Fleiri fréttir

Birgitta þakk­lát við­bragðs­aðilum

Birgitta Líf Björnsdóttir, eigandi Bankastræti Club, segist þakklát fyrir viðbrögð þeirra sem komu að því að leysa atburðarás sem varð á skemmtistaðnum seint í gærkvöldi. Hún þakkar Guði að ekki fór verr.

Traust til Katrínar hrynur en Kristrún rýkur upp

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar er sá stjórnmálaleiðtogi sem Íslendingar segjast treysta best, samkvæmt nýrri könnun sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið og birt var í morgun.

Segir mörg fjölbýlishús ekki reiðubúin fyrir nýtt sorpflokkunarkerfi

„Það er vitað mál að aðstæður í sumum húsum bjóða ekkert upp á þetta, fjölmörg hús þurfa að fara í að bæta sína aðstöðu og hefðu í raun þurft að vera búin að því,“ segir Daníel Árnason, framkvæmdastjóri Eignaumsjónar, um nýtt sorphirðukerfi sem tekur gildi um áramót.

Breytingar á lögum um geymslu fóstur­vísa í sam­ráðs­gátt

Frumvarp til breytinga á lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Áformað er að breyta ákvæðum laganna með þeim hætti að ekki sé skylt að eyða fósturvísum við ákveðnar aðstæður aðila. Samkvæmt gildandi lögum er ekki heimilt að nota fósturvísa nema í samræmi við samþykktan tilgang geymslunnar.

Vetrarsýning Öskju

Bílaumboðið Askja tekur vetrinum fagnandi og býður viðskiptavinum og öðrum gestum á sérstaka Vetrarsýningu á morgun, laugardag 19. nóvember kl. 12-16.

Hnuplað úr verslunum og kveikt í ruslatunnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölmörgum minniháttar málum í gærkvöldi og í nótt ef marka má yfirlit yfir verkefni vaktarinnar en þar er hvergi minnst á hnífsstungurnar á Bankastræti Club sem fréttastofa greindi frá í nótt.

Spurt hvort fjarlægja ætti stíflu Elliðavatns eftir lokun virkjunar

Spurningar hafa vaknað um hvort fjarlægja eigi stíflu Elliðavatns og koma vatninu í upprunalegt horf, eftir að rekstri Elliðaárstöðvar var hætt. Líffræðingur sem vaktar Elliðavatn segir að slíkt þyrfti að hugsa vandlega og að söknuður yrði af vatninu.

Öll þjónusta við útlendinga í eina stofnun

Félags- og vinnumarkaðsráðherra ætlar að leggja fram frumvarp um að sameina Vinnumálastofnun og Fjölmenningarsetur þannig að öll þjónusta við við innflytjendur, flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd verði á hjá einni stofnun. Hún á að taka til starfa á næsta ári og fá nýtt nafn.

Hitaveitur landsins komnar að þolmörkum

Hitaveitur landsins eru að nálgast þolmörk og huga þarf að betri nýtingu á heitu vatni sem og virkjun nýrra svæða til að anna ört vaxandi eftirspurn. Komið gæti til skömmtunar á heitu vatni á köldustu dögum ársins.

„Þú verður bara að halda fast í stýrið og vona það besta“

Maður sem var hætt kominn þegar aurskriða féll á tvo bíla á Grenivíkurvegi snemma í morgun segir ótrúlegt að enginn hafi slasast. Það eina sem hann gat gert var að halda fast í stýrið og vona það besta. Skriðusérfræðingur segir viðbúið að aurskriðum fjölgi samhliða loftslagsbreytingum.

Pelosi stígur til hliðar eftir tæplega tveggja áratuga forystu

Nancy Pelosi, fráfarandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sækist ekki eftir því að leiða Demókrataflokkinn í deildinni á komandi kjörtímabili. Hún hefur verið í forystu flokksins í neðri deild þingsins í nærri því tuttugu ár.

Segir skipun þjóðminjavarðar afar farsæla

Menningarmálaráðherra segir skipun hennar í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar afar farsæla. Gagnrýni sem hafi komið fram í málinu hafi verið lærdómsrík og skili því að nú megi æðstu stjórnendur höfuðsafnanna ekki starfa lengur en í fimm ár. 

Fatlað fólk mun líklegra til að vera á leigumarkaði

Fatlað fólk er mun líklegra til að vera á leigumarkaði og borga stærri hluta tekna sinna í húsnæðiskostnað en aðrir á Íslandi. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í könnun sem Félagsvísindastofnun HÍ gerði fyrir ÖBÍ réttindasamtök.

Hvorki harð­ýðgi né svelti á bænum í Borgar­firði

Nautgripir á bæ í Borgarfirði sem Matvælastofnun tók við ábyrgð á um helgina voru hvorki beittir harðýðgi né sveltir, að sögn yfirdýralæknis stofnunarinnar. Langflestum kúm og kvígum var komið fyrir annars staðar en naut voru send í slátrun.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Maður sem var hætt kominn þegar aurskriða féll á tvo bíla á Grenivíkurvegi snemma í morgun segir ótrúlegt að enginn hafi slasast. Það eina sem hann gat gert var að halda fast í stýrið og vona það besta. Skriðusérfræðingur segir viðbúið að aurskriðum fjölgi samhliða loftlagsbreytingum. Við fjöllum ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Skriðan er 160 metrar að breidd

Aurskriðan sem féll á Grenivíkurveg snemma í morgun er 160 metrar að breidd. Óljóst er enn hvenær hægt verði að byrja á vinnu við opnun vegarins. 

Mögu­legt að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni

Grafavarleg staða er komin upp varðandi hituveitumál á landinu. Fagsviðsstjóri Samorku segir mögulegt að til þess komi að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni til heimila, atvinnulífs og þjónustu á köldustu tímabilum, eða ef upp koma lengri kuldaskeið.

Þrír sak­felldir fyrir að skjóta niður MH17

Þrír karlmenn voru í dag sakfelldir fyrir að hafa sprengt flugvél Malasyia Airlines er vélin flaug fyrir Úkraínu árið 2014. Fjórði maðurinn sem var einnig ákærður var sýknaður. Farþegar vélarinnar voru 298 talsins og létu þeir allir lífið. 

Þor­björg segir „innan­hús­met í með­virkni“ hafa fallið á Al­þingi

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er ósátt með þann farveg sem umræðan um Íslandsbankasölumálið er farin í á Alþingi. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins töldu ástæðu til að vekja máls á þeim leka sem varð á skýrslu ríkisendurskoðunar til fjölmiðla. Trúnaður átti að ríkja um skýrsluna í sólarhring til að gefa nefndarmönnum stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis ráðrúm til að gaumgæfa hana áður en fjölmiðlar inntu þá eftir svörum um efni hennar.

Z powodu sztormu otwarto Reykjanesbraut

Z powodu załamania pogody wstrzymano tymczasowo prace drogowe na drodze Reykjanesbraut i zadecydowano o jej otwarciu. W związku z tym, że prace nie zostały zakończone, droga zostanie ponownie zamknięta dziś wieczorem, o godzinie 19:00.

Segir Ís­teka starfa í skugganum með græðgina að leiðar­ljósi

„Það eru þarna jákvæð atriði, eins og að blóðtökuhryssum hefur fækkað og það eru færri bændur og dýralæknar sem vilja taka þátt í þessu. Og það er auðvitað merki um að barátta okkar hefur skilað sér til fólksins og að fólk sé almennt upplýstara um þetta.“

Tekist á um bælingarfrumvarp

Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 og varaþingmaður Vinstri grænna saka nýstofnuð samtök samkynhneigðra um hatur á transfólki og að þau tengist erlendum haturssamtökum sem deili sæti með nýnasistum og öðrum öfgasamtökum. Formaður hinna nýju samtaka hefur kvartað undan ummælum varaþingmannsins til forseta Alþingis.

Fjár­hæð ein­greiðslu til handa ör­yrkjum á­kvörðuð í næstu viku

Eingreiðsla til handa örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum í desember verður um helmingi minni en hún var í fyrra samkvæmt fjáraukalögum eða rétt tæpar 28 þúsund krónur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að þessi eingreiðsla hefði upphaflega komið til vegna COVID-19 en vegna verðbólgunnar hafi þótt skynsamlegt að leggja hana ekki alveg af. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um fjárhæðina.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um aurskriðuna sem féll í grennd við Grenivík í morgun, höldum áfram umræðu um skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankasöluna og tölum um eingreiðslu sem öryrkjar fá í desember.

„Maður var bara hálf­smeykur“

Bóndi á Fagrabæ í Grýtubakkahreppi segir hrikalegt að sjá hversu tæpt stóð þegar aurskriða féll á veginn við bæinn í morgun um leið og tveir bílar óku þar um. Vegurinn er enn lokaður og töluverðir skruðningar heyrast frá fjallinu.

Á fleygiferð til tunglsins

Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum.

Enn lenda stýriflaugar í Úkraínu

Fjölda rússneskra stýriflauga var skotið að Úkraínu í morgun. Margar þeirra eru sagðar hafa verið skotnar niður en sprengingar hafa heyrst víða um landið, í Kænugarði, Odessa og Dnipro-borg en minnst fjórir eru látnir og fimm særðir eftir árásirnar.

„Þetta kom mér alls ekki á óvart“

Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur segir margar skýringar á því hvers vegna mannfjöldi var oftalinn um tíu þúsund hér á landi, eins og kom í ljós í nýju manntali Hagstofunnar. Ein sú helsta séu útlendingar sem flytja aftur til síns heima.

Flestir umsagnaraðilar fylgjandi banni við blóðmerahaldi

Fimmtán umsagnir bárust um endurflutt frumvarp Ingu Sæland um bann við blóðmerahaldi en umsagnarfresturinn rann út í gær. Langflestir sem sendu inn umsögn eru fylgjandi banninu og fordæma meðferð hrossanna, meðal annars hversu mikið blóð sé tekið á skömmum tíma.

Sjá næstu 50 fréttir