Fleiri fréttir

Eins og skólatöskur í framan

Allir ljósabekkir verða horfnir af sundstöðum höfuðborgarinnar frá og með áramótum vegna hættunnar sem fylgir mikilli notkun þeirra. Aðstoðarlandlæknir segir öfugsnúið að bjóða upp á heilsuspillandi ljósabekki á líkamsræktarstöðvum og bendir á að krakkar sem stundi þá geti litið út eins og skólatöskur í framan síðar á ævinni.

Frumvarpið verði dregið til baka

Samhljómur var á fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur suður um að ríkisstjórnin ætti að draga nýja fjölmiðlafrumvarpið til baka og leyfa þjóðinni að segja álit sitt um frumvarpið er forseti synjaði staðfestingar.

Veirur orðnar fleiri en í fyrra

Þótt árið 2004 sé rétt hálfnað eru tölvuveirur þegar orðnar fleiri en allt árið 2003. Sasser kallaðist sá síðasti og gerði stormandi ólukku víða um heim, einn af mörgum ormum með mörgum afbrigðum, en slíkir ormar virðast einmitt vera í sérstakri tísku nú um stundir, ef þannig má að orði komast.Þetta má lesa á vef Tæknivals, <strong><a href="http://www.taeknival.is/" target="_blank">taeknival.is.</a></strong>

Mikið blóð bendir til átaka

Mikið blóð var í íbúð mannsins sem nú situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að eiga þátt í hvarfi á fyrrum sambýliskonu sinni og barnsmóður. Magn blóðsins bendir til að átök hafi átt sér stað. Niðurstöður úr DNA rannsókn er væntanlegar eftir helgi og munu þær segja til um hvort blóðið sé úr konunni sem enn er saknað.

Áttræður flækti tugi í svikamyllu

Forstjóri á eftirlaunum og fyrrverandi varaþingmaður Alþýðuflokksins hefur fengið fjölda þekktra Íslendinga til að leggja sér til stórfé í því skyni að losa út arf sem hann sagði að sér hefði tæmst í Þýskalandi. Forstjórinn, sem er rúmlega áttræður, lofaði þeim sem lögðu fé að mörkum að þeir myndu fá allt að áttfaldan hagnað.

Tvö innbrot í nótt

Brotist var inn í sendiferðabíl í vesturbæ Reykjavíkur í nótt og stolið úr honum tölvu og nokkrum tölvuskjám. Þá var tölvu og tölvuskjá einnig stolið úr báti í Reykjavíkurhöfn.

Ferðamenn týndust í Ásbyrgi

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn voru í gærkvöld kallaðar út til að leita að tveimur erlendum ferðamönnum sem voru villtir í Ásbyrgi við Jökulsárgljúfur. Skömmu eftir að leit hófst komu þeir sjálfir fram, heilir á húfi.

Vísitala neysluverðs lækkaði

Vísitala neysluverðs lækkaði um tæplega hálft prósent frá því í júní. Helsta ástæða lækkunarinnnar er að sumarútsölur hófust fyrir skemmstu og hefur verð á fötum og skóm lækkað um 7,8%. Þá lækkaði verð á bensíni og olíu um 2,3%.

Ný lög auka vöruábyrgð verslana

Verslanir eru ábyrgar fyrir því að vörur sem þær selja fullnægi öryggiskröfum samkvæmt lögum sem nýlega tóku gildi. Í lögunum segir jafnframt að Löggildingarstofan geti stöðvað sölu á vörum sem kunna að hafa hættu í för með sér.

Blóðsýni tekin úr stigangi

Blóðsýni voru tekin úr stiga í sameign í húsinu í Stórholti þar sem lögregla hefur rannsakað hvarf indónesískar konu undanfarna daga. Ekki er útilokað að lýst verði eftir henni síðar í vikunni en þá er búist við niðurstöðum DNA-rannsókna frá Noregi.

Orkuveitan kaupir hverfla

Samningur um kaup á tveimur 40 megavatta hverflum og öðrum búnaði fyrir Hellisheiðarvirkjun var undirritaður hjá Orkuveitu Reykjavíkur í morgun. Samningurinn er gerður við japanska fyrirtækið Mitsubishi og þýska fyrirtækið Balce Durr um tvær vélasamstæður sem eiga að hefja framleiðslu eftir tvö ár.

Getur ekki sett ný lög um leið

Sigurður Líndal, fyrrverandi lagaprófessor, telur að Alþingi geti ekki sett ný fjölmiðlalög um leið og fyrri lög eru felld úr gildi. Þar með gangi Alþingi lengra en þjóðin og brjóti stjórnarskrána.

Undrast ekki fylgi Framsóknar

Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, undrast ekki slæma útkomu flokksins í skoðanakönnunum því hann sé á villigötum í fjölmiðlamálinu. Flokkurinn eigi að sjá til þess að fjölmiðlalögin verði felld úr gildi og að vinna við nýtt fjölmiðlafrumvarp eigi að hefjast að nýju í haust. 

Esso hækkar bensínverð

Esso hækkaði verð á 95 oktana eldsneyti rétt fyrir hádegi í dag. Verðið hækkaði um tvær krónur lítrinn og kostar nú 106,10 krónur en kostaði áður 104,10. Verð hjá Shell er enn óbreytt, 104,10 krónur líterinn, og sömuleiðis er algengasta verðið hjá Olís 104,10.

Japanskir tökumenn á Jökulsárlóni

Starfsmenn frá japönsku kvikmyndafyrirtæki voru við myndatöku á á Jökulsárlóni um helgina.  Kvikmyndin sem tekin var verður sýnd á heimssýningunni í Japan á næsta ári og verður hún á tjaldi sem er 50 metrar á breidd og 10 metrar á hæð.

Framsóknarflokkurinn fundar

Þingflokksfundur Framsóknarflokksins hófst klukkan hálf tvö. Á fundinum er vafalítið rædd staða mála eftir slæma útkomu flokksins í skoðanakönnun Fréttablaðsins í gær þar sem flokkurinn mældist með aðeins 7,5% fylgi.

Nafn piltsins sem lést

Pilturinn sem lést eftir umferðarslys á Vesturlandsvegi aðfararnótt sunnudags hét Davíð Örn Þorsteinsson. Davíð Örn var fæddur 7. október 1982 og var til heimilis að Fosshóli, Miðfirði, í Vestur-Húnavatnssýslu. </span />

2 og 1/2 ár fyrir fjárdrátt

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Tryggingasjóðs lækna, Lárus Halldórsson, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjárdrátt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann var jafnframt sviptur ævilangt löggildingu til endurskoðunarstarfa.

Margt gagnlegt í skýrslunni

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um háskólastigið, þar sem stjórnvöld eru hvött til skýrari stefnumótunar, muni gagnast vel í stefnumótunarvinnu innan menntamálaráðuneytisins.

Of margir fjárlagaliðir fram úr

Ríkisendurskoðun segir það varla ásættanlegt að margar stofnanir og ráðuneyti hafi farið langt fram úr fjárheimildum á undanförnum árum. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga á síðasta ári kemur fram að allt of margir fjárlagaliðir fari ár eftir ár fram úr fjárheimildum og að í nágrannalöndum heyri slíkt til undantekninga.

Radar sem mælir hraða snjóflóða

Ákveðið hefur verið að setja upp mælitæki til mælinga á hraða snjóflóða á varnargörðunum á Flateyri. Um er að ræða radar sem mælir hraða snjóflóða úr Skollahvilft með svipaðri tækni og lögreglan notar við hraðamælingar á bílum.

Stúlka rotaðist í fótbolta

Lögreglunni í Keflavík var tilkynnt um að ung stúlka lægi meðvitundarlaus á knattspyrnuvellinum í Grindavík í gær. Þegar lögregla og sjúkralið mættu á staðinn kom í ljós að stúlkan hafði fengið fótbolta í höfuðið og rotast.

Framúrkeyrslur óviðunandi

Ríkisendurskoðun telur árlega framúrkeyrslu fjárlagaliða hjá ríkinu vera óviðunandi. Þar segir að í nágrannalöndunum heyri það til undantekninga að fjárlög séu ekki virt en hér á landi séu um 120 af 530 liðum á fjárlögum með uppsafnaðan halla sem nemur meira en fjórum prósentum af árlegum fjárheimildum.

Meistaranám í lögfræði hófst í dag

Framhaldsnám í lögfræði er nú í fyrsta sinn kennt við íslenskan háskóla utan Háskóla Íslands en í dag hófst kennsla í meistaranámi í lögfræði við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Hægt er að ljúka tveimur mismunandi gráðum á meistarastigi við skólann, ML-gráðu í lögfræði og MS-gráðu í viðskiptalögfræði.

Líklega ekki afgreitt í vikunni

Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, býst ekki við að fjölmiðlafrumvarpið hið nýja verði afgreitt sem lög frá Alþingi í vikunni þótt allsherjarnefnd ljúki umfjöllun sinni.

Sást bera eitthvað vafið í plast

Vitni segist hafa séð til mannsins, sem grunaður er um aðild að hvarfi indónesískrar konu, bera eitthvað vafið inn í plast af heimili sínu á sunnudag fyrir rúmri viku. Lögregla bíður eftir niðurstöðum úr DNA-rannsókn til að staðfesta hvort blóð sem fannst á og við heimili mannsins sé úr konunni. 

Mótmælir mannréttindabrotum í Kína

Ögmundur Jónasson, þingflokksfomaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, mótmælti mannréttindabrotum í Kína á fundi varaforseta kínverska þingsins, Wang Zhaouguo, og sendinefndar hans með fulltrúum þingflokkanna í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum á laugardag.

Ábyrgð óljós

Byggingarnefnd Háskóla Íslands hefur ráðið verkfræðistofuna Línuhönnun til að rannsaka skemmdir á klæðingu náttúrufræðihússins Öskju í Vatnsmýrinni. Óljóst er hver ber ábyrgðina.

Virkjun rís eftir rúmt ár

Orkuveita Reykjavíkur skrifaði undir samning um kaup á tveimur 40 MW hverflum, rafölum, eimsvölum og kæliturnum ásamt tilheyrandi búnaði fyrir Hellisheiðarvirkjun í gær.

Enginn greinst með HIV á árinu

Enginn Íslendingur hefur greinst með HIV-smit það sem af er árinu. Síðustu ár hafa að meðaltali um tíu manns smitast hér á landi árlega og fer hlutfall kvenna hækkandi. Yfirlæknir hjá Sóttvarnalækni segir lífslíkur smitaðra og lífsgæði hafa aukist mjög á síðustu árum en að enn sé þörf á öflugri fræðslu fyrir ungt fólk.

Stjórnin brýtur stjórnarskrána

Sigurður Líndal lagaprófessor segir að ríkisstjórnin brjóti stjórnarskrána með þeim vinnubrögðum sem hún viðhafi í fjölmiðlamálinu. Hann segir mismunandi álit löglærðra manna skýrast af því að sumir þeirra séu í vinnu hjá stjórnvöldum við að réttlæta málstað þeirra.

Halldór ósammála lögmönnum

Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, er ósammála lögmönnum sem telja að fjölmiðlafrumvarpið nýja feli í sér stjórnarskrárbrot. Hann telur ekki nauðsynlegt að breyta neinu í meðferð málsins.

Steingrímur gagnrýnir Framsókn

Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir framgöngu flokksins í fjölmiðlamálinu harðlega og segir forsætisráðherrastól Halldórs Ásgrímssonar dýru verði keyptan. Hann telur að hinn almenni flokksmaður eigi erfitt með að styðja stefnu flokksforystunnar.

Enski boltinn á ensku

Forráðamenn á Skjá einum hafa ákveðið að hafa lýsingar á enska boltanum á ensku í haust. Ljóst er að ákvörðunin um að nota enska þuli verður umdeild, enda stangast hún á við íslensk útvarpslög.

Seldu aðeins 50 miða

Ingibergur Sigurðsson, kosningastjóri Ástþórs Magnússonar, viðurkennir í samtali við DV að einungis 50 miðar hafi selst í happadrætti til styrktar forsetaframboðinu.

Fjölmiðlamálið reynir á Framsókn

Forysta Framsóknarflokksins segir að fjölmiðlamálið reyni á flokkinn. Hún gefur ekki mikið fyrir gagnrýni oddvita flokksins í Reykjavíkurlistanum og formaður flokksins segir honum frjálst eins og öðrum að gagnrýna flokkinn. Slíkt sé þó ekki endilega vísbending um að eitthvað sé að í flokknum.

Blindir í sex vikna kajakferð

Tveir blindir Íslendingar ætla í þúsund kílómetra kajakferð suður með vesturströnd Grænlands í sumar.

Kynna sér sjónarmið útvegsmanna

Sjávarútvegsráðherra þingar í dag með forsvarsmönnum Landssambands íslenskra útvegsmanna vegna deilna íslenskra og norska stjórnvalda um fiskveiðiréttindi kringum Svalbarða.

Hækkun hjá Olís og Esso

Esso og Olís hækkuðu í gærdag verð á 95 oktana bensíni um tvær krónur á lítra en aðrir söluaðilar höfðu ekki hækkað sín verð þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöld. Ástæða hækkunarinnar eru verðhækkanir á olíu á heimsmarkaði.

Reynt var að þrífa blóð í íbúðinni

Reynt var að þrífa burt blóð í íbúð mannsins sem er í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs 33 ára gamallar konu frá Indónesíu. Konunnar er enn saknað en vísbendingar í íbúð og bíl mannsins benda til að voveiflegir atburðir hafi átt sér stað.

Helmingur ósáttur ef herinn færi

Rúmlega helmingur landsmanna yrði ósáttur ef herinn færi úr landi samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Formaður Vinstri grænna segir áróður stjórnvalda um nauðsyn landvarna hafa mistekist.

Höfða mætti mál á hendur ríkinu

Einstaklingur sem telur á sér brotið getur hugsanlega höfðað mál gegn íslenska ríkinu verði nýja fjölmiðlafrumvarpið samþykkt á Alþingi og þannig sneitt hjá þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fara skal fram samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar, að sögn Daggar Pálsdóttur hæstaréttarlögmanns.

Ekki rætt að afturkalla frumvarpið

Halldór Ásgrímsson sagði það ekki hafa verið rætt á þingflokksfundi Framsóknarflokksisn hvort draga ætti fjölmiðlafrumvarpið til baka í kjölfar gagnrýni á málsmeðferðina innan flokksins. Halldór segir enn skiptar skoðanir innan flokksins. Hann er ósammála lagaprófessorum.

Vefsíður sem luma á óværu

Fyrir skömmu vöruðu sérfræðingar á sviði upplýsingaöryggis við nýrri óværu á Internetinu sem stolið getur aðgangsorðum og reikningsupplýsingum fólks sem notast við heimabanka í tölvum sínum. Notendur geta fengið óværuna í tölvur sínar úr sumum "pop-up" auglýsingum sem spretta upp frá síðum sem vafrað er inn á á Internetinu.

Banaslys við Varmá

Tvítugur maður lést þegar bíll hans valt við Varmá í Mosfellsbæ laust fyrir miðnætti í nótt. Maðurinn var einn í bílnum þegar slysið varð, tildrögin eru enn óljós en lögregla rannsakar málið. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús og úrskurðaður látinn þegar þangað var komið.

Sjá næstu 50 fréttir