Fleiri fréttir

Fór betur en á horfðist

Fimm sluppu með minniháttar meiðsl í umferðaróhappi sem varð um áttaleytið í fyrrakvöld á Norðurlandsvegi í Skagafirði.

Bílvelta á svörtum bletti

Ökumaður missti stjórn á jeppabifreið sinni í hálku og endaði í hrauninu utan við þjóðveginn austan við Kirkjubæjarklaustur um miðnætti aðfaranótt föstudags

Nýári fagnað við Kárahnjúka

Í dag verður kínverska nýárinu fagnað við Kárahnjúka en miðvikudaginn 9. febrúar lýkur hinu kínverska ári apans og ár hanans hefst.

Hálf milljón á Kárahnjúkum

Hópur erlendra starfsmanna við Kárahnjúka á ættingja og vini sem urðu illa úti eða létust í flóðbylgjunni í löndunum við Indlandshaf í lok desember 2004.

Aðalfundur Freyju ógiltur

<b><font face="Helv" color="#008080"> Fylkingarnar í kvenfélaginu Freyju í Kópavogi eru báðar ánægðar með niðurstöðu laganefndar Framsóknarflokksins. Gamla stjórnin telur valdaráni afstýrt en nýju konurnar telja hann sýna að vinnubrögð þeirra hafi verið í lagi. </font></b>

Segir valdaráni afstýrt

Naumlega tókst að afstýra valdaráni þegar laganefnd Framsóknarflokksins komst að þeirri niðurstöðu í gærkvöld að aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, hefði verið ólöglegur, að mati Unu Maríu Óskarsdóttir varaformanns. Aðalheiður Sigursveinsdóttir sem var stjórnarmaður í Freyju segir gleðilegt að nýjar aðildarkonur hafi verið hreinsaðar af áburði um vafasaman tilgang með veru sinni í félaginu.

Erlent vinnuafl notað í hagstjórn

Fyrrverandi forstjóri Útlendingastofnunar segir Íslendinga ekki standa sig nógu vel í málefnum innflytjenda. Hann segir erlent vinnuafl á vissan hátt notað sem hagstjórnartæki.

Bjóðast til að sýna leiki á Sýn

Sjónvarpsstjóri Sýnar hefur boðið sjónvarpsstjóra Skjás eins að senda út á Sýn þá leiki í ensku knattspyrnunni sem Skjár einn sendir út án þula.

Mjólkurvörur lægstar í Bónus

Bónus var langoftast með lægsta verðið í verðkönnun á mjólkurvörum og ostum sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í nokkrum matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. 49 vörutegundir af 56 og sex sem skoðaðar voru reyndust ódýrastar í Bónus. 10-11 var oftast með hæsta vöruverðið en 43 vörutegundir voru dýrastar þar.

Meiri snjór en undanfarin ár

Snjórinn í janúarmánuði var meiri víðast hvar á landinu en verið hefur undanfarin ár samkvæmt yfirliti Veðurstofunnar. Óvenju umhleypingasamt var í mánuðinum og illviðri nokkuð tíð. Síðasta vikan var hins vegar mjög hlý og leysti snjó bæði af láglendi og langt upp eftir fjöllum.

Tók stungu fyrir einstæða móður

Bifhjólamaðurinn Jón Trausti Lúthersson er sagður hafa framið hetjudáð í fyrrakvöld þegar hann gekk á móti óðum hnífamanni sem ofsótti einstæða móður í Mosfellsbæ. Hann hlaut hnífsstungu nokkrum millimetrum frá hjartanu þegar Heimir Sigurðsson sat fyrir konunni sem er fyrrum sambýliskona hans.<b />

Reiðubúinn að leiða í Kópavogi

Ómar Stefánsson, formaður Framsóknarfélagsins í Kópavogi, kveðst reiðubúinn að leiða flokkinn í bæjarstjórnarkosningunum á næsta ári.

70 hafa skráð sig í Samfylkinguna

Sjötíu manns hafa skráð sig í Samfylkinguna frá 10. janúar, þegar framkvæmdastjórn flokksins ákvað að halda landsfund þann 20. maí. Fimm hafa gengið úr Samfylkingunni á sama tíma. Kjörseðlar vegna formannskosninga verða sendir út 20. apríl.

Skipverjum á Sléttbaki sagt upp

Skipverjum á togaranum Sléttbaki frá Akureyri var öllum sagt upp í gærkvöldi því líkur eru á að skipið verði selt innan tíðar. 38 manns eru í áhöfn skipsins og var þeim öllum afhent uppsagnarbréf í gærkvöldi, skömmu áður en lagt var upp í túr.

Tífalt fleiri í offitumeðferð

Undanfarin tvö ár hafa tífalt fleiri sóst eftir meðferð vegna offitu á Reykjalundi en gert er ráð fyrir að stofnunin geti tekið við. Til að bregðast við hefur Reykjalundur tekið við meira en helmingi fleiri en samningur við ríkið kveður á um.

Leikir í enska boltanum án þula?

Skjár einn ætlar að hlíta úrskurði útvarpsréttarnefndar frá því í gær og verður strax um helgina hætt að sýna leiki með enskum þulum. Verkefnastjóri enska boltans á Skjá einum segir að um helgina verði jafnvel sendir út leikir án lýsingar þula.

Könnun endurspegli ekki veruleika

Aðeins átta prósent kjósenda segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Formaður þingflokks framsóknarmanna segir könnunina ekki endurspegla raunveruleikann.

Þriðja fálkanum sleppt í gær

Kvenkyns fálka var sleppt úr Húsdýragarðinum í gær í fyrsta skipti. Þetta er þriðji fálkinn sem flýgur burt úr garðinum á undanförnum vikum.

Styrki stöðu fjölskyldunnar

Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að skipa nefnd sem hefur það verkefni að styrkja enn frekar stöðu íslensku fjölskyldunnar. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að skipun nefndarinnar komi í kjölfar áramótaávarps Halldórs Ásgrímssonar þar sem hann sagði meðal annars að samheldin fjölskylda væri kjarni hvers þjóðfélags. Formaður nefndarinnar er Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra.

Líti á flóðbylgjuna sem viðvörun

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði á ráðstefnu í Indlandi í dag að líta ætti á hörmungarnar í Asíu um jólin sem viðvörun um það sem gæti gerst ef yfirborð sjávar myndi hækka. Indverskir fjölmiðlar segja Ólaf Ragnar hafa lagt línuna fyrir aðra ræðumenn á þriggja daga ráðstefnu um efnahagsmál og sjálfbæra þróun sem haldin er um helgina.

Alcoa veitir styrk á Austurlandi

Sjóður á vegum Alcoa veitti í dag Heilbrigðisstofnun Austurlands fjárstyrk að upphæð tæplega fimm milljónir króna til kaupa á fullkomnum, stafrænum myndvinnslubúnaði. Þetta er í fyrsta skipti sem Stuðningssjóður Alcoa, Alcoa Foundation, styrkir verkefni hér á landi. Íslenskt dótturfyrirtæki Alcoa, Alcoa Fjarðaál, annast milligöngu um veitingu styrkja úr sjóðnum til verkefna hérlendis.

Nýjar myndir á nýjum fernum

Farið er að dreifa mjólkurfernum með nýju útliti, en þær eru skreyttar með myndum tengdum íslensku máli. Það voru nemendur í 7., 8., 9., og 10. bekk sem gerðu myndirnar en textana gerði Þorvaldur Þorsteinsson, rithöfundur og myndlistarmaður, með aðstoð Íslenskrar málnefndar.

Lægra verð en minna vöruúrval

Þó að Bónus hafi oftast verið með lægst vöruverð í nýrri könnun verðlagseftirlits ASÍ var vöruúrvalið þar einnig með minna móti. 31 vara af 59 sem skoðaðar voru fengust ekki í Bónus. Í Europris var hlutfallið enn hærra þar sem 38 vörur voru ekki fáanlegar. Í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, sem var næst oftast með lægsta verðið, fengust allar þær vörutegundir sem kannaðar voru nema þrjár.

Sjálfstæðisflokkurinn í lægð

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með um 33,5 prósent að meðaltali úr síðustu ellefu skoðanakönnunum Fréttablaðsins sem ná frá ágúst mánuði árið 2003 til 1. febrúar síðastliðins. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 33,7 prósenta fylgi í síðustu alþingiskosningum. Það er þriðja lakasata útkoma flokksins frá upphafi. 

Áhyggjur af niðurrifi húsa

Margar nýbyggingar við Laugaveg eru gersamlega úr takt við eldri byggð og götumynd þessarar helstu götu borgarinnar að sögn Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa F-listans.

Bara bætur vegna útboðs árið 1996

Líklegt er að Reykjavíkurborg fari aðeins fram á skaðabætur frá olíufélögunum Olís, Essó og Skeljungi vegna eins af þremur útboðum sem snertu borgina og fjallað er um í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála.

Hálfur milljarður í landnámsbæinn

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn gagnrýnir það sem hann kallar gríðarlega mikinn kostnað borgarinnar vegna landnámsskálans í Aðalstræti. Borgarstjóri segir kostnaðinn vera í samræmi við áætlanir. Heildarkostnaður borgarinnar vegna landnámsbæjarins verður því vel yfir hálfan milljarð króna.

Halldór fær falleinkunn

Helmingur landsmanna telur að Halldór Ásgrímsson hafi staðið sig illa eða frekar illa sem forsætisráðherra samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að útkomuna vera með því lakasta sem hann hafi séð. Sígandi lukka er best segir aðstoðarmaður Halldórs.

Segir könnun Gallups marktækari

Fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er nær hnífjafnt ef marka má könnun Fréttablaðsins í dag. Vinsældir Framsóknarflokksins hafa hins vegar sjaldan verið minni en varaformaður hans telur könnun Gallups marktækari.

Lyf eru aðeins skammtímalausn

Lyf eru aðeins skammtímalausn í meðferð geðraskana hjá börnum og ráðast ekki að rótum vandans þó þau slái á einkennin, segir danskur sérfræðingur sem staddur er hér á landi.

Ókurteisi færist í vöxt

Ókurteisi og niðurlægjandi framkoma við fólk í þjónustustörfum hefur færst í vöxt á undanförnum árum. Starfsmenn Tryggingastofnunar fá reglulega sérstaka áfallahjálp vegna erfiðra viðskiptavina og hefur verið kennt að hengja áhyggjurnar upp á snaga í lok vinnudags.

Bíða eftir megrun á Reykjalundi

Þrjú hundruð sextíu og sex manns bíða eftir að komast í megrun á Reykjalundi, þar af 250 sem ætla í skurðaðgerð til að minnka í sér magann. Offita er vaxandi heilbrigðisvandamál hér á landi en samt sem áður sáu stjórnvöld ekki ástæðu til að geta hennar í heilbrigðisáætlun sem gildir til ársins 2010.

Aðferð veigameiri en verknaður

Aðferðin sem notuð er við nauðgun skiptir meira máli heldur en verknaðurinn sjálfur samkvæmt lögum. Þetta er niðurstaða kandídatsritgerðar í lögfræði við Háskóla Íslands.

Vill efla trúverðugleikann

Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, er flutningsmaður þingsályktunartillögu um sjálfstæði og eflingu Fjármálaeftirlitsins. Hann vill að fjármálaeftirlitið verði fært undir alþingi til að efla trúverðugleika þess en það er nú undir viðskiptaráðherra.

Áfram í öryggisgæslu á Sogni

Móðirin sem varð ellefu ára dóttur sinni að bana og særði son sinn á Hagamel í lok maí í fyrra er gert að sæta áfram öryggisgæslu á réttargeðdeildinni að Sogni. Hún er ekki talin sakhæf og segir í áliti geðlæknis að hún hafi verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum þegar hún framdi verknaðinn.

Máli Fischers frestað

Bobby Fischer verður enn að bíða eftir íslenskum ríkisborgararétti. Allsherjarnefnd ákvað í morgun að fresta málinu á ný þar sem frekari rökstuðnings væri þörf.

Árni í formannsframboð?

Háværar raddir eru uppi innan Framsóknarflokksins um að Árni Magnússon félagsmálaráðherra muni bjóða sig fram til formennsku í Framsóknarflokknum á flokksþinginu sem haldið verður í lok þessa mánaðar. 

Könnunin skemmtilegt gisk

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir könnun Fréttablaðsins í raun skemmtilegt gisk blaðsins. Spurt sé „hverju menn spái“ en „ekki hvað menn vilji“. Það sé stór galli á könnuninni.

Fangelsisreksturinn lagður niður

Leggja þarf niður fangelsisrekstur í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg á næstu þremur árum, að mati Fangelsismálastofnunar. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn þingmanna Samfylkingarinnar um breytingar í fangelsismálum.

Vaktirnar aflagðar vegna sparnaðar

Sparnaður og hagræðing er ástæða þess að sólarhringsvaktir á heilbrigðisstofnun Suðurnesja voru lagðar af, segir framkvæmdastjóri stofnunarinnar. Aðstoðarlandlæknir hefur sagt í fréttum að ástæðurnar séu faglegar.

277 milljónir í veg um Svínahraun

Verktakafyrirtækið KNH á Ísafirði átti lægsta tilboð í lagningu nýs vegar um Svínahraun. KNH bauð 277 milljónir króna sem reyndist 77 prósent af kostnaðaráætlun en alls bárust níu tilboð.

Enginn játaði sök

Í morgun var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur ákæra gegn fimm mönnum fyrir brot gegn lögum um virðisaukaskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda. Fjórir mannanna voru sakfelldir á sínum tíma fyrir stórfelldan fjárdrátt frá Landssíma Íslands og hlutu dóma fyrir. Enginn mannanna játaði sök í morgun.

Gagnagrunnur um líffæragjafa

Gagnagrunnur sem inniheldur upplýsingar um viljuga líffæragjafa er eitt af því sem landlæknir vill koma á fót fyrr heldur en síðar. Unnið er að gerð sérstakrar líknarskrár, sem meðal annars tekur til lífæragjafa. Landlæknir segir þörfina fyrir líffæri fara vaxandi. </font /></b />

Sjá næstu 50 fréttir