Bílar

Vetrarsýning Öskju

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Kia Sorento.
Kia Sorento.

Bílaumboðið Askja tekur vetrinum fagnandi og býður viðskiptavinum og öðrum gestum á sérstaka Vetrarsýningu á morgun, laugardag 19. nóvember kl. 12-16.

Meðfylgjandi er unnið upp úr fréttatilkynningu frá Öskju.

„Straumurinn liggur í Öskju um helgina og tökum við vetrinum fagnandi með sérstakri vetrarsýningu á laugardaginn. Við hvetjum alla til að koma til okkar í notalega vetrarstemningu, skoða glæsilegt úrval aukahluta og rafmagnað úrval bíla frá Mercedes-Benz, Kia og Honda, en Askja býður upp á eitt mesta úrval rafbíla á landinu,“ segir Sigríður Rakel Ólafsdóttir, markaðsstjóri Öskju.

Gestum verður boðið upp á heitt súkkulaði og íslenskar pönnukökur auk þess og skoða breitt úrval bíla frá þessum þremur bílaframleiðendum.

Kia Sportage, Kia Sorento og Honda CR-V í Arctic útfærslu verða til sýnis ásamt rafmögnuðu úrvali bíla frá Mercedes-Benz, Kia og Honda. Glæsilegt úrval aukahluta verður í boði á sértilboði og frábær kjör á notuðum bílum hjá Askja Notaðir á K7.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.