fara. Toyota-umboðið hefur verið eitt umsvifamesta bílaumboðið hér á landi um árabil og var síðsta ár besta rekstrarár þess frá upphafi. 7.2.2005 00:01
Farþegum Express fjölgaði um 19% Farþegum Iceland Express fjölgaði um 19% í janúar síðastliðnum frá sama mánuði í fyrra. Alls flugu um þrettán þúsund farþegar með félaginu í síðasta mánuði. Að mestu eru það erlendir ferðamenn sem standa undir fjölgun farþega Iceland Express í janúarmánuði, einkum þó frá London Stansted. 7.2.2005 00:01
Gámar fuku fyrir austan Mildi þykir að enginn skyldi vera á ferðinni í stefnu tveggja gáma sem flugu í loftköstum allt að kílómeters leið í vindhviðum á Norðfirði í morgun. Hvor gámur er tuttugu feta langur og lenti annar á gamalli dráttarvél sem verið er að gera upp og braut hana í frumeinidir, eins og lögreglumaður orðaði það. 7.2.2005 00:01
5 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í fimm mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og brot á vopnalögum. Hann gekk berserksgang í samkvæmi í heimahúsi á Ísafirði í ágúst árið 2003, sló þar mann þannig að talsvert sá á honum og neitaði að leggja frá sér hættulegan hníf þegar lögregla skipaði honum að gera það. 7.2.2005 00:01
Ágreiningur ekki orsökin P. Samúelsson ehf., sem rekur Toyota-umboðið hér á landi, hafnar því sem segir í tilkynningu frá nokkrum starfsmönnum að „djúpstæður ágreiningur innan fjölskyldu og meirihlutaeigenda P. Samúelssonar ehf.“ hafi leitt til þess að fyrrum forstjóri hafi þurft að láta af störfum. 7.2.2005 00:01
Tugþúsundum bolla sporðrennt í dag Búast má við að einhverjir tugir þúsunda af bollum renni ofan í landsmenn í dag. Bakarar landsins hafa staðið sveittir við ofna sína frá því fyrir helgi við að baka bollur, enda tóku margir forskot á sæluna og sporðrenndu nokkrum slíkum. 7.2.2005 00:01
Tvöföldun verði lokið hið fyrsta Borgarafundur verður haldinn í Stapanum í Reykjanesbæ í kvöld þar sem þess verður krafist að lokið verði við breikkun Reykjanesbrautar hið fyrsta. Fyrri áfanga við tvöföldun vegarins lauk í júlí síðastliðnum og síðari hlutinn er ekki á vegaáætlun fyrr en árið 2010. 7.2.2005 00:01
Bráðaviðvörunarkerfi opnað Umhverfisráðherra mun á föstudaginn opna fyrir aðgengi almennings að bráðaviðvörunarkerfi Veðurstofunnar um jarðvá. Með bráðaviðvörun er átt við alhliða viðvörun og upplýsingar sem komið er á framfæri frá þeim tíma sem vart verður við að hamfarir séu að hefjast eða líkur eru á að þær séu yfirvofandi. 7.2.2005 00:01
Taka Aðalstræti 10 í sína vörslu Reykjavíkurborg og Minjavernd hf. hafa gert með sér samning um að félagið taki húsið Aðalstræti 10 í vörslu til 35 ára. Markmið samningsins er að húsið verði endurbyggt á þann hátt sem því hæfir sem einu elsta húsi í Reykjavík. Þar með verður endurgerð húsa við Aðalstræti lokið. 7.2.2005 00:01
Stríðið um Smáralind Til stóð að halda Gettu betur í Smáralind en í síðustu viku slitnaði upp úr viðræðum um leigu á aðstöðunni. Keppnin hefst á morgun og hefur verið fundinn annar staður. 7.2.2005 00:01
Franski faðirinn fékk sex mánuði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag rúmlega fertugan franskan mann í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa numið tveggja ára dóttur sína brott af heimili sínu í Reykjavík og farið með hana til Frakklands. Refsingin er öll skilorðsbundin en verjandi mannsins reiknar með að áfrýja dóminum til Hæstaréttar. 7.2.2005 00:01
Forstöðumenn ráðnir Ráðið hefur verið í stöður þriggja verkefnisstjóra Vaxtarsamnings Eyjafjarðar og var gerður samningur við þrjár stofnanir Háskólans á Akureyri um stjórnun þeirra verkefna. 7.2.2005 00:01
Dagar salkjöts og bauna Fólk velur heldur magrara saltkjöt en áður og saltminna, segir sölustjóri Sláturfélags Suðurlands. Sala hafi heldur aukist en dregist saman síðustu ár. 7.2.2005 00:01
Fleiri gista á hótelum Á sama tíma og erlendum ferðamönnum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæp þrettán prósent milli áranna 2003 og 2004, fjölgaði gistinóttum á heilsárshótelum um tæp níu prósent. 7.2.2005 00:01
Tvöföldunin boðin út á árinu? Búist er við að samgönguráðherra tilkynni á fundi í Njarðvík í kvöld að næsti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar verði boðinn út á þessu ári. 7.2.2005 00:01
Grunaður um íkveikju Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Kópavogi grunaður um að vera valdur að eldsvoða í einbýlishúsi við Kársnesbraut. Samkvæmt upplýsingum lögreglu kom eldur upp í húsinu um tvöleytið í dag en nágrannar höfðu gert slökkviliði viðvart. 7.2.2005 00:01
Uppsagnir á Hofsósi "Við erum að fara yfir þetta allt saman og kanna hvort þessar uppsagnir séu lögmætar og samkvæmt bókunum," segir Jón Karlsson, formaður stéttarfélagsins Öldunnar á Sauðárkróki. Fjórtán starfsmönnum fiskvinnslunnar Kolku á Hofsósi hefur verið sagt upp störfum og er það talsvert áfall fyrir ekki stærra bæjarfélag. 7.2.2005 00:01
Elsta húsið fær andlitslyftingu "Þetta samkomulag þýðir að Minjavernd tekur Aðalstræti 10 í sína vörslu næstu 35 árin og mun færa húsið í sitt upprunalega horf næstu mánuði," segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri. Reykjavíkurborg hefur gert samning við Minjavernd um að lagfæra Aðalstræti 10 en það hús er það elsta í borginni. 7.2.2005 00:01
Vilja breytingar á útvarpslögum "Okkar mat er að ríkið eigi ekki að skipta sér af einkarekstri með neinum hætti og frumvarpið er í fullu samræmi við þá skoðun okkar," segir Hafsteinn Þ. Hauksson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. 7.2.2005 00:01
Halldór áhyggjulaus Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kippir sér ekki upp við það að skoðanakönnun sýni að hann sé sá stjórnmálamaður sem þjóðin ber minnst traust til. Hann segir að kannanir séu líka mismunandi vandaðar. 7.2.2005 00:01
Frumvarp til að leyfa enska þuli Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að ráðherrum undanskildum hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem gerir það að verkum að hægt verður að sýna frá íþróttaviðburðum án þess að nota íslenska þuli eða þýðingartexta. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins neitar því að flokkurinn sé að rétta Skjá einum hjálparhönd. 7.2.2005 00:01
Hafa áhyggjur af frumvarpi Verkalýðsforystan hefur áhyggjur af væntanlegu frumvarpi um útgáfu atvinnuleyfa til útlendinga. Hún óttast að sjónarmið vinnumarkaðarins munu ekki ráða för og frumvarpið sé til þess fallið að stuðla að skattsvikum.</font /></b /> 7.2.2005 00:01
Getur ekki mælt með vatninu Lýðheilsustöð getur ekki mælt með því að sett sé á markað fólasínbætt íslenskt sódavatn, þrátt fyrir að stöðin mæli með því á sama tíma að landsmenn auki neyslu á því vítamíni. Meðal röksemda er að vítamínbætt, erlent morgunkorn er talið metta þörf „barna“ á þessu tiltekna B-vítamíni. 7.2.2005 00:01
Kynmök við 287 skólasystkini Um 2000 Íslendingar smitast árlega af klamydíu. Ný stór bandarísk rannsókn um kynlífshegðan ungs fólks sýndi að námsmaður hafði haft kynmök - með óbeinum hætti - við 287 skólasystkini. Hann hefði því getað smitað þau öll af kynsjúkdómi. Smitsjúkdómalæknir minnir á að smokkurinn sé eina vörnin. 7.2.2005 00:01
Iceland fái ekki einkaleyfi Formaður Vinstri grænna og starfandi utanríkisráðherra leggjast báðir gegn því að verslunarkeðjan „Iceland“ fái einkaleyfi á orðinu Iceland í löndum Evrópusambandsins. Þeir eru hins vegar ósammála um hvort það gæti verið mönnum til framdráttar að skrá sig fyrir léninu steingrimurjod.is. 7.2.2005 00:01
Rólegt um allt land Nóttin fór að mestu leyti vel fram um land allt þrátt fyrir hefðbundið mánaðamótafyllirí eins og einn lögreglumaður orðaði það í samtali við fréttastofu. Lögreglan á Selfossi vill beina þeim tilmælum til ökumanna að taka tillit til aðstæðna en víða eru hálkublettir. 6.2.2005 00:01
Tilkynnt um blaðamannaverðlaun Dómnefnd Blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands hefur komist að niðurstöðu um tilnefningar til verðlaunanna fyrir árið 2004. Þrjár tilnefningar eru í hverjum flokki fyrir sig og verður tilkynnt um sigurvegara á Pressuballi sem haldið verður næstkomandi laugardag. 6.2.2005 00:01
Gerir athugasemdir við álit Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni hefur borist álit Lýðheilsustöðvar vegna umsóknar sem Ölgerðin sendi Umhverfisstofnun og varðar vítamínbætingu á drykknum Kristal Plús, en Umhverfisstofnun stöðvaði dreifingu hans í síðasta mánuði. Ölgerðin gerir alvarlegar athugasemdir við álitið og segi það einkennast af mótsögnum og ómálefnalegum útreikningum. 6.2.2005 00:01
Hætt að sýna auglýsingar Birtingar á auglýsingum frá Umferðarstofu hafa nú verið stöðvaðar tímabundið, eftir að Samkeppnisstofnun fór þess á leit við Umferðarstofu. 6.2.2005 00:01
Aldrei verið óvinsælli Þriðjungur landsmanna segist bera minnst traust til Halldórs Ásgrímssonar af öllum stjórnmálamönnum. Aðeins fjögur prósent telja hann trúverðugastan íslenskra stjórnmálamanna. Davíð Oddsson nýtur aftur á móti mests trausts. 6.2.2005 00:01
Segjast ekki sitja á frumvörpum Sjálfstæðismenn hafa frestað því að afgreiða þrjú frumvörp Valgerðar Sverrisdóttir um samkeppnismál frá því í nóvember en langt er frá því að hinn stjórnarflokkurinn afgreiddi málið. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sína menn ekki sitja á frumvörpunum heldur sé þetta dæmi um vönduð vinnubrögð. 6.2.2005 00:01
Heilræði til Halldórs Steingrímur Hermannsson var jafnan vinsæll á meðan hann gegndi embætti forsætisráðherra. Hann gefur Halldóri Ásgrímssyni nokkur góð ráð. 6.2.2005 00:01
Gagnrýnir ný tollalög Ný tollalög sem fjármálaráðherra mælir fyrir á Alþingi á morgun einkennast um of af þeirri oftrú á refsingum sem tröllríður samfélaginu. Þetta segir Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Afleiðingarnar bitni á almennu starfsfólki sem megi refsa fyrir gáleysi eða mistök í starfi verði frumvarpið að lögum. 6.2.2005 00:01
Sextán fíkniefnamál í miðbænum Sextán fíkniefnamál komu upp á tæplega þremur klukkutímum í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir málafjöldann staðfesta að mikil fíkniefnaneysla sé samfara skemmtanalífinu í miðborginni. Mest fannst af kókaíni og amfetamíni en þó eitthvað af kannabis. 6.2.2005 00:01
Leggst gegn vítamínbættum drykk Lýðheilsustöð leggst gegn því að Kristall Plús frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar verði settur á markað vegna fólasíns í drykknum. Framleiðandinn furðar sig á þessu þar sem nokkuð vantar upp á neyslu slíks vítamíns hjá þjóðinni að mati Lýðheilsustöðvar. Þá segir hann fólasín algjörlega hættulaust efni. 6.2.2005 00:01
Samfylking spurulust allra flokka Alþingismenn spyrja um allt á milli himins og jarðar, stjórnarandstæðingar þó sýnu meira en stjórnarliðar. Kynþroski þorsks og símtöl til Grænlands eru á meðal fyrirspurna sem bornar hafa verið upp á yfirstandandi þingi. 6.2.2005 00:01
Geta tekið á móti stærri skipum Miklar framkvæmdir standa yfir við höfnina í Bolungarvík en eftir að búið er að dýpka innsiglinguna allverulega á allur loðnuflotinn að geta lagst að höfn í Bolungarvík sem og stærri flutningaskip. Framkvæmdirnar kosta um 54 milljónir. 6.2.2005 00:01
Segir útvarpslög gölluð Sjónvarpsstjóri Skjás eins telur að stuttur texti um gang mála í ensku knattspyrnunni fullnægi þýðingarskyldu útvarpslaga. Hann segir að ef þess verði krafist að íslenskir þulir lýsi öllum leikjum verði það gert en útvarpslögin séu gölluð. 6.2.2005 00:01
Fimm á sjúkrahús eftir ofsaakstur Fimm voru fluttir á slysadeild eftir ofsaakstur í nótt. Lögreglan í Reykjavík mældi ökumann á 190 kílómetrahraða í Ártúnsbrekkunni um klukkan þrjú og náðist hraðaksturinn á myndband lögreglunnar. Ökumaðurinn stöðvaði ekki bílinn þegar hann mætti laganna vörðum heldur hélt áfram ferðinni og hafnaði aftan á bifreið sem var að taka af stað við umferðarljósin á mótum Miklubrautar og Grensásvegar. 5.2.2005 00:01
Skíðasvæði víða opin Skíðasvæðin í nágrenni höfuðborgarsvæðisins eru opin í dag frá klukkan tíu og fram eftir degi. Þar er frost á milli níu og ellefu stig og léttskýjað. Þá er skíðasvæði Tindastóls við Sauðárkrók opið til klukkan fimm. Að sögn staðarhaldara er þar nýfallinn snjór og afskaplega gott færi. Opið er til fjögur á skíðasvæðinu á Siglufirði. 5.2.2005 00:01
Þurfa að taka útreið alvarlega Framsóknarmenn þurfa að taka slæma útreið í skoðanakönnunum alvarlega segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann hvetur félaga sína til að líta yfir sviðið nú, óróa og fylgistap, og skoða í því ljósi að í haust hafi hann þótt helsta vandamál flokksins. 5.2.2005 00:01
Skorinn á háls en fær ekki bætur "Ég er breyttur maður eftir árásina," segir Ásgeir Elíasson sem varð fyrir hrottafenginni árás þegar hann var leigubílstjóri í afleysingum. Eina nóttina komu fjórir menn inn í bíl til hans. Þegar kom að greiðslu var Ásgeir skorinn á háls. Ofbeldi gegn leigubílstjórum er algengt og vekur því furðu að þeir séu ekki tryggðir í starfi. 5.2.2005 00:01
Aðalfundur Freyju ólöglegur Laganefnd Framsóknarflokksins komst að þeirri niðurstöðu í gærkvöld að aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, sem fram fór 27. janúar síðastliðinn hefði verið ólöglegur. Ástæðan fyrir því er sögð sú að láðst hafi að samþykkja breytingar á lögum félagsins fyrir fundinn en ekki sú að fjörutíu og þrjár konur hafi gengið í félagið daginn sem hann var haldinn. Halda verður nýjan aðalfund í þessum mánuði. 5.2.2005 00:01
550 þúsund safnast að Kárahnjúkum Starfsmenn Impregilo við Kárahnjúka söfnuðu á dögunum ríflega 250 þúsund krónum til handa þeim sem urðu illa úti í hamförnunum í Suðaustur-Asíu annan dag jóla. Fyrirtækið sjálft rúmlega tvöfaldaði þá upphæð og því voru 550 þúsund krónur lagðar inn á reikning Rauða kross Íslands til hjálpar fórnarlömbum flóðbylgjunnar. 5.2.2005 00:01